Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1970, Page 155

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1970, Page 155
HANDRITIÐ GERM. QUART. 2065 155 Knútur Steinsson hefði liaft sama skrifara í Danmörku árið 1571 og á íslandi 1558. Hinn persónulegi tónn í fjölskyldumálunum tekur raunar af skarið um það, að Knút- ur Steinsson hefur sjálfur skrifað nefndar greinar.*) En hver urðu svo örlög handritsins Gq 2065? Spyr sá, sem ekki veit. Afkomendur Knúts Steinssonar lifa enn þann dag í dag, enda þótt karlleggurinn dæi út með Frederik J. Steensen 1863 (DAAa 1887, 427). Kannski saknar þar einhver góðs gripar, því að ekki er ólíklegt, að afkomendum Knúts hafi þótt vænt um þá bók, þar sem ættfaðirinn var eitt sinn höfuðsmaður á Islandi og skrifar þar um ferðir sínar og dvöl sína þar. Menn hafa haldið í ættargripi fyrir minna. Handritið virðist ekki hafa komið í íslenzkra manna eigu. Þeirra háttur var að lesa handrit og lána, bæði til lestrar og uppskriftar. Þetta handrit hefur ekki verið lesið kynslóð eftir kynslóð. Það er hreinlegt og ekkert afrit af því þekkt. Þá er og ekkert krot á spássíum né getið um eigendur, sem íslendinga var siður, þegar þeir lánuðu handrit sín öðrum. Þetta þykja mér nægileg rök fyrir því, að handritið hafi ekki komið aftur til íslands, síðan Knútur Steinsson tók það með sér til Danmerkur alfari á „Hirtinum“ sumarið 1559. Hefði handritið komið í annarra manna hendur en ættarinnar, hefðu þeir hinir sömu vissulega sætt því færi að selja það Konung- lega bókasafninu við dágóðu verði, eftir að kunnugt var um, allt frá ofanverðri 16. öld, að sótzt var opinberlega eftir slíkum handritum. En staðreynd er, að handritið Gq 2065 hefur aldrei verið skráð né stimplað í neinu safni fyrr en í handritadeild Rikisbókasafnsins í Berlín 1964. Árið 1939 taldi handritasafnið 15000 eintök (nú gott og vel 6000), og mætti ætla, að öll stærri handrit hafi verið skráð. En um það get ég ekkert sagt með vissu, því að ég hef ekki haft aðgang að skrám eða bókum, þar sem innrituð eru handrit, sem deildinni hafa áskotnazt. Ferill handritsins Gq 2065, sem fullyrða má, að verið hafi í einkaeign hátt upp í þrjár aldir eða meir, blífur enn um hríð óleyst gáta. Humboldt-Universitat, Berlín Briquet: Les Filigranes Dictionnaire Historique des Marques du Papier (4 bindi). Leipzig 1923. DBL: Dansk biografisk Leksikon. NgL: Norges gamle Love. PEÓ: Páll Eggert Ólason, Menn og menntir (MoM). * Eftir að þetta var skrifað, hafa mér borizt svör við fyrirspurnum mínum og rithandarsýnum, sem ég sendi til Rigsarkivet og mag. Stefáns Karlssonar í Höfn til samanburðar á þeim og öruggum rithandarsýnum Knúts Steinssonar. St. K. bar þau saman við rithandarsýni í DI XIII, nr. 110 frá 1556, og sýnist honum höndin „allt að einu og á minnisgreinum þínum“, og virðist honum „einsýnt að Knútur hafi skrifað þetta“ (bréf 28.4. 1970). Rigsarkivet skrifar 31.3. 1970: „Som svar ... kan R. meddele, at det ved sammenligning med stykker i Knud Steensens privatarkiv kan konstateres, at det i Deutsche Staatsbibliothek beroende haandskrift med overvejende sand- synlighed er skrevet af Knud Steensen; indholdet af de ovennævnte stykker i Knud Steensens privatarkiv er af samme karakter som i det af Dem fundne manuskript.“
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.