Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1955, Síða 36

Frjáls verslun - 01.04.1955, Síða 36
benti alls ekki í þá átt, að um arðvænlegt fyrir- tæki gæti orðið að ræða, þó að það væri mjög gagnlegt, og eiginlega væri alveg óvíst, hvort aðstæður hér leyfð'u starfrækslu þess, meðfram sökum skorts á reynslu og þekkingu um rekstur slíks fyrirtækis. Það er því ástæða tii að velta því fyrir sér, hve há sú upphæð myndi vera, miðað við nú- verandi ástand, sein forgöngumennimir að stofn- un Eimskipafélagsins fóru fram á, að þjóðin legði af mörkum sem lilutafé í fyrirtækið'. En þeir fóru fram á, að þjóðin legði fram 385 þús- und krónur sem hlutafé, til þess að kaupa tvö fyrsta flokks skip til millilandaferða, bæði með talsverðu farþegarúmi. Þessi skip áætluðu þeir að myndu kosta samtals 825 þúsund krónur, þannig að til þess að geta keypt skipin og starf- rækt þau fyrsta árið', þyrfti ennfremur að taka erlent lán, talsvert mcira en hlutafjárupphæð- inni næmi, eða 495 þúsund krónur, þannig að alls þyrftu þeir að hafa 880 þúsund krónur til umráða er starfræksla hæfist. Þetta voru stórar tölur á þeirra tíma mæli- kvarða, og er nú rétt að athuga hve háar þær væru, ef miðað væri við, að farið væri fram á svona framlög í dag. Seðlaveltan um síðustu áramót var um 280 miljónir króna. Það er 140 sinnum hærri upp- hæð en hún var árið 1912. Innstæður í spari- sjóðum bankanna hér í Reykjavík (innstæður á hlaupareikningi ekki meðtaldar) nema nú um 835 milj. króna, og er það einnig um 140 sinn- um meira en spariféð var 1912. Það skal þó tek- ið fram að þessi tala er ekki alveg nákvæm, til þess skortir nánari heimildir, en víst er um það' að hún er ekki of há. Miðað við þessar tölur, liti áætlun stofnenda Eimskipafélagsins þannig út. Hlutafé það, sem þeir áætla að þurfi til þess að koma félaginu á fót, nemur 53.900.000 króna. Taka þarf erlent lán að upphæð 69.300.000 kr. Samtals þarf því til stofnunar félagsins 123 milj. og 300 þúsund krónur. Vegna þess 'hve fjárhæð sú, nærri 54 milj. króna, sem þjóðinni er ætlað að leggja fram er há, er ákveð'ið að minnstu hlutir verði 3500 krónur, til þess að sem flestir landsmenn geti eignast liluti í félaginu. En nú ber þess að gæta að fólkinu í landinu hefur fjölgað mjög á þessu rúmlega 40 ára tíma- bili. Samt verða fjárhæðirnar býsna háar. Seðla- veltan, sem var um 23 kr. á mann, er nú 1867 kr. á mann. Sparifjárinnstæða í bönkum (hlaupa- reikningar ekki taldir með), sem var um 67 kr. á mann, er nú um 5560 kr. á mann. Seðlaveltan er þannig 81 sinnum meiri á mann, og banka- innstæður 83 sinnum meiri, þannig að' sé reikn- að með meðaltalstölunni 82, þyrfti hlutaféð að vera 31.570.000 krónur, en taka þyrfti erlent 60 FIIJÁLS VEUZLUN

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.