Frjáls verslun - 01.04.1955, Page 19
4. Að brennivím, tóbaki og öðrunt óþarfa varningi væri
þröngvað að landsmönnum.
5. Að peningar væru ófáanlegir í verzlunum, nema þá
með miklum afföllum.
Landsmenn fengu enga áheyrn, brátt fynr skeleggan
málflutning, enda er talið, að beir hafi þá átt fáa talsmenn
erlendis, en kaupmenn marga. Umkvörtununum var vísað
á bug með ýtarlegum konungsúrskurði frá 29. sept. 1797,20)
þar sem einstök atriði þeirra voru metin og vegin, cn flest
léttvæg fundin. En sá dómur virðist á næsta veikum rök-
um reistur, svo ekki sé meira sagt.
Varðandi óskir landsmanna um fullt verzlunarfrélsi lvsti
konungur yfir því, að ekki væri unnt að verða við þeim,
bar eð aðstæðurnar hefðu ckkert breytzt frá 1787. Auk
þcss hefði þegnum konungs verið veittur réttur til verzl-
unar á Islandi um 20 ára skeið, án bátttöku begna annarra
ríkja. Á þeirri skipan væri engá breytingu hægt að gera,
nema brotinn væri réttur á þegnunum. — Hlaut þessi ótví-
ræða afstaða konungs um sinn að girða fyrir frekari t'l-
raunir Islendinea til að öðlast almennt verzlunarfrelsi.
Konungur lét ekki hjá líða að veita embættismönnum
þeim, cr skrifað höfðu undir bænarskrána, harðar ávítur og
á suma þá menn, er aðallega höfðu veitt málinu forgönCTu,
lagði hann fæð, svo að við lá embættissviptingu. — En
kauomenn höfðu fengið nýjan byr í seglin.
Hið eina, sem landsmenn höfðu upp úr krafsinu, var
það, að með opnu bréfi rentukammersins frá 29. sept. I79721)
var reynt að tryggja þeim að nokkru vog og mæli. F.innig
var Iagt fyrir kaupmenn á Norður- og Vesturlandi, þar sem
mest var hætta á, að samgöngur gætu teppzt fram eftir
sumrum vegna hafíss, að hafa jafnan forða af nauðsynja-
vöru. (Áður höfðu raunar verið sett ýtarleg fyrirmæli um
vörubirgðir kaupmanna og eftirlit yfirvalda með þeim, sbr.
hér að framan).
Verzlunarlöggjöfin endurskoðuð 1807
Áður en það 20-ára tímabil var á enda, sem verzlunin
við fsland naut gjaldfrelsis, samkvæmt verzlunarskipaninni
fra 1786, var nauðsynlegt að taka ákvörðun um það, hvort
hún skyldi verða þcirra fríðinda aðnjótandi áfram, eða brevt-
íngar þar á gerðar. Með opnu bréfi rentukammersins, dags.
22. apríl 1807,22) voru ákvæðin um gjaldfrelsið framlcngd
um óákvcðinn tíma. (Sbr. ennfr. kaflann um kaupstaði og
vcrzlunarstaði hér að framan).
Verzlunin á ófriðarárunum 1807—’14
Þetta sama ár flæktust Danir í Norðurálfuófriðinn, sem
þa geisaði, og attu í ófriði við Englcndinga um 7 ára skeið,
20) Lovsaml. VI., bls. 290—304.
21) Lovsaml. VI., bls. 289—290.
22) Lovsaml. VII., bls. 116—121.
1807—'14. Á þeim tíma gátu þeir lítt sinnt verzluninni við
ísland, cnda voru Englendingar einráðir á hafinu. Urðu Is-
lendingar því að spila mest á eigin spýtur. Það var ein-
göngu fyrir ötulleik og árvekni nokkurra forystumanna ís-
lenzkra25) og velvilja Englendinga, að siglingar til landsins
lögðust ekki með öllu niður. En vöruskorturinn, sem oft á
undanförnum ófriðarárum hafði sorfið fast að þjóðinni, færð-
ist enn mjög í aukana, svo til neyðarástands leiddi.
Er friður var loks saminn 1814, urðu Danir áð sæta
þungum kostum, m. a. að láta Noreg af hendi við Svía-
konung, en Svíar höfðu gengið í lið með andstæðingum
Dana. Verzlun og siglingar Danmcrkur og allur efnahag-
ur hafði komizt í mesta öngþveiti á ófnðarárunum. Þar við
bættist gífurleg verðbólga og gjaldeyrishrun,2'*) Svo að segja
rnátti, að cfnahagslíf dönsku þjóðarinnar kærnist allt á ring-
ulreið. Þegar að því kom að reisa úr rústunum, gleymdist þá
ekki heldur hin forna tekjulind, Islandsverzlunin, sem Dan-
ir höfðu litlar nytjar haft af um stund, en máttu nú sízt
án vera, þegar flest var tapað.
Það lét því að líkum, að enn blési ekki byrlega fyrir
íslendingum í baráttunni fyrir fullu verzlunarfrelsi. Þeir,
sem gengu þar fram fyrir skjöldu, áttu og við ramman reip
að draga heima fyrir, skilningsleysi og vantrú margra sam-
landa sinna. Fjölmargir íslendingar, þar á meðal málsmet-
andi menn, gegnir og greindir, höfðu hina mestu ótrú á
frjálsri verzlun og töldu, að hún gæti orðið þjóðmni hættu-
legt fótakcfli.25)
23) Eru þar aðallcga tilnefndir Bjarni Sivertsen kaup-
maður í Hafnarfirði og Magnús Stephensen dómstjóri.
24) Eftir að ófriðurinn hófst, var seðlaútgáfan aukin
mjög til að standa straurn af herkostnaðinum. Af því leiddi,
að seðlarnir hríðféllu í verði og komust ofan í 7% af málm-
verði í árslok 1812. Þegar í ársbyrjun 1813 var horfið að
því að koma nýrri skipan á peningamálin. Var stofnaður
nýr seðlabanki, Ríkisbankinn, og tekin upp ný mynteining,
ríkisbankadalur. Gömlu seðlarmr voru felldir niður í nálega
1/10 hluta af upprunalegu verði þeirra. — Með tilskipun
frá 20. marz 1815 var hin nýja skipan peningamálanna í
Danmörku lögleidd hér á landi (Lovsaml. VII., bls. 525—
538)-
25) Eftirfarandi ummæli eru að finna í sendibréfi merks
prests á Vesturlandi, rituðu í ágúst 1816:
„Mjög þykja oss ískyggilegar þær fréttir, scm sumir
höndlunarmcnn okkar hafa látið út berast í sumar, þ. e.
að jöfur ætli að leyfa öllum þjóðum ótakmarkaða löndl-
un við Island, og hmir, sem fyrir eru, skuli eftir hendinni
leggja sína höndlunarstaði í eyði. Hér eigi að verða einungis
þrír kaupstaðir, Reykjavík, Grundarfjörður og Akureyri. Þá
vildi ég vera burtu héðan. Einasta bótin er, að ég vona, að
þetta sé hermt heldur skakkt og ekki nema á aðra hliðina.
Mig langar ekki eftir meiri höndlunarfrílicitum en við höf-
um notið bæði í sumar og í fyrra og hefi þá trú, að ásig-
komulag vort að svo stöddu leyfi þau ekki stærri." (P. E. O.:
Jón Sigurðsson, II. bindi, bls. 185).
FRJÁLS VERZLUN
43