Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1955, Síða 52

Frjáls verslun - 01.04.1955, Síða 52
sem sýnir, hvar hverja vöru í tollskránni er að finna í töflunni. Sundurliðun útfluttra vara í hliðstæðri töflu er miklu ýtarlegri en skiptingin í vörugreinar gerir ráð fyrir. Fjöldi vörutegunda, sem sýndar eru sérstaklega, er um 100, en samsvarandi vöru- greinafjöldi 43. Yfirlitstöflur tvær sýna skiptingu á magni og verð'mæti alls innflutnings og útflutnings, önn- ur í vörubálkana 10, en hin í vörudeildirnar 52. I Hagtíðindum, mánaðarblaði Hagstofunnar, er birt reglulega yfirlit yfir verðmæti innflutnings- ins eftir vörudeildum á liðnum mánuði og frá ársbyrjun til loka þess mánaðar, og til saman- burðar eru samsvarandi tölur ársins á undan. Hliðstæð tafla er einnig birt mánaðarlega í Hag- tíðindum yfir útfluttar afurðir með' allýtarlegri sundurliðun og upplýsingum um magn að auki. Oft er spurt um innflutning á ýmsum þýðing- armiklum „þungavörum“, sem ekki koma hrein- ar fram í mánaðartöflunni um innflutning eftir vörudeildum, og því hefur, frá því að flokkun Sameinuðu þjöðanna var tekin upp, verið birt tafla um magn og verðmæti þessara vara fyrir sama tímabil og almenna mánaðartaflan nær yfir. i ■ 1 C| . Skipting inn- og útflutningsins eftir löndum og viðskipti við einstök lönd er ekki síður áhuga- efni þeirra, sem á einn eða annan hátt fást við' verzlun og viðskipti. Um þetta eru margvísleg- ar upplýsingar í hagskýrslum. I Hagtíðindum er birt reglulega yfirlitstafla um verðmæti inn- og útflutnings eftir löndum á liðnum mánuði og frá ársbyrjun, ásamt sam- svarandi tölum fyrir árið á undan. Þriðja hvern mánuð er birt yfirlit yfir verðmæti innfluttra vara frá árs'byrjun bæði eftir löndum og vöru- deildum, en endanlegar tölur ársins eru birtar í samskonar töflu í Verzlunarskýrslum. Þar er einnig í sérstakri töflu farið ýtarlegar í vöru- greininguna, -jafnvel niður í sundurliðun toll- skrárinnar, og sýnt, hvernig magn og verðmæti innfluttra vörutegunda skiptist á lönd. Loks er innflutningsverðmætinu frá hverju landi um sig skipt í vörutegundir eftir svipaðri sundurliðun í töflu, sem ennig sýnir útflutningsverðmætið til viðkomandi lands, skipt eftir dýpstu sund- urliðun útfluttra vörutegunda. Yfirleitt eru skýrslur um útflutning ýtariegri en um innflutning, enda er þar miklu hægara um vik, því að vörugreiningin er þar ekki nærri eins margbrotin og að því er snertir innfluttar vörur. I Hagtíðindum er þannig birt mánaðarlega yfirlit. yfir útfluttar vörur, sem nokkru máli skipta, eftir löndum, frá byrjun ársins, og til- greint bæði magn og verð'mæti. Eins eru töflur þær í Verzlunarskýrslum, sem sýna útflutning eftir vörutegundum og löndum, talsvert ýtar- legri en samsvarandi töflur um innfluttar vörur. I inngangi Verzlunarskýrslna er gerð nákvæm grein fyrir heimildum slcýrslnanna, hvernig verð og magn er reiknað, og margvíslegur saman- burður gerður milli ára og mánaða. Þar eru birtar vísitölur um magn- og verðbreytingar út- flutnings og innflutnings í heild, en af þeim má ráða, hvernig kjörin breytast í vöruskiptunum við útlönd. Ennfremur er sýnd árleg neyzla ým- issa vara allt frá 1881 og hvernig útflut'tar vör- ur hafa skipzt frá aldamótum eftir því, frá livaða atvinnuvegi þær stafa. Yfirlit vfir viðskiptajöfnuðinn við' útlönd er birt árlega í Hagtíðindum. Þar koma til greina auk vöruskipta, sem verzlunarskýrslur taka til, viðskipti með ýmsar vörur og þjónustu. Greiðsl- ur þær, tekjur og gjöld, sem skapast af þessum vðiskiptum, eru oft kallaðar duldar greiðslur. Hér er um að ræða tekjur vegna flutninga á vörum og farþegum með íslenzkum skipum og flugvélum, útgjöld þeirra erlendis, tekjur vegna sölu á eldsneyti og ýmisskonar þjónustu til er- lendra skipa og flugvéla, farmgjöld með erlend- um skipum, tekjur og gjöld af viðskiptum við varnarliðið, iðgjöld og bótagreiðslur vegna. end- urtrygginga erlendis o. s. frv. Þá er gerð grein fyrir ýmisskonar hreyfingum á fjármagni til og frá útlöndum og með því skýrt, hvernig viðskiptajöfnuðurinn er „greidd- ur“ eða greiðsluhallinn „jafnaður“, eius og oft- ast er komizt að orði. I Verzlunarskýrslum er birt tafla um fastar verzlanir í kaupstöðum landsins og sýslum utan þeirra. Smásöluverzlunum er þar skipt niður eftir því, með hverskonar vörur þær verzla. Annars er verzlunin innanlands svo til óplægð- ur akur fyrir skýrslugerð. Ymsan gagnlegan fróðleik mætti og vinna úr heimildum um utan- ríkisverzlunina frekar en orðið er. A þessu sviði sem öðrum hefur orðið að sníða stakk eftir vexti, en ekki er ólíklegt, að' möguleikar skapist á auk- inni skýrslugerð um verzlun landsmanna áður en langt um líður. 76 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.