Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1972, Side 166
166
ÚTGÁFA ÍSLENDINGABÓKAR í OXFORD
4. Eintak gefið Konunglega bókasafninu í Kaupmannahöfn.
B) B. W. Luxdorph telur upp átta eintök og getur eigenda þeirra:
1. Otto Thott greifi (1703—85). Án titilblaðs. Þetta myndi vera eintakið, sem
Árni Magnússon fékk upphaflega, en gaf síðan Hans Gram (1685-1748) og
Thott keypti á uppboði að homnn látnum.
2. Terkeld Klevenfeld (1710-77). Án titilblaðs. Eintakið er komið úr bóka-
safni hertogans af Norfolk.
Eintök frá White bóksala í London, með titilblaði.
3. Próf. Hermann Treschow (1739-97).
4. Thott greifi, sem þá hefur eignazt annað eintak.
5. Konferensráð Henrik Hjelmstjerne (1715-80).
6. Konferensráð Peter Friderik Suhm (1728-98).
7. Etatsráð Peder Kofod Ancher (1710-88).
8. B. W. Luxdorph.
Þá hafa hér verið talin tólf eintök, og verður ekki séð, að þar sé neins staðar um
sama eintakið að ræða hjá tveimur eða fleiri eigendum. Hins vegar verður ekki sama
sagt um eftirtalin eintök, er síðari heimildir greina frá eða mér er kunnugt um og vel
gætu verið einhver þeirra, er að ofan getur.
1. I útgáfu Hins konunglega norræna fornfræða félags á Islendingasögum 1892
segir svo:9
íslendingabók þessi er líka prentuð að Worms tilhlutun í Oxfurðu með látinskri
útleggingu og lærðum athugasemdum, og með þessari yfirskrift: Aræ multiscii
Schedæ de Islandia, en bókin er titilblaðslaus; þar aptanvið stendr: dissertatio
de Aræ multiscii vita et scriptis, en niðrlagið vantar.
2. í útgáfu sama félags frá 1843 segir:10
Aræ multiscii Schedæ de Islandia. Accedit Dissertatio de Aræ multiscii vita et
scriptis. Oxoniæ, e theatro Seldeniano (?) 1716. 8. Titelbladet synes at være
tilföiet af en alt for driftig Boghandler, thi Bogen selv, for saa vidt den var
bleven færdig, maa være trykt henved 1696, da Udgiveren, Christen Worm,
senere Sjællands biskop, opholdt sig i Oxford. Den latinske Oversættelse var
egentlig forfattet af Arne Magnusson.
3. -6. Áður hefur verið sagt frá eintaki í Fiske safni, tveimur eintökum í British
Museum, svo og eintaki mínu.