Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1972, Side 148

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1972, Side 148
148 CLARENDON PRESS OG KENNETH SISAM hjá Oxford University Press. Olli því bæði mannekla og pappírsekla. Það voru feikna-verkefni, sem fyrir lágu í lok annars áratugar aldarinnar. En á miðjum næsta áratugi var nokkuð tekið að grynna á, og þó enn harla þungt fyrir fæti. Þá gaf Clarendon Press út Oxford Book oj Scandinavian Verse, 1925, er þeir Sir Edmund Gosse og Sir William Craigie höfðu gert úr garði. Sir Edmund annaðist þar um Danmörk, Noreg og Svíþjóð, en Sir William um Island. Ritgerð hans urn íslenzkan skáldskap er að vonum prýðileg, og þau orð í kvæðunum, sem helzt var að óttast að yrðu erlendum lesendum torskilin, skýrir hann neðanmáls — og ekki á ensku, lieldur íslenzku. Þann háttinn mundi vart nokkur annar maður hafa valið. En skemmtilegri er hann. Vorið 1927 komu samtímis út tvær kennslubækur í íslenzku, fornmálinu og nútíð- armáli: Introduction to Old Norse, eflir E. V. Gordon, og Primer of Modern Ice- landic, eftir Snæbjörn Jónsson - fyrsta kennslubókin í nýja málinu, svo talizt gæti. Sisam lét sér mjög annt um að kynna báðar þessar bækur. Fyrir meðalgöngu þess er þetta ritar tókst dr. Björn Þórðarson á hendur önd- verðlega á árinu 1941 að semja ritgerðarkorn um ísland, og skyldi það birtast í smáritaflokknum Oxford Pamphlets, er þá var verið að gefa út. Sir William Craigie lofaði að þýða. Þegar þeir í Oxford (Sir Arthur Norrington eða Sisam; man ekki hvor) lásu handritið, þótti þeim ritgerðin of merkileg til þess að láta hana í smáritaflokkinn og ákváðu, að hún skyldi gefin út alveg sjálfstæð og með nokkru veglegri frágangi. Fleirum virtist geðjast hún vel. The Times flutti greinagóðan ritdóm um bæklinginn og vakti síðar alhygli á honum tvisvar með lof- samlegum ummælum, ber það þó sjaldan við, að það hlað geti nokkurrar bókar oftar en einu sinni. Þess má geta hér, að Pétur Benediktsson rakst á bæklinginn í glugga bókaverzlunar austur í Teheran og sagði, að sér hefði þótt gaman að. Rit- gerðin nefndist Iceland Past and Present. Oxford University Press gaf hana aftur úl í nýrri og nokkuð breyttri útgáfu 1945 og leyfði síðan þriðju útgáfu í Reykjavík 1953. Enn á ný er hún breytt í þeirri útgáfu. Þá hefir og Oxford University Press gefið út Origin of Icelandic Literature (1953) eftir G. Turville-Petre, Víga-Glúms sögu og Þorgils sögu og Hafliða. Enn fremur sögurnar um Grænland og fund Vínlands í þýðingu eftir Gwyn Jones. Af því sem að framan segir, er það einsætt, að í líð Guðbrands Vigfússonar hlýtur stjórn Clarendon Press að liafa verið áhugasöm um íslenzkar bókmenntir, og við sjáum, að mestan þann tíma stjórnar þar einmitt Barlholomew Price, maður sem sérstakan orðstír gat sér. Var það kannske Guðbrands mikli persónuleiki og lærdómur, sem vöklu áhugann hjá Price? Nú í bili mun ekki auðvelt að svara þeirri spurningu. En verið er að rannsaka heimildir og safna gögnum til ýtarlegrar sögu Clarendon Press, og þegar sú saga birtist - víst ekki fyrr en að nokkrum árum hér frá - fer ekki hjá því, að margt liggi ljósara fyrir. Hitt er víst, að þenna sama áhuga hafði Kenneth Sisam. En því miður hafði hann ekki sér við hönd neinn Guðbrand til þess að hrinda hugsjónum sínum í framkvæmd. Craigie var
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.