Frjáls verslun - 01.04.1955, Page 29
Frá hálfrar aldar afmæli
verzlunarfrelsisins
Framhuld aj bls. 3(i.
og hliðargötur voru full af í'ólki. Var Suðurgata
öll troðiull upp í kirkjugarð. Var það mesti
mannfjöldi, sem komið hefur saman í Reykja-
víkur kirkjugarði“. (Ingólfur, II. árg., 64. bls.)
Um kvöldið voru veizluhöld. Björn Kristjáns-
son kaupmaður stýrði samsæti verzlunarstétt-
arinnar í Iðnaðarmannahúsinu. En þeir mæltu
fyrir minnum, Björn Jónsson, Jón Jakobsson
um hefur samskonar áhrif á verðlagið og banka-
lán umfram sparifjármyndun. Er það því einnig
skilyrði fyrir haftalausri verzlun, að ríkisbú-
skapurinn sé án greið'sluhalia.
IJeim skilyrðum frjálsra verzlunar, sem hér
hafa verið rakin, liefur sjaldnast verið fullnægt
hér á landi tvo síðasthðnu áratugi og afleiðingin
hefur verið haftafyrirkomulagið, sem heita mátti
algert frá 1934—51 (á stríðsárunum orsökuðust
höftin þó af flutningsörðugleikum, en ekki gjald-
eyrisskorti) og enda þótt mjög hafi verið á þeim
slakað' síðustu 3—4 árin, hefur þeim þó ekki
verið aflétt enn að fullu svo sem alkunnugt er.
Framkvæmd þess að halda bankaútlánum
innan þeirra takmarka, sem sparifjármyndunin
leyfir og hafa ríkisbúskapinn greiðsluhallausan,
getur kostað margskonar óþægindi í bili, einnig
fyrir verzlunarstéttina.
En vilji menn af alvöru styðja málstað frjálsr-
ar verzlunar, verða menn einnig að vera reiðu-
búnir til þess að styðja nauðsynlegar ráð'staf-
anir í þágu hennar á sviði peninga- og gjaldeyris-
mála, jafnvel þótt slíkar ráðstafanir kunni að
hafa í för með sér ýmiskonar fórnir og óþægindi
um stundarsakir.
Eftir það að verzlunarírelsið endurheimtist
að verulegu leyti árið 1951, eftir nærri 20 ára
óslitð haftafyrirkomulag, tóku margir verzlun-
ármenn sér í munn kjörorð'ið: „Aldrei framar
innflutningshöft“. A þeim tímamótum, þegar
minnst er þess stóra áíanga á leiðinni til aukins
verzlunarfrelsis, sem náðist árið 1855, er vel til
fallið að menn fylki sér á ný um þetta kjörorð
og þá um leið þær óhjákvæmilegu ráðstafanir
í efnáhagsmálum, sem gera verður, ef stefna sú,
sem með því er mörkuð á að ná fram að ganga.
forngripavörður og loks Benedikt S. Þórarins-
son kaupmaður. Sunginn var ljóðaflokkur eftir
Jón Ólafsson. — Verziunarkonur komu saman
á Sigríðarstöðum (við Kirkjutorg), skólapiltar
í Bárubúð, en eldri og yngri stúdentar á Hótel
Reykjavík.
Eitt blaðið (,,Ejallkönan“) minnist á, að hin
nýja, innlenda stjórn hafi lítið látið vita af sér
við þetta tækifæri. En annað (,,Þjóðviljinn“)
kveður verzlunarfrelsið þó svo mikilvægan at-
burð', að það gangi næst endurreisn Alþingis.
Víðar um landið, t. d. á Isafirði og Seyðis-
firði (samkv. blöðunum „Vestra“ og ,,Austra“),
var afmælisins minnzt með svipuðum hætti.
II.
I blöðunum frá þessum tíma er að öðru leyti
ýmislegt, sem varðar hálfrar aldar afmæli verzl-
unarfrelsisins. ,,Þjóðólfur“, undir ritstjórn
Hannesar Þorsteinssonar, birtir langa grein og
skilmerkilega eftir Þorleif H. Bjarnason um
sextíu ára verzlunarbaráttu. Birtar eru ræður og
kvæði, og kennir þar ýmissa grasa.
Benedikt S. Þórarinsson taldi, að þrennt hefði
„gert oss verzlunarfrelsislögin að gagni mest og
bezt og eflt íslenzku verzlunarstéttina í land-
inu“: stofnun Landsbankans 1885, fjárveitingar
til samgangna eftir 1874 og fjölgun löggiltra
kauptúna. En hann kvað öflugasta hlekkinn
vanta: stórkaupmennina (Isafold, XXXI. árg.,
bls. 90). Heildsala þreifst þó ekki hér á landi,
fyrr en ritsíminn var lagður og loftskeytasam-
band komið á við útlönd.
I „Ingólfi“, undir ritstjórn Bjarna Jónssonar
frá Vogi, birtist grein um búsetu fas'takaup-
manna hérlendis. Ha.fi Alþingi áður samið laga-
frumvarp um það efni og líklegt sé, að það sam-
þykki það enn, þar eð stjórnin sé nú orðin þjóð'-
leg og innlend (II. árg., 58.—59. bls.).
En „Þjóðviljinn“, undir ritstjórn Skúla Thor-
oddsens, hreyfði merkilegri tillögu: „I raun og
veru virðist oss, að vel ætti við, að tímamóta
þessara væri eigi aðeins minnzt með mannfund-
um og ræðuhöldum, en að reist væri síð'ar líkn-
eski verzlunar- og siglingaguðsins í Reykjavík,
til minningar um verzlunarfrelsið; en að líkind-
um verður það þó að bíða 100 ára afmælisins,
enda líklegt, að þá verði risin upp öflugri og
framtaksmeiri kynslóð en nú er“ (XVIII. árg.,
bls. 50).
Þórður Jónsson.
FRJÁLS VERZLUN
53