Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1955, Síða 45

Frjáls verslun - 01.04.1955, Síða 45
 ..... Séð norður Aðalstræti í Reykjavík. Myndin er jrá 1867. heiti, þar sem helmingur síofnenda var dansk- ur. Félag þetta mun hafa starfað' eitthvað fram um eða eftir 1880. Styrktar- og sjúkrasjóður verzlunarmanna í Reykjavík Elzti starfandi félagsskapur verzlunarmanna hér í höfuðstaðnum og reyndar á öllu landinu er Styrktar- og sjúkrasjóðui verzlunarmanna í Reykjavík, eða eins og hann nefndist í reglu- gerðinni, er samin var á dönsku, — Statuter for Reykjaviks Handelsforenings Understöttelses °g Sygekasse. Gengið var frá stofnun sjóðsins í samkomustað Handelsforeningen í Hafnarstræti 16, og er hann talinn stofnaður 24. nóv. 1867. Samkvæmt fyrstu grein reglugerðar sjóðsins eru félagar Kaupmannafélagsins einnig reglulegir fé- lagar sjóðsins, en að'rir verzlunai’menn, sem greiða gjald til stofnunar sjóðsins, geta einnig orðið hluttakendur í honum. Starfssvið sjóðsins var ákveðið verzlunarstað- irnir við Faxaflóa, að meðtöldum Biiðúm og Keflavík. Tilgangur sjóðsins var „að styrkja verzlunarmenn og munaðarleysingja þeirra, sem óverðskuldað eru sviptir atvinnuvegi sínum, annað hvort sökum veikinda eða annarra óhappa, er að kunna að bera og fljótar hjálpar þarf“. Stofnendur sjóðsins munu hafa verið' 21 að tölu. Frumkvöðull að stofnun hans var H. Th. Thomsen kaupmaður, og var hann kosinn fyrsti formaður sjóðsins. Á aðalfundi sjóðsins 1873 var eiginlega slitið sambandinu milli hans og Kaupmannafélagsins og öllum vérzlunarmönnum heimilað að gerast reglulegir félagar. Fyrsta styrkveiting úr sjóðn- um fór fram um áramótin 1870—71, og nam sá styrkur að upphæð kr. 30.00. Hefur verið' greidd- ur styrkur úr sjóðnum öll árin, sem hann hefur starfað, að einu undanskildu (1875). Nema greiddar styrkveitingar á þeim nær níutíu árum, frá því að sjóðurin var stofnaður, hátt á fjórða hundrað þúsund krónum. Sjóðurinn hefur eflzt mjög síðustu árin og fé- lagsmönnum farið fjölgandi. Nema eignir sjóð's- ins nú nær 500 þúsund krónum. Formaður sjóðsins er nú Helgi Bergs forstjóri. Vöxt sinn og velgengni á sjóðurinn að þakka vinsældum sínum meðal verzlunarmanna, svo og áhugasamri og öruggri stjórn. FUJALS VERZLTJN 69

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.