Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1972, Page 13

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1972, Page 13
LANDSBÓKASAFNIÐ 1971 13 Á fundinum var gengiö formlega frá stofnun sambandsins og lögð fram og sam- þykkt lög þess. Formaður var kosinn J. P. Clavel, sá er fyrr var nefndur. Á fundinum urðu albniklar umræður um það, hver verða skyldu fyrstu viðfangs- efni sambandsins, auk þess sem flutt voru og rædd erindi um skipti á doktorsritgerð- um milli landa og samvinnu um skráningu og vandkvæði hennar. Vakin var athygli á, að Unesco hefði átt frumkvæði að því, að árið 1972 yrði ár bókarinnar, og hvatt til, að þess yrði minnzt með ýmsum hætti sem allra víðast. Þ.IÓÐARBÓKHLAÐA í síðustu Árbók var horfið frá þjóðarbókhlöðumálinu, er borg- arráð Reykjavíkur hafði á fundi sínum 30. júlí 1971 samþykkt fyrirheit um allt að 20.000 mr lóð við Birkimel og Hringbraut. Þar sem segja mátti, að byggingarnefnd hefði þá fyrst fast land undir fótum, lét hún brátt til skarar skríða. Upp úr fundum, sem nefndin átti í lok septembermánaðar með ýmsum aðilum, arkitektum og verkfræðingum, samdi hún áætlun, er rædd var við Magnús Torfa Olafsson menntamálaráðherra 1. október, en síðan var að ósk ráðherra lögð skrif- lega fyrir menntamálaráðuneytið í bréfi byggingarnefndar, dags. 2. október 1971. í þeirri áætlun er t. a. m. gert ráð fyrir því, að íslenzkir arkitektar teikni bókhlöð- una, en brezkur arkitekt, sérfróður um þá húsgerð, er hér um ræðir, verði hins vegar ráðunautur. Magnús Torfi Ólafsson menntamálaráðherra svaraði byggingarnefnd bréflega 7. október 1971 og segir þar, að menntamálaráðuneytið samþykki fyrir sitt leyti, að byggingarnefnd viðhafi þau vinnubrögð við undirbúning byggingarframkvæmda, sem í bréfi nefndarinnar til ráðuneytisins 2. október 1971 greinir. Þegar hér var komið, brá svo við, að Arkitektafélag Islands beindi þeim tilmæl- um til menntamálaráðherra í bréfi til hans 5. nóvember 1971, að hann tæki þjóðar- bókhlöðumálið til endurskoðunar, en stjórn félagsins hafði á sínum tíma bent á þá leið, að efnt yrði til samkeppni meðal arkitekta um teikningu bókhlöðunnar. Bygg- ingarnefnd þjóðarbókhlöðu gerði hins vegar allt frá öndverðu ráð fyrir annarri lausn, og skýrði nefndin stjórn Arkitektafélagsins frá afstöðu sinni bréflega 23. febrúar 1971. Þar eð byggingarnefnd var aldrei í vafa um, að staðið yrði við þær heimildir, er henni voru veittar í fyrrnefndu bréfi menntamálaráðherra 7. október 1971, hélt hún ótrauð áfram nauðsynlegum viðbúnaði og gaf t. a. m. út seint á árinu skýrslu og forsögn um þjóðarbókhlöðu, 43 blaðsíður alls, en höfundar voru úr Landsbókasafni auk min deildarstjórarnir Ólafur Pálmason og Grímur M. Helgason og úr Háskóla- bókasafni Einar Sigurðsson, er gegndi árið 1971 embætti háskólabókavarðar í or- lofi drs. Björns Sigfússonar. Magnús Torfi Ólafsson menntamálaráðherra svaraði fyrrnefndu erindi Arkitekta- félags íslands frá 5. nóvember 1971 í bréfi til félagsins 8. febrúar 1972, þar sem segir m. a., að menntamálaráðuneytið sjái „ekki ástæðu til með tilliti til allra að- stæðna og málavaxta að hverfa frá fyrri ákvörðun um, að byggingarnefnd þjóðar-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.