Frjáls verslun - 01.04.1955, Qupperneq 42
slcip sitt til flutnings á vöru til útlanda, að vcrða að sækja
leiðarbréf fyrst til amtmannsins . . í stað þess að lögreglu-
stjórarmr í þessum 6 kaupstöðum mætti láta þau föl, eins
°g þjóðfundurinn stakk upp á'1.11) Nefnd var skipuð, en
þtng var roftð, áður en neitt yrði unnið í málinu.
Hér ber að geta þess, að haustið 1851 höf'ðu kaupmcnn
í Reykjavík mótmælt frumvarpi þjóðfundarmanna, cn jafn-
framt farið fram á 4 dala aðflutmngstoll á útlenda menn,
jafnt á timbur sem annað, og að 1 dals tollur yrði krafinn
jafnt af öllum, þegar íslenzk vara væri flutt héðan beint til
útlanda (ckki Danmerkur fyrst), og loks, að útlcndingar
mættu eigi sigla upp nema 4 kaupstaði. Þetta skjal kom
ekki fyrir ríkisþingið. Annars urðu kaupmenn hér og er-
lendis ósammála um verzlunarmáiið, áður en lauk; sumir
þeirra mæltu með alfrjálsri verzlun, svo scm heildsalar í
Höfn.
III
En nú var farið að líða að lokunum. Á sama ári (1853)
var sarna frumvarp lagt fyrir ríkisþingið, en fellt frá 2. um-
ræðu með 27 atkvæðum gegn 1. En er þing hafði komið
saman að nýju í upphafi októbermánaðar um haustið, urðu
umræður um fyrirspurn um málið frá N. P. Kirck, skipa-
afgreiðslumanni á Helsingjaeyri, cindrcgnum fylgismanni
frjálsrar verzlunar. Hér ber enn að nefna Balthazar Christen-
sen, sem þá eins og endranær lagði málstað íslendinga lið,
og Alfred Hagge sem var ckki síður skorinorður. Áður en
stærra bæri til tíðinda bar guðfræðingurinn C. F. S. Frölund
fram frumvarp til laga um rýmkun verzlunarfrelsis á Islandi.
En stjórnin sjálf tók síðan aftur frumvarp sjálfrar sín á
sama þingi.
Þcss er hér enginn kostur að rekja gang málsins á þing-
inu og breytingar þær, sem frumvarp Frölunds varð fyrir.
Mestu skiptir, að það hlaut staðfesting 15. aprílmánaðar
1854 — liafði verið samþykkt með 75 samhljóða atkvæð-
um —, og skyldu lögin öðlast gildi /. aprílmánaSar /855.
Jón Sigurðsson hcfur sjálfur lýst framvindu málsins í
ríkisþinginu í XIV. árgangi Nýrra félagsrita. Kveður hann
öll aðalatnði í tillögum Alþingis og þjóðfundar hafa „staðið
fast“, þótt honum gremdist sú frekja að ganga fram hjá
Alþingi og leggja málið fyrir þing annarrar þjóðar.
Að lyktum skal svo farið yfir lögin og meginatriðin
rædd, að því cr þurfa þykir við hverja grein.
I 1. gr. segir, að öllum innanríkismönnum sé heimilað
að taka utanríkisskip á leigu. Hér var um þá mikilsverðu
réttarbót að ræða, að menn þurftu eigi framar að hlíta vcrri
kjörum um flutninga cn unnt var að fá með erlendum skip-
um. Þar hafði stjórnin í frumvarpinu 1853 fallizt á tillögu
þjóðfundarmanna.
I 2. gr. er utanríkisskipum einnig leyft að hleypa inn
á þessar hafnir á Islandi: Rcykjavík, Stykkishólm, ísafjörð,
Akureyri, Eskifjörð og Vestmannaeyjar. En með opnu bréf'
28. descmbermánaðar 1836 hafði sá munur, er þangað til
hafði verið á kaupstöðum og löggiltum kauptúnum verið
numinn úr gildi, nema Reykjavík ein skyldi nefnast kaup-
staður.
I 3. gr. cr utanríkismönnum lcyft að sigla upp öll lög-
gild kauptún á Islandi. En þau voru samkvæmt opna bréf-
inu þcssi 24, talin réttsælis kringum land: Eyjafjörður (Ak-
ureyri), Húsavík, Raufarhöfn, Vopnafjörður, Eskifjörður,
Berufjörður (Djúpavogur), Vestmannaeyjar, Eyrarbakki,
Keflavík, Hafnarfjörður, Búðir, Olafsvík, Grunna- (Grund-
ar-) fjörður, Stykkishólmur, Flatey, Patreksfjörður, Bíldu-
dalur, Dýrafjörður, Önundarfjörður, ísafjörður, Reykjarfjörð-
ur, Skagaströnd, Hofsós og Siglufjörður. — En utanríkis-
skip er koma beint frá útlöndum, verða fyrst að koma við
á einhverri hinna 6 fyrrnefndu hafna. Þá mega og utan-
ríkismenn flytja vörur milli liafna og milli íslands og ann-
arra hluta Danaveldis; „. . . þó má ekki hafa utanríkisskip
15 lcsta og þaðan af rninni til vöruflutninga . . .“ Utanríkis-
mönnum er leyft að „selja vörur sinar eða lcggja þær upp
til sölu hjá fastakaupmönnum . . . , og eins vcrzla við lands-
búa í 4 vikur I3 vikur samkvæmt stjórnarfrumvarpinu á
þjóðfundinum |, þó einungis af skipi, á þann hátt, sem fyrir
cr skipað um verzlun lausakaupmanna . . .“
I framangreindum þrem greinum er vcrzlunarfrelsið þá
fólgið. Hér má því sjá, að framsýni stúdentanna 1845 lætur
Jón SigurSsson
GG
FRJÁLS VERZLUN