Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1972, Side 8
8
LANDSBÓKASAFNIÐ 1971
Library oí the USSR, Moscow. - Statens historiska museum, Stockholm. - Statens museum for
kunst, K^benhavn. - Statsbiblioteket, Árhus, - M. I. Steblin-Kamenskij prófessor, Leningrad. -
Stednavneudvalget, Kpbenhavn. - Stockholms Stadskollegiums Handbokskommitté. - Stortings-
biblioteket, Oslo. - Dag Strömbeck prófessor, Uppsala. - Svenska akademien, Stockholm. - Svenska
institutet för kulturellt utbytte med utlandet, Stockholm. - Egerton Sykes, London. - L. Thompson
prófessor, Lexington, Kcntucky. - Turun Yliopiston Kirjasto, Turku. - UNESCO, Paris. - United
Nations, New York. — United States of America. - Universitat, Hamburg. - Universitat, Kiel. -
Université de Genéve. - Universitetet, Kpbenhavn. - Universitetet, Odense. - Universitetet, Oslo. -
Universitetet, Uppsala. - Universitetsbiblioteket, Bergen. - Universitetsbiblioteket, Göteborg. -
Universitetsbiblioteket, Helsingfors. - Universitetsbiblioteket, Jyvaskyla. - Universitetsbiblioteket,
Kpbenhavn. - Universitetsbiblioteket, Lund. - Universitetsbiblioteket, Odense. - Universitetsbiblio-
teket, Uppsala. Universitatsbibliothek, Kiel. - University Library, King’s College, Aberdeen. -
University of California, Berkeley. — University of Leeds. - University of Manitoba, Winnipeg. -
University of North Carolina, Chapel Hill. — University of Pittsburgh. - Upplýsingaþjónusta
Bandaríkjanna, Reykjavík. - J. F. West, Woodthorpe, Nottingham. - Wing Lung Bank Ltd., Hong
Kong. - World Health Organization, Geneva. - Þjóðbókasafnið, Peking. - Þjóðbókasafnið,
Pyongyang. - Þjóðræknisfélag Islendinga í Vesturheimi, Winnipeg.
HANDRITADEILD Handritakostur Landsbókasafns var í árslok 12305 skráð hand-
rit. Páll Bjarnason cand. mag. vann um sumarið í ígripum að
skráningu bréfasafna.
Landsbókasafni barst sem fyrr að gjöf fjölda handrita, og skal nú allmargra
þeirra getið:
Snæbjörn Kaldalóns afhenti 2. október Landsbókasafni um 200 frumhandrit verka
föður síns, Sigvalda Kaldalóns tónskálds og læknis. Snæbjörn gat þess í gjafabréfi,
er hann las við þetta tækifæri, að handrit þessi væru „gefin þjóð vorri með sam-
þykki erfingja tónskáldsins", en viðstödd afhendinguna, er fram fór í handritadeild
Landsbókasafns, voru auk Snæbjarnar hjónin Selma Kaldalóns og Jón Gunnlaugsson
læknir, Grímur M. Helgason, forstöðumaður handritadeildar, og Finnbogi Guðmunds-
son landsbókavörður, er þakkaði gefendum kærkomna gjöf.
Talið er, að Sigvaldi Kaldalóns hafi samið alls um 320 tónverk, meðal þeirra lög
við ljóð eftir 87 skáld og textahöfunda. Flest eru lögin við ljóð eftir Höllu, eða 16, en
13 við ljóð Gríms Thomsens.
Helga Kalman afhenti að gjöf frá sér og systkinum sínum handrit það af ljóðum
afa þeirra, Páls Olafssonar skálds, er Helgafell gaf út 1971 og nefndi Fundin Ijóð.
Vilmundur Jónsson, fyrrv. landlæknir, er lézt 28. marz sl., færði Landsbókasafni
sem oft áður ýmisleg gögn: Vikubænir drs. J. Lassenii í þýðingu Steins Jónssonar
biskups. - Boðsbréf um hið Konunglega Norræna Fornfræða-Félag til sr. Þórðar
Arnasonar. - Plögg, er varða „Lækna á Islandi“, 1. og 2. útgáfu. - Nokkur gögn úr
fórum drs. Gunnlaugs Claessen.
Frú Anna la Cour, dóttir drs. Gunnlaugs, búsett í Kaupmannahöfn, sendi Lands-
bókasafni handrit föður síns að Ryíntgendiagnostik hans o. fl.