Frjáls verslun - 01.04.1955, Side 9
enda reyndu eigendur námanna að nota sér að-
stöðuna til þess að' hækka gjaldið fyrir vinnsl-
una og svo verðið á vörunni. 1564 leggur kon-
ungur undir sig verzlunina á Hofsós og er þetta
glögg bending um, að' menn létu sig ekki muna
um að flytja brennisteininn þangað vestur, með-
an Hamborgarar ráku verzlun þar. Konungur
lét sér ekki vel lynda, að brennisteinsverðið
væri hækkað og vildi sporna við því, en til þess
að tryggja yfirráð sín og einokun á vöru þess-
ari, tók hann það ráð, að kaupa námurnar af
þeim bræð'rum Vigfúsi og Nikulási Þorsteins-
sonum 1563. Mun sú verzlun varla hafa verið
með öllu nauðungarlaus, en konungur lét þá
hafa sýsluvöld og jarðalén með góðum kjörum
fyrir námuréttindin, er sjálfsagt gáfu drjúgum
meiri tekjur en námurnar, meðan við naut. En
sýnt er, að synir þeirTa bræðra þóttust eiga hönk
upp í bakið' á konungi síðar og þóttu vangoldin
námuréttindin. Brennisteinsnámið var rekið' af
miklu kappi um nokkurt árabil og gaf stórkost-
legan hagnað. Er talið að hagnaðurinn af brenni-
steinsverzlun konungs 1561 hafi numið 11000
rd. Síðar hefur hann á tímabili orðið drjúgum
meiri. En er dregur fram undir 1580 er mjög
farið að draga úr framleiðslunni, efalaust sök-
um þess að námurnar hafa þá verið' famar að
tæmst. Þó eru konungi 1579 boðnir 1500 rd. í
leigu fyrir brennisteinshafnirnar nyrð'ra og 2 lest-
ir af hreinsuðum brennisteini, en honum þótti
það of lágt, vildi fá 2 þús. rd. 20 árum síðar eru
hafnirnar nyrðra leigðar fyrir aðeins 100 rd. og
brennisteinsverzlunin ekki frá skilin. Er þá sýni-
lega mjög þrotið brennisteinsnámið og þar með
að kalla tekjum öllum af brennisteinsnámi hér
lokið, þótt eitthvað' væri flutt út öðru Veifi fram
á ofanverða 17. öld.
Vér höfum þá séð nokkuð beinan þátt kon-
ungs í íslenzku verzluninni á siðara hluta 16.
aldar, en á þeim tíma rekur hann Vestmanna-
eyjaverzlunina fram að aldamótum og brenni-
steinsverzlunina og þar með mesta verzlun á
höfnum norðanlands, í Húsavík, á Akureyri og
Hofsósi fyrst um 10 ára skeið samfleytt frá 1563
—72 og svo öðru hverju síðan fram undir alda-
mótin. Hinn beini hagnaðnr af rekstri þessum
er ekki auðreiknaður, en hann hefur unnið stór-
fé, einkum framan af. Hér bætist svo við tekjur
af seldum verzlunarleyfum, 1 portúgalös eða 16
rd. af hverju skipi, en skipaganga þá enn mikil,
20—30 skip árlega. Annars verða aðalviðbrigð-
in um verzlun landsmanna yfirleitt þau, að
dregur úr samkeppni við það, að hafnirnar eru
leigðar sér, og í öðru lagi, að þrengt er að sigl-
ingu Hamborgara og annarra þýzkra. kaup-
manna, en í stað'inn koma danskir kaupmenn
á ýmsum stöðum, margir vanmáttugir til verzl-
unar.
Kærumál
Það er augljóst mál, að landsmenn kenndu
hin illu umskipti er í verzluninni verða eftir
1560 hinum dönsku kaupmönnum, en drógu
taum Þjóðverja. Brýzt gremjan yfir þessu
ástandi út á árunum 1573—74, einmitt þeg-
ar deila konungs og Hamborgara er að kom-
ast á það stig, að konungur bannar þeim alla
verzlun hér 1574—79 sem fyrr segir; en tilefnið
var eigi sízt gremja yfir verzlunarháttum Mark-
úsar Hess, er tekið hafði norðuriandshafnir
(brennisteinshafnirnar) árið áður, 1572. Gengust
þeir Guðbrandur biskup Þorláksson og Jón lög-
maður Jónsson fyrir þessu. Á alþingi 1576 er
enn kvartað um „ótilbærilegan kaupskap og
vonda vöru, já smíðað fals hér verður af kaup-
mönnum innflutt“, og er hér vitnað til kaup-
túna, er þá voru í höndum danskra kaupmanna,
m. a. Markúsar Hess (Hafnarfj.). Eigi verður
séð, að kærum þessum væri neinn gaumur gef-
inn, en þó mætti ætla, að verzlunarleyfi, sem
Hólabiskup fékk 1579 og 1580, hafi átt að draga
úr óánægju þessari. 1579 fær Eggert Hannes-
son einnig verzlunarleyfi, en að hvorugu varð
gagn. Skip Guðbrands biskups fórst 1581, en
Eggert fór alfarinn héðan af landi 1580 og not-
að'i ekki leyfið, nema hann hafi gert það í fé-
lagi við Hamborgara og ef til vill hefur hann
aðeins verið leppur þeirira, þótt annars væri
hann stórauðugur maður. Staðarhóls-Páll fær
síðar, 1589, Flateyjarverzlun, en líkast til var
hér um e. k. leppmennsku að ræða. Dæmi þessi
um verzlunarleyfi fengin íslenzkum mönnum
bera reyndar vott um það, að konungur hefur
í sjálfu sér ekki amazt við því, að Islendingar
ætti þátt í verzluninni, jafnvel talið heppilegt
vegna framkominna kærumála landsmenna, að
binda þá sjálfa í málið á þennan hátt. En eins
og fyrr var sagt, voru leyfi þessi lítt eða ekki
notuð. Brejdti það og engu um þá staðreynd,
sem mestu máli skipti, að konungur hafði nú
náð algerum yfirráðum um verzlun Islands, svo
að engum, hvorki landsmönnum né hinum er-
FRJALS VEUZLUN
33