Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1955, Side 49

Frjáls verslun - 01.04.1955, Side 49
Lárus Pétursson íramkvæmdastjóri: Samband smásöluverzlana Nokkru eftir síðasta stríð fóru bæði Félag matvörukaupmanna og Félag vefnaðarvöru- kaupmanna að athuga möguleika á að setja á stofn skrifstofu og ráða starfsmann til að vinna að málefnum sínum. I ársbyrjun 1950 stofnsettu þessi tvö félög ásamt Kaupmannafélagi Hafnarfjarðar sameig- inlega skrifstofu. Þetta samstarf sérgreinafélaganna þriggja varð til þess, að stofnað var Samband smásölu- verzlana S. n&oember 1950 og liafði þá Félag búsáhalda- og járnvörukaupmanna bætzt í hóp- inn. Fyrsti formaður var kjörinn Jón Helgason og Kristján Jónsson varafonnaður. Fram- kvæmdastjóri var ráðinn Gunnar Vagnsson. Þá var og samþykkt að hefja útgáfu „Verzlunar- tíðindanna“, sem síðan hafa verið málgagn sam- takanna. Samband smásöluverzlana er heildarsamtök smásölukaupmanna. Samkvæmt lögum þess geta sérgreinafélög í smásölu, hvar sem er á landinu, félagasamtök kaupmanna í kaupstöðum eða kauptúnum og einstakir kaupmenn orðið aðilar að S. S. Sérgreinafélögin eru nú orðin 11 í sam- bandinu, auk einstaklinga, með samtals rúmlega 400 verzlanir innan sinna vébanda. Aðalfundur iivers félags kýs 1 aðalmann og 1 varamann í stjórn S. S. Einstaklingar kjósa 1 mann, en að alfundur S. S., sem haldinn er í apríl ár hvert, kýs oddamann og varamann hans, sem tekur sæti í stjórninni, þegar svo stendur á fjölda stjórnarmanna. Aðalfund S. S. sitja stjórn þess og stjórnir sérgreinafélaganna. Hann hefur æðsta vald í málefnum þess, en stjórn S. S. milli að'alfunda. Fulltrúafundir og almennir fundir allra kaup- manna innan S. S. eru haldnir þegar þörf kref- ur. Stjórnin kýs sér skriflega formann, varafor- mann og gjaldkera. Nú eiga sæti í stjórninni: Kristján Jónsson, formaður, frá Fél. matvöru- kaupmanna, Árni Árnason, varaformaður, frá Fél. vefnaðarvörukaupmanna, Páll Sæmunds- son gjaldkeri, frá Fél. leikfangasala, Ásgeir Jóns- son, frá Fél. blómaverzlana, Axel Sigurgeirsson, oddamaður, Björn Pétursson frá Fél. ísl. bóka- verzlana, Eggert Olafsson frá Fél. búsáhaJda- og járnvörukaupmanna, Gísli Gunnarsson frá Kaupmannafélagi Hafnarfjarðar, Jón Guð- mundsson frá Skókaupmannafélaginu, Björn Jónsson frá Kaupmannafélagi Siglufjarðar, Olafur Þorgrímsson frá Fél. tóbaks- og sælgæt- isverzlana, Oskar Norðmann frá einstaklingum og I>orbjörn Jóhannesson frá Fél. kjötverzlana. Jón Helgason var fyrsti formaður S. S., eins og áður segir, og til aðalfundar 1954, að hann hætti smásöluverzlun. Jón var þá kjörinn fyrsti og eini heiðursfélagi S. S. fyrir frábært braut- ryðjandastarf í þágu stéttarinnar. Hann er nú framkvæmdastjóri fyrir Vegg h.f., sem er bygg- ingarfélag kaupmanna og stofnað á síðasta hausti að tilstuðlan S. S. Sambandið licfur nú bækistöð að Laugavegi 22 og hefur þar skrifstofu og lítinn fundarsal. Skrifstofunni veitir forstöðu Lárus Pétursson, sem verið hefur framkvæmdastjóri síðan vorið 1952. Smásölukaupmenn á hinum Norðurlöndunum hafa um áratugi haft sín eigin heildarsamtök og telja sig nú ekki geta verið án þeirra. Sama sagan hefur gerzt hérlendis. Á þeim tæpum 5 áruni, sem liðin eru frá stofnun S. S., hafa mörg vandamálin verið leyst, enda mörg kallað að. Kaupmenn hafa skilið gildi sinna eigin samtaka og sýnt það' með aukinni þátttöku, og út á við er Samband smásöluverzlana viðurkennt sem sérstakur málsvari smásölunnar. Samband smásöluverzlana hefur leitazt við að hafa sem bezta samvinnu við önnur samtök kaupsýslu- og’ verzlunarmanna og vonandi verð- ur svo í framtíðinni, því að' hagur allrar verzl- unarstéttarinnar er hagur smásölukaupmanna. FRJÁLS VERZLUN 73

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.