Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1972, Blaðsíða 171

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1972, Blaðsíða 171
MERK GJÖF VESTAN UM HAF 171 tímarit á íslenzku. Þetta tvennt stendur nú í svo nánu sambandi hvað við annað, að varla var hugsandi, að annað gæti án hins þrifizt. Margt hefir verið rætt um að stofna íslenzkar nýlendur, og jafnvel gjörðar talsverðar tilraunir til þess i ýmsum héruðum þessa lands, en ekkert verulegt orðið úr því, þar til nýlenda þessi var stofnuð. Þar á móti hafa engar tilraunir verið gjörðar til að gefa út blað, en það mun þó hafa verið meðal annars augnamið Islendingafélags í Vesturheimi, er myndaðist á Þjóðhátíð íslendinga (1874) í Milwaukee að stuðla til þess.“ Það er skemmtilegt til þess að vita, að aðalhvatamaður að stofnun blaðsins og bezti stuðningsmaður þess alla tíð var Sigtryggur Jónasson, sá Islendingur, er fyrstur varð á síðari tímum til að setjast að í Kanada, í Montreal í september 1872. Sigtryggur varð síðar einn af stofnendum Lögbergs í ársbyrjun 1888 og seinna ritstjóri þess um árabil, en fyrsti ritsljórinn var Einar Idjörleifsson. Heimskringla hafði hins vegar hafið göngu sína haustið 1886 fyrir frumkvæði hugsjónamannsins Frímanns B. Arngrímssonar, en ritstjóri hennar varð brátt Eggert Jóhannsson, sá maður, er drýgstan skerf lagði til íslenzkrar blaðamennsku vestan hafs á frumskeiði hennar. Hafði Eggert, áður en hann réðst að Heimskringlu, unnið við Leif, er út kom í Winnipeg á árunum 1883-86, og brúaði þannig að kalla bilið milli Framfara, er lauk vegferð sinni snemma árs 1880, og Heimskringlu og Lög- bergs, er enn halda merkinu á loft, en þau voru sameinuð sumarið 1959. Um það þarf ekki að fjölyrða, hvers virði blöðin hafa verið íslendingum vestan hafs — og raunar Islendingum hér heima jafnframt. Blöðin hafa bundið landana saman innbyrðis og orðið til að varðveita tengsl þeirra við heimaþjóðina. Samkvæmt rannsókn eins bókavarðar í Landsbókasafni, Olafs Hjartar, á íslenzkri bókaútgáfu á árunum 1887-1966, voru prentaðar á þessu skeiði í Kanada um 970 bækur og tímarit. Þessi bókaiðja landanna vestra er stórmerkileg og segir sína sögu. Fyrir nokkrum árum fékk Landsbókasafn vestan af Snæfellsnesi tvö stór bindi með Íslendingasögum, uppskrifuðum í hjáverkum af tveimur vinnumönnum, bræðrum vestur á Fellsströnd. Annar þessara bræðra, Guðlaugur Magnússon, fluttist vestur um haf 1874 og var í stóra hópnum, er steig á land í Víðinesi sunnan Gimli 21. október 1875. Guðlaugur vakti máls á því þegar í Lögbergi 1889 [sjá Árbók Landsbókasafns 1965], að rituð yrði saga íslendinga í Vesturheimi, og reið sjálfur á vaðið með þeim þætti þeim um landnám íslendinga í Nýja íslandi, er prentaður var í Almanaki Ólafs Thorgeirssonar 1899. Það framtak Þjóðræknisfélagsins að láta nú filma blöð og tímarit íslendinga í Manitoba allt frá öndverðu er mjög lofsvert. Pappírinn í þessum blöðum mörgum er orðinn afar stökkur, svo að til þess dregur, að hlífa verður sjálfum frumritunum. Þótt Landsbókasafn eigi langmestan hluta þess, er prentað hefur verið á vegum Islendinga vestra, er því hinn mesti fengur í filmum þeim, er hér um ræðir, og þakkar að sínu leyti þeim, sem að þessari góðu gjöf standa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.