Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1955, Síða 18

Frjáls verslun - 01.04.1955, Síða 18
hendur með haustferð póstskipsins, gert nauðsynlegar ráð- stafanir til hjálpar. Þetta eftirlitskerfi hlaut að vera þungt í vöfum, og bæði erfitt og kostnaðarsamt að senda hingað vörur scint á haust- um. Skortur á erlendri nauðsynjavöru, bæði til neyzlu og framleiðslu, var eft'r sem áður landlæg plága, lífsafkomu landsmanna hmn mesti fjötur urn fót. Þrátt fyrir þann þrönga stakk, sem hinni ,,frjálsu“ verzl- un var skorinn með framangrcindum lagaboðum, breyttust verzlunarhættinrr mjög til batnaðar fyrstu árin. Verðlagið á innfluttum og útfluttum vörum batnaði cða breyttist landsmönnum í hag til mikilla muna. Þó var verðlagsskráin, sem sett var 1776, þeim miklu hagstæðari cn sú, er áður hafði gdt. Verzlunin hér innanlands glæddist, og atvinnu- vegirnir færðust í betra horf. Þótti bað bera vott um bættan hag landsmanna, að þjóðinm, sem hafði fækkað um 5.664 manns á síðustu 18 árum fyrir 1785, fjölgaði frá því ári fram til ársms 1796 úr 40.623 í 44.500, eða um 3.913 manns, þ. e. 9.6%. Mestan þátt í hinu bætta verzlunarárferði áttu lausa- kaupmenn, er nú tóku að sigla til landsins og keppa við föstu verzlanirnar. Var sá skilmngur lagður í verzlunarlög- in, að þrr mættu hafna sig á Islandi, hvar sem beir vildu, senda vörur sínar hvert á land, sem væri, og fá kunningj- um sínum þær vörur til varðveizlu, sem óseldar væru að hausti, cn þeir mættu selja þær, ef því væri að skipta. — Svcitaverzlunin varð mjög vinsæl og reyndist gagnleg. Eru sveitakaupmenn taldir hafa verið bjargvættir sveitanna. Nýjar hömlur 1792— 93 Kaupmenn þeir, sem liér höfðu fastar verzlanir, höfðu flestir starfað við konungsverzluivna og keypt hús hennar og vöruleyfar. Töldu þcir sig ekki geta staðið í skilum mcð kaupverðið, cf þeir yrðu að sæta hömlulausri samkeppni lausakaupmanna, og hófu ákærur á hcndur þeim og íslend- ingum fyrir ólöglega vcrzlun. Af því tilcfni gaf rcntu- kammerið út tvö opin bréf, 1. júní 1792 og 23. apríl 1793,19) byggð á úrskurðum konungs og þeim forscndum, að Iaga- boðin frá 1786 og 1787 hefðu venð rangfærð og skipan verzlunarinnar samkvæmt þeim misnotuð. Með hinum nýju reglum, sem taldar voru túlkun á ákvæðum löggjafarinnar frá 1786 og 1787, var stcfnt að því að einskorða verzlunina sem mcst við kaupstaðina og hlúa að konungskaupmönnum, en þröngva hag nýliðanna í kaup- mannastett og þrcngja svigrúm lausakaupmanna. Auk þess var verzlun bænda (sveitaverzlun) bönnuð með öllu. Kaupmenn þeir, sem reka vildu verzlun á íslandi, urðu sjálfir að vera búsettir í einhverjum kaupstaðanna, eða hafa þar busettan verzlunarfulltrúa (faktor) með borgararéttind- 19) Lovsaml. VI., bls. 27—29 og 109—jjj, um, rcisa þar byggingar og rcka verzlun allt árið. Gaf það þcim einnig rétt til að verzla í „útkaupstað" eða löggiltum vcrzlunarstað í umdæmi kaupstaðarins. Hins vegar máttu þcir ckki vcrzla utan umdæmisins, ncma sem lausakaup- menn um borð í skipi. Engir aðrir en þeir, sem fengið höfðu borgararétt t:l verzlunar í landinu, máttu rcka hér verzlun, ncma sem lausakaupmenn. Eins og áður greinir, urðu lausakaupmcnn að taka land í einhverjum kaupstað til að sýna skilríki sín, en að því loknu máttu þeir sigla til hvaða hafnar, sem var, og verzla þar, en bó ekki lengur en fjórar vikur á hverjum stað. í framangreindum bréfum rentukammersins er lausa- kaupmönnum stranglcga bannað að vcrzla á höfnum eða víkum utan hinna löggiltu verzlunarstaða og að reisa hús cða hafa bækistöð af nokkru tagi í landi. Þcir máttu ekki heldur setja verzlunarfulltrúa í sinn stað og því síður fá bændur eða aðra til að reka fyrir sig verzlun að vetrinum. — Bændum var nú bannað að verzla heima hjá sér. Borgara- bréf, sem bændum hafði ver:ð vcitt, skyldu ónýtt, nema þeir settust að í kaupstað, og framvegis mátti ekki veita þeim borgarabréf. Aflciðingar þessarar skerðingar á frjálsræði í verzluninm innanlands sagði fljótt til sín og þótti mjög sækja í fyrra horf um verzlunarhættina. Siglingarnar minnkuðu aftur, vöruskortur hélt innreið sína að nýju og vöruverðið varð óhagstæðara fyrir landsmenn en það hafði verið um sinn, enda bundust kaupmenn samtökum um verðlagið. — Á árunum 1788—92 (5 ár) sigldu hingað tæplega 59 skip á ári að meðaltali, en rúmlega 46 á árunum 1793—96 (4 ár). Voru skipakomurnar því um 21% færri seinna tímabilið en það fyrra, og lestatala skipanna hafði minnkað um 17%. Óskir um fullt verzlunarfrelsi 1795 íslcndingar brugðust þannig við þessum óhagfelldu um- skiptum í vcrzluninni, að þeir sendu konungi bænarskrá, er samin var á Alþingi 1795 og undirrituð af flestum máls- mctandi cmbættismönnum landsins, studd ýmsum gögn- um um verzlunarfanð, I bænarskránni var þcss farið á leit, að verzlunin yrði gcfin frjáls við allar þjóðir. Jafnframt voru bornar fram rökstuddar umkvartanir um hinar stórfelldu misfellur, sem áttu sér stað í verzlunarháttunum. Var kaupmönnum bonn illa sagan, svo sem þeir höfðu til unnið, m. a. með fölsun á vog og mæli og annarri sviksemi. Aðal umkvartanirnar voru þcssar: 1. Að verðlagið væri óbærilegt, gífurlega hátt á innflutt- um vörum, en útilhlýðilega lágt á vörum landsmanna. 2. Að mikill hluti varanna væri skemmdur eða lélegur. 3. Að stórkostlegur skortur væri á nauðsynjavöru, svo sem mjöli, járni, timbri og færum. FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.