Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1955, Side 3

Frjáls verslun - 01.04.1955, Side 3
]jóst, hvaða mælikvarða á að lcggja á lcostina og brestina, eða með öðrum orðum að slá því 1‘östu, hver sé tilgangur og markmið verzlunar- innar og hagkerfis þjóðarinnar í heild. Þessi markmið geta verið tvenns konar, hagræn eða pólitísk, og eru þó oft samtvinnuð. Þegar rætt er um hagræn sjónarmið í þessu sambandi, er gengið út frá, að' tilgangur verzlunarinnar sé aðallega að afla sem mestra þjóðartekna, en póli- tíska markmiðið lýsir sér í því, að ýms innlend og erlend pólitísk sjónarmið, svo sem vígbún- aður, utanríkispólitík, stuðningur við ákveðnar stéttir o. fl., eru kitin marka stefnuna í verzlun- armálum, enda þó'tt þjóðartekjurnar kunni að' verða rýrari fyrir þær sakir. Við ákvörðun á íslenzkri verzlunarstefnu ligg- ur það í hlutarins eðli, að liagræna sjónarmiðið á að vera mestu ráðandi, þar sem við erum óvíg- búin þjóð og rekum ekki „aktiva“ utanríkispóli- tík. Þó verður ekki hjá því komizt að taka einnig nokkurt tillit til sjónarmiða, sem ekki eru að öllu leyti hagræn, til þess t. d. að fyrirbyggja, að félagslega þýðingarmikill atvinnuvegur eins og landbúnaðurinn leggist niður, eða að atvinnu- vegur, sem, verulegur hluti af þjóðarauðnum hef- ur verið bundinn í, svo sem iðnaðurinn, hrynji í rústir. Markmið íslenzkrar verzlunarstefnu ætti fyrst og fremst að vera að auka þjóðartekjur og þjóð- arauð Islendinga. I Ijósi þessa markmiðs skulum við skoða frjálsa verzlun. Af frjálsri verzlun leiðir víðtæka verkaskiptingu milh þjóða, stétta. og einstaklinga. Þetta hefur í för með sér, að fyrirtæki, atvinnu- greinar og atvinnuvegir eru staðsettir, þar sem framleiðsluskilyrðin eru bezt, þótt flutninga- möguleikar og markaðir ráði þar einnig nokkru um. Sumir hafa haldið því fram, að þetta myndi horfa til landauðnar í þeim löndum, sem hafa ekki algera framleiðsluyfirburði á neinu sviði. Það' er rangt, því að þótt fyrir kunni að finnast lönd, sem hafa öllum öðrum löndum betri fram- leiðsluskilyrði í mörgum greinum, þá munu þau einbeita sér að því verkefninu, þar sem þau hafa mesta yfirburði, en eftirláta hinum lakar settu að framleiða aðrar vörur. Dæmi um slíka verka- skiptingu þekkjum við úr daglega lifinu. Þótt forstjóri fyrirtækis sé e. t. v. betur að sér í bók- haldi en flestir aðrir, þá hefur hann samt bók- haldara í þjónustu sinni til þess að færa bækur fyrirtækisins, svo að hann geti sjálfur helgað sig því viðfangsefni, sem hann hefur mesta yfir- burði í, sem er stjórn fyrirtækisins. Afleiðing verkaskiptingarinnar milli þjóða og frjálsrar utanríkisverzlunar verður því, að á þann hátt fær þjóðin ódýrari vörur, betri vörur, meira vörumagn og aukið vöruval. Þetta hefur í för með sér auknar þjóðartekjur, meiri vel- megun og fjölbreyttari lifnaðarhætti. Auk þess eykur það samskipti, viðkynningu og vináttu þjóðanna. Þessar staðreyndir hafa almennt gildi, en ættu þó að vera. íslendiugum öðrum fremur ljósar, vegna þess hve framleiðsla okkar er einhæf. Að- alauðlindir landsins eru fiskimiðin við strend- urnar og orka vatnsfalla og heitra. hvera. Yið þurfum því að flytja iiín allan kornmat og marg- ar aðrar tegundir matvæla, sömuleið'is megnið af nauðsynlegum fatnaði, byggingarefni, kol, olíur, vélar og tæki, ef framleiðsla þjóðrinnar á ekki að stöðvast og þjóðin að geta lifað mannsæmandi lifi. Til greiðslu á þessum marg- víslega varningi verðum við að' flytja út innlenda framleiðslu, en hún er frá nátttúrunnar hendi iabrevtt, aðallega nokkrar tegundir sjávaraf- urða. Islendingum lientar því hin alþjóðlega verkaskipting flestum þjóðum betur, enda má segja, að frjáls utanríkisverzlun sé þjóðinni blátt áfram lífsnauðsyn, því að sérhverjar hömlur, sem aðrar þjóðir leggja á innflutning útflutningsvara okkar, minnka gjaldeyristekjur okkar, og þær hömlur, sem við leggjum á innflutning erlendra vara hingað til lands, gera lifsafkomu okkar verri, því að hinar erlendu vörur verða þá dýrari og vörumagnið og vöruvalið minna. Ekkert hinna áðurnefndu verzlunarkerfa, sem andstæð eru frjálsri verzlun, hafa sömu kosti til að bera. Verndartollamir og einokunin gera vör- urnar dýrari. Verzlunarhöftin og „áætlunarbú- skapurinn“ gera vöruvalið minna og vörugæðin lakari. Og öll stuðla þessi kerfi að því að mis- muna þegnunum, ýmist ívilna einni stétt á kostnað' annarrar, eða ota tota einhverra einstak- linga, en bera hag annarra fyrir borð. Það er því vafalaust, að sem frjálsust verzlun er ákjósan- legasta verzlunarfyrirkomulagið, enda þótt slíkt kerfi sé auðvitað ekki gallalaust fremur en önnur mannanna verk, «7 FR.TALS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.