Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1972, Page 157
BOÐVAR KVARAN
UTGÁFA ÍSLENDINGABÓKAR
í OXFORD
VafalÍtið má telja, að næst því að eignast góðar og eftirsóknarverðar bækur sé
bókamönnum og söfnurum mestur fengur í hvers konar upplýsingum, er aukið geti
þekkingu þeirra og yfirsýn yfir hin ýmsu útgáfusvið. Þeir kappkosta að afla sér og
hafa við höndina helztu hókaskrár og heimildarrit um áhugaefni sín, og fjölmargir
semja sínar eigin skrár til hægðarauka og stuðnings við frekari sókn á mismunandi
fengsæl mið bókanna. Þá þykir og hlýða að vita sem hezt deili á eigin bókum, efni
þeirra og uppruna, og má segja, að þeim sé lítill sómi sýndur, þegar þar skortir á
að ráði. Geta þó slíkar athuganir stundum reynzt torveldar.
I eftirfarandi grein er gerð tilraun leikmanns til þess að draga saman upplýsingar
um sjaldgæfa bók, Islendingabók Ara Þorgilssonar hins fróða, sem talin er prentuð
í Oxford 1697. Heimildir þær, sem við er að styðjast og tekizt hefur að afla, eru
reyndar ekki miklar að vöxtum, en engu að síður að ýmsu fróðlegar. Virðist veru-
legur fengur geta verið að nánari rannsókn á ýmsu varðandi rit þetta, en hér verður
fyrst og fremst fjallað um útgáfu þess og hin prentuðu einlök, sem fréttir eru af.
Þar er fyrst til að taka, að haustið 1964 kom ég til fornbóksala eins í London og
spurðist fyrir um bækur um íslenzk efni. Var þá borin fyrir mig bók með eflirfarandi
titli og annarri áletrun á titilblaði: Arœ Multiscii schedœ de Islandia. Accedit Comm-
entarius, Et Dissertatio de Arœ Multiscii Vita & Scriptis. Oxoniœ, E Theatro Seldoni-
ano. An. Dom. MDCCXVI. Ég hafði ekki séð bók þessa áður, en þóttist muna að hafa
lesið um útgáfu Islendingabókar í Oxford næst á eflir hinni fyrstu, er Þórður biskup
Þorláksson gaf út í Skálholti 1688. Mér fannst bókin strax forvilnileg, sérstaklega
hið forna og fj ölbreytilega prentletur, sem stakk allmjög í stúf við titilblaðið. Skoð-
aði ég hana um stund, en vakti jafnframt athygli bóksalans á, að efnisyfirlit virtist
vanta. Stóð orðið Index neðst í hægra liorni öftustu blaðsíðu (192) sem ábending
um, að þannig hæfist næsta blaðsíða. Bóksalinn kvað sér þetta kunnugt, enda væri
bókin föl á vægu verði. Gengum við síðan frá kaupunum. Frekari skoðun leiddi hins
vegar í ljós, að einnig vantaði bls. 153-168.
Þegar heim kom, varð mér fyrst fyrir að leita bókarinnar í skrám „Fiske safns“
Cornell háskóla. Var hennar þar getið þannig:1