Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1972, Page 13
LANDSBÓKASAFNIÐ 1971
13
Á fundinum var gengiö formlega frá stofnun sambandsins og lögð fram og sam-
þykkt lög þess. Formaður var kosinn J. P. Clavel, sá er fyrr var nefndur.
Á fundinum urðu albniklar umræður um það, hver verða skyldu fyrstu viðfangs-
efni sambandsins, auk þess sem flutt voru og rædd erindi um skipti á doktorsritgerð-
um milli landa og samvinnu um skráningu og vandkvæði hennar. Vakin var athygli
á, að Unesco hefði átt frumkvæði að því, að árið 1972 yrði ár bókarinnar, og hvatt
til, að þess yrði minnzt með ýmsum hætti sem allra víðast.
Þ.IÓÐARBÓKHLAÐA í síðustu Árbók var horfið frá þjóðarbókhlöðumálinu, er borg-
arráð Reykjavíkur hafði á fundi sínum 30. júlí 1971 samþykkt
fyrirheit um allt að 20.000 mr lóð við Birkimel og Hringbraut. Þar sem segja mátti,
að byggingarnefnd hefði þá fyrst fast land undir fótum, lét hún brátt til skarar skríða.
Upp úr fundum, sem nefndin átti í lok septembermánaðar með ýmsum aðilum,
arkitektum og verkfræðingum, samdi hún áætlun, er rædd var við Magnús Torfa
Olafsson menntamálaráðherra 1. október, en síðan var að ósk ráðherra lögð skrif-
lega fyrir menntamálaráðuneytið í bréfi byggingarnefndar, dags. 2. október 1971.
í þeirri áætlun er t. a. m. gert ráð fyrir því, að íslenzkir arkitektar teikni bókhlöð-
una, en brezkur arkitekt, sérfróður um þá húsgerð, er hér um ræðir, verði hins vegar
ráðunautur.
Magnús Torfi Ólafsson menntamálaráðherra svaraði byggingarnefnd bréflega 7.
október 1971 og segir þar, að menntamálaráðuneytið samþykki fyrir sitt leyti, að
byggingarnefnd viðhafi þau vinnubrögð við undirbúning byggingarframkvæmda, sem
í bréfi nefndarinnar til ráðuneytisins 2. október 1971 greinir.
Þegar hér var komið, brá svo við, að Arkitektafélag Islands beindi þeim tilmæl-
um til menntamálaráðherra í bréfi til hans 5. nóvember 1971, að hann tæki þjóðar-
bókhlöðumálið til endurskoðunar, en stjórn félagsins hafði á sínum tíma bent á þá
leið, að efnt yrði til samkeppni meðal arkitekta um teikningu bókhlöðunnar. Bygg-
ingarnefnd þjóðarbókhlöðu gerði hins vegar allt frá öndverðu ráð fyrir annarri lausn,
og skýrði nefndin stjórn Arkitektafélagsins frá afstöðu sinni bréflega 23. febrúar 1971.
Þar eð byggingarnefnd var aldrei í vafa um, að staðið yrði við þær heimildir, er
henni voru veittar í fyrrnefndu bréfi menntamálaráðherra 7. október 1971, hélt hún
ótrauð áfram nauðsynlegum viðbúnaði og gaf t. a. m. út seint á árinu skýrslu og
forsögn um þjóðarbókhlöðu, 43 blaðsíður alls, en höfundar voru úr Landsbókasafni
auk min deildarstjórarnir Ólafur Pálmason og Grímur M. Helgason og úr Háskóla-
bókasafni Einar Sigurðsson, er gegndi árið 1971 embætti háskólabókavarðar í or-
lofi drs. Björns Sigfússonar.
Magnús Torfi Ólafsson menntamálaráðherra svaraði fyrrnefndu erindi Arkitekta-
félags íslands frá 5. nóvember 1971 í bréfi til félagsins 8. febrúar 1972, þar sem
segir m. a., að menntamálaráðuneytið sjái „ekki ástæðu til með tilliti til allra að-
stæðna og málavaxta að hverfa frá fyrri ákvörðun um, að byggingarnefnd þjóðar-