Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1972, Qupperneq 130

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1972, Qupperneq 130
130 SIGURÐUR ÞÓRÐARSON TÓNSKÁLD ekki langa dvöl hverju sinni, og varð námið því stopulla en Sigurður hefði kosið. Loks dró að því, að réttara þótti að pilturinn sneri sér að hagnýtara námi. Hann geröist nemandi í Verzlunarskóla Islands og lauk þaðan prófi vorið 1915. Ekki lagði hann þó tónlistina alveg á hilluna, því að þá um veturinn stjórnaði hann kór í fyrsta sinni, en það var tvöfaldur kvartett og blandaður kór úr hópi nemenda Verzlunar- skólans, sem þá æfði og söng undir leiðsögu Sigurðar. Að loknu burtfararprófi leið ár við verzlunar- og bankastörf, en jafnframt voru tómstundirnar notaðar til tón- listarnáms. Meðal kennara hans þetta ár voru þeir Páll Isólfsson, sem kenndi Sigurði að leika á harmoníum, og Þórarinn Guðmundsson, sem sagði honum til í fiðluleik. Báðir áttu þeir, Páll og Þórarinn, eftir að verða samstarfsmenn Sigurðar um langt skeið síðar á lífsleiðinni. Páll hafði verið við nám í Leipzig, en var þetta ár heima í hvíldarleyfi. Hann hvatti Sigurð til að verða sér samferða utan, og varð það úr, að þeir félagar, ásamt Jóni Leifs, héldu til Leipzig árið 1916. Heimsstyrjöldin fyrri var þá í algleymingi, og reyndi því talsvert á áræði hins unga manns og févana, að stefna að námi í styrj aldarlandi. Áræði vissi ég aldrei að Sigurð skorti, og þá ekki að þessu sinni. Með þrjú þúsund krónur, sem hann hafði fengið að láni, lagði hann upp til tveggja ára námsdvalar við Tónlistarháskólann í Leipzig. Sigurður stundaði námið af kappi, en að tveim árum liðnum og tæmdmn sjóði hélt hann heim, því að námslán lágu ekki á lausu í þá daga. Var það Sigurði þung raun, að eiga þess ekki kost að fræðast og þroskast frekar en orðið var við þennan ágæta skóla. Kennarar Sigurðar munu hafa haft á honum mikið álit, og hefur dr. Páll Isólfsson sagt frá því, að fiðlu- kennari Sigurðar, Hans Sitt, sem var frægur prófessor í sinni grein, hafi harmað það mjög, að hann skyldi þurfa að hverfa frá námi svo snemma. Heimkominn hvarf Sig- urður að skrifstofustörfum, en kenndi einnig um stutt skeið söng í Miðbæjarskólanum og Kvennaskólanum í Reykjavík. Hauslið 1923 hófst sá þáttur í ævistarfi Sigurðar, sem fyrst aflaði honum vinsælda með þjóðinni og síðar har hróður hans víða um lönd. Þá hófst söngstjórastarf hans fyrir alvöru, er hann gerðist söngstjóri karla- kórsins Þrasta í Iiafnarfirði, en þeim kór sljórnaði hann til vorsins 1926. Ekki var í þá daga jafn auðvelt og nú að komast milli Reykjavíkur og Hafnarfjarðar, og gat því verið þreytandi til lengdar að þurfa að stunda söngæfingar þar syðra að loknu dagsverki. Sigurður fékk því þá hugmynd að stofna nýjan karlakór í höfuðborginni. Um þetta sagði Sigurður í afmælisviðtali í Tímanum, er hann varð sjötugur: „Það gekk vel að stofna kórinn, ég leitaði til nokkurra söngmanna hér í bæ, og þeir sögðu svo kunningjum sínum frá þessu. Það má segja, að þetta hafi gengið mjög vel, í fyrsta lagi þar sem mikill áhugi var fyrir söng í hænum og í öðru lagi þá var ekki margt hægt að gera sér til skemmtunar.----Um langan tíma voru mestu erfiðleik- arnir hjá okkur að fá húsnæði til æfinga. Stundum þurftum við að æfa á tveim stöðum sama kvöldið, þ. e. a. s. að skipta um stað á miðri æfingu. Oft var húsnæðið svo kalt, að við urðum að æfa í frökkunum og með trefla.“ Karlakór Reykjavíkur var stofnaður 3. janúar 1926. Húsnæðisskortur og aðrir byrjunarörðugleikar hrinu hvorki á áhugasömum kórfélögum né einbeittum söngstjór-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164
Qupperneq 165
Qupperneq 166
Qupperneq 167
Qupperneq 168
Qupperneq 169
Qupperneq 170
Qupperneq 171
Qupperneq 172
Qupperneq 173
Qupperneq 174
Qupperneq 175
Qupperneq 176
Qupperneq 177
Qupperneq 178
Qupperneq 179
Qupperneq 180
Qupperneq 181
Qupperneq 182
Qupperneq 183
Qupperneq 184
Qupperneq 185
Qupperneq 186
Qupperneq 187
Qupperneq 188
Qupperneq 189
Qupperneq 190
Qupperneq 191
Qupperneq 192
Qupperneq 193
Qupperneq 194
Qupperneq 195
Qupperneq 196
Qupperneq 197
Qupperneq 198
Qupperneq 199
Qupperneq 200

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.