Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1955, Qupperneq 16

Frjáls verslun - 01.04.1955, Qupperneq 16
í hinum stærri verstöðvurn, gátu ekki risið þar upp bæir. íbúar verstöðvanna urðu, eins og aðrir landsmenn, að byggja lífsafkomu sína fyrst og fremst á landbúnaðinum, og vegna mjög takmarkaðrar gjaldgctu að búa sem mcst að sínu. Heimiiisiðnaðurinn stóð því föstum fótum enn um langt skeið. Af framangreindum sökum og fleiri ástæðum (m. a. fæðar landsbúa og féleysis) gátu kaupstaðirnir, sem stofn- aðir voru 1786, engurn þroska náð, þrátt fyrir þá fyrir- greiðslu, sem íbúum þeirra var heitin, að Rcykjavík einni undanskilinni, er smám saman komst til nokkurs vaxtar og viðgangs. Árið 1807, er fyrst fór fram endurskoðun á verzlunar- skipaninni frá 1786, voru tveir kaupstaðanna, Vcstmanna- eyjar og Grundarfjörður, aftur sviptir kaupstaðarréttindum og skyldu nú teljast til löggiltra verzlunarstaða, enda hafði fremur orðið afturför en framför á þeim stöðum í þau 20 ár, sem þeir höfðu haft kaupstaðarréttindi. Árið 1816, er nokkuð var slakað á siglingahömlunum (sbr. síðar), var Grundarfjörður aftur gerður að kaupstað en Isafjörður bins vegar tekinn úr tölu kaupstaða. — Var sú breyting gerð vegna legu þessara hafna við siglingaleiðum, en erlendum kaupförum, sem nú var leyft að sigla hingað, var skylt að vitja fyrst einhverrar kaupstaðarhafnar til að sýna skilríki sín. Árið 1816 voru auk kaupstaðanna fjöguna, eftirtaldir 19 löggiltir verzlunarstaðir á landinu: / suburamtinu: Hafnarfjörður, Keflavík, Eyrarbakki og Vestmannaeyjar. / norður- og austuramtinu: Berufjörður, Vopnafjörður, Húsavík, Hofsós og Skagaströnd. / vestur- amtinu: Reykjarfjörður, ísafjörður, Dýrafjörður, Bíldudalur, Patreksfjörður, Flatey, Stykkishólmur, Ólafsvík, Stapi og Búðir. Árið 1834 skipaði konungur nefnd (erindisbréf dags. 3. maí),11) er skyldi m. a. taka til yfirvegunar verzlunar- löggjöf landsins og í samráði við rentukammerið gera til- lögur um breytingar á ýmsum tilteknum atriðum hennar. Tilefni þessarar nefndarskipunar voru margs konar umkvart- anir um skipan verzlunarinnar og verzlunarhagina, sem borizt höfðu frá fastakaupmönnum, lausakaupmönnum og ýmsum öðrum.12) Niðurstöður þær, er atliugun þessi leiddi í ljós, styrktu aðeins konung í þeirri sannfæringu hans, að grundvallar- stefna verzlunarlöggjafarinnar væri enn hin hagkvæm- asta.13) Hún þarfnaðist aðeins nokkurra breytinga, er mið- 11) Lovsaml. X., bls. 459—463 og 487—490. 12) í nefndinni átti sæti einn íslendingur, Bjarni amt- maður Þorsteinsson, en hann hafði verið ritari verzlunar- nefndarinnar, sem starfaði 1816. I nefndinni sat og Krieger stiftamtmaður. 13) Lovsaml. X., bls. 823. uðu að því að efla „verzlunarfrelsið“ í samræmi við aðstæð- urnar. Varðaði sú breyting fyrst og fremst rnuninn á rétt- arstöðu kaupstaða og Iöggiltra verzlunarstaða. Eftir að konungur hafði leitað álits dönsku fulltrúaþing- anna unt málið, gaf hann út opið bréf, 28. des. 1836,14) þar sem boðið var, að hætt skyldi að gera greinarmun á kaupstöðum og löggiltum verzlunarstöðum, en Reykjavík skyldi þó áfram nefnast kaupstaður. — Hafði verzlunar- stöðum þá fjölgað um tvo frá 1816, Siglufjörð og Raufar- höfn t norður- og austuramtinu, en Önundarfjörður var korninn í stað Stapa í vesturamtinu. Verzlunarstaðirnir skyldu nú njóta allra þcirra réttinda og „fríheita“, sem kaupstaðirnir höfðu haft, að öðru leyti en því, að ákvæðin um undanþágu frá sköttum, útlilutun ókeypis byggingarlóða og fyrirgreiðslu við húsbyggingar féllu úr gildi. Ákvæðin um skattundanþágu höfðu síðast verið framlengd með rentukammersúrskurði frá 23. des. 1823 þá til 20 ára.15) Allir, sem hlotið höfðu þau fríðindi, skyldu þó halda þeim, þar til 20-ára tímabilið væri út- runnið. Þessi breyting lciddi til nokkurrar slökunar á siglinga- hömlunum. Lausakaupmönnum var nú frjálst að sigla beint til hvaða löggilts verzlunarstaðar, sem þcir óskuðu. Hins vegar máttu lausakaupmenn ekki reka verzlun nema 4 vik- ur á livcrjum stað eins og áður, en þeim tíma gátu þeir nú skipt eftir vild og siglt til annarra staða. Verzlunarlög-g-jöfin 1786—’87 í framhaldi af konungsúrskurði og opnu bréfi frá 1786 um afnám einokunarverzlunarinnar gaf konungur út til- skipun árið 1787, 13. júlí.16) Voru þar sett ýmis nánari og fyllri ákvæði en 1786 um skipan verzlunarinnar, sigl- ingarnar og opinberan stuðning við atvinnuvegina auk sér- stakra fyrirmæla um rnörg einstök atriði varðandi þessi mál. í opnu bréfi frá 1786 lýsti konungur yfir þcini vilja sínum, að íslendingar mættu sem fyrst sjálfir fá nokkra hlutdeild í verzluninni, og í tilskipuninni frá 1787, að hin íslenzka verzlun skyldi þaðan í frá vera eins frjáls og ástæð- ur frekast leyfðu.17) — Fögnuðu allir þjóðhollir íslending- ar, sem og þeir erlendir menn, er stutt höfðu málstað ís- lenzku þjóðarinnar, hinni nýju skipan. En hún reyndist ekki eins hagkvæm og happasæl fyrir landsmenn og vonir stóðu til. Aðalhömlurnar á verzluninni, samkv. löggjöfinni frá 1786 og 1787, fólust í eftirtöldum ákvæðum: 1. Að einungis þegnar Danakonungs máttu reka verzl- un hér á landi. 14) Lovsaml. X., bls. 824—843. 15) Lovsaml. VIII., bls. 490—492. 16) Lovsaml. V., bls. 417—462. 17) Lovsaml. V., bls. 434. 40 FRJÁLS VERZLUN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.