Frjáls verslun - 01.04.1955, Page 39
Magnúsi Eiríkssyni, síðar guðfræðingi, og Jónasi skáldi Hall-
grímssyni, sem báðir voru skrifarar æðstu embættismanna
eins og Jón, stiftamtmanns og land- og bæjarfógeta. Munu
þessir frægu menn bafa órvað bver annan. — Annars skulu
lesendur látnir um að meta hin innri rök þessara aðstæðna.
Fyrrnefnd grein Jóns Sigurðssonar hefst á því, að um
ka!a í garð kaupmanna sé ekki að ræða, heldur tvær and-
stæðar stefnur, frjálsa verzlun og einokun. M. a. er tekið
fram, að rangnefni sé að kalla verzlunina frjálsa, meðan
50 rd. vcgabréfsgjalds sé krafizt af hverri lest skipa frá öSr-
um þjóðum en Dönum.*) Þá sé utanríkismönnum og töf
af að þurfa að sækja um leyfi til Islandsferða í hvert sinn
til fjárstjórnarráðs. Danir séu smáþjóð með lítið verzlunar-
megin, kaupmenn noti sér ófrelsið og þar sé Knudtzon frek-
astur og verði því cinkum til hans vitnað. — Gífuryrðum
Knudtzons um þakklætið og gjaldþrotin svarar Jón svo,
að á styrjaldarárunum í upphafi aldarinnar hafi rnenn átt
það tveint Islendingum og merkis-Englendingi einum að
*) 20 rd. einir hvíldn á hverju fermdu lestarrtimi af
trjáviði.
þakka, að íslandsför voru látin laus og komust til Islands.
En allir kaupmenn á Islandi hafi grætt stórfé á þeim ár-
um. — Knudtzon og aðrir hafi gert tilraunir a ð fá kaup-
menn til að konia sér saman um vcrðlag, að kaupa marg-
ar búðir á sama stað og a ð yfirbjóða lausakaupmenn
til að flytja vömr fyrir sig.*) Þá segir, að allar vörur séu
hækkaðar í verði eftir kauptíð. Hafði Wulff reyndar bonð,
að það væri gert án boðs síns og vitundar, en bætir við,
„að það megi gilda einu íslendinga, þegar verðið sé hækk-
að, hvort kaupmenn, sem búa í Kaupmannahöfn, viti af
því eða ekki“. 2) Skortur á einhverri nauðsynjavöru hafi
verið á því nær hverju ári frá 1834 til 1838 og sýni það
þörfina á frjálslegri verzlun svo að aðflutningar aukist.
—■ Vegna undirtekta Jóns Sigurðssonar í verzlunarmálinu
urðu kaupmenn honum lengi gramir. Kvað jafnvel svo
*) Lausakaupmönnum var leyft að koma til verzlunar
á lslandi, en voru skyldir að koma fyrst í einhvern svo-
kallaðra fastakaupstaða, en það var ekki nema Reykjavik frá
/836, og sýna yfirvaldi vöruskýrslur sínar. Síðan máttu þeir
fara á útkaupstaðina (kauptúnin) og liggja þó hvergi leng-
ur en fjórar vikur.
FRJÁLS VERZLUN
63