Frjáls verslun - 01.04.1955, Síða 50
ÞorvarSur J. Júlíusson, hagíræSingur:
Hagskýrslur um
verzlun landsmanna
íslendingar eiga flestum þjóðum fremur af-
komu sína undir viðskiptum við útlönd. Þetta
liggur í augum uppi, þegar höfð er í huga lega
landsins og hin fábreyttu framleiðsluskilyrði
þess. Utanríkisverzlun Islands á íbúa er meiri
en nokkurs annars Evrópulands. Arið 1953 var
verðmæti utanríkisverzlunarinnar, þ. e. a. s.
innfluttra og útfluttra vara samanlagt, 12.332
kr. á hvern landsbúa. Hér er, eins og venjulegt
er, miðað við verð' varanna í skipi í íslenzkri
höfn. Til samanburðar eru tilfærðar samsvar-
andi tölur fyrir nokkur lönd. Verðmætin eru
umreiknuð í íslenzkar krónur eftir gildandi
gjaldeyrisgengi.
ísland 12.332 kr.
Danmörk 7.105 —
Noregur 6.936 —
Svíþjóð 6.974 —
Bretland 5.354 —
Bandaríkin 2.754 —
Vöruskiptin eru yfirleitt þýðingarmesti þátt-
urinn í viðskiptunum við önnur lönd, en auk
þeirra fara fram viðskipti við útlönd vegna
flutninga á vörum og farþegum, trygginga,
ferðalaga, vaxtagreiðslna o. s. frv. Það breytir
ekki verulega þessum samanburði milli landa,
þótt tekið sé tillit til þessara viðskipta nema að
því er Noreg snertir, enda eru tekjur Norð-
manna af millilandasiglingum meiri en af út-
fluttum vörum.
Einn helzti mælikvarðinn á afkomu þjóðar-
búsins er verðmæti þjóðarframleiðslunnar. Verð-
mæti innflutningsins er að sjálfsögðu ekki talið'
þar með, heldur einungis sú verðmætisaukning,
sem skapast af framleiðslu landsmanna sjálfra.
Sé hinsvegar upphæð innfluttrar vöru og þjón-
ustu bætt við verðmæti þjóðarframleiðslunnar,
fæst sú upphæð, sem landsmenn hafa til um-
ráða til neyzlu, fjárfestingar og útflutnings. Það
er því allgóður mælikvarði á þýðingu viðskipt-
anna við útlönd, hve mikill hluti „umráðaupp-
hæðarinnar“ er fluttur inn sem vörur og ýmis-
konar þjónusta.
Eftirfarandi tölur sýna þessa hlutdeild fyrir
sömu lönd og að framan greinir:
ísland .............. 32.7%
Danmörk.............. 22.1%
Noregur ............. 29.9%
Svíþjóð ............. 17.2%
Bretland ............ 17.6%
Bandaríkin ............ 4-4%
Island er með hæsta hlutfallið og má af því
ráða, hve miklu máli skipta íyrir afkomu lands-
manna kjör þau, sem bjóðast í viðskiptunum
við útlönd.
Nokkra hugmynd um þýðingu verzlunarinnar
í þjóðarbúskapnum má fá með því að athuga,
hve mikill hluti þjóðarinnar lifir á verzlun. Arið
1940 höfðu 7.2% landsmanna framfæri sitt beint
og óbeint af verzlun, en 9.0% árið 1950.
Ef starfandi fólki er skipt á atvinnugreinar,
er hlutfall verzlunarinnar sem hér segir árið
1950:
ísland ............... 8.8%
Danmörk.............. 18.5%
Noregur ............. 10.8%
Svíþjóð ............. 15.6%
Bretland ............ 14.1%
Bandaríkin .......... 18.5%
74
FRJÁLS VERZLUN