Frjáls verslun - 01.04.1955, Side 55
Dr. Björn Björnsson:
Barállan um verzlunarfrelsið
(Framhald af bls. 46)
II. Verzlunarmálin á Alþingi
1845-1853
Á Al])ing:i 1845
Á 6. funcli Alþingis, 7. júlí 1845, lagði forseti þess fram
bænarskrá um verzlunarfrelsi frá 17 kandidötum og stúdent-
um í Kaupmannahöfn. Hafði J. S. haft bænarskrá þessa með-
ferðis til þingsins. Gat forseti þess jafnframt, að sér hefði
borizt bænarskrár svipaðs efnis úr flestum héruðum landsins.
Voru þær 27 talsins úr 15 sýslum, undirritaðar af 2.236
mönnum.
Efni bænarskránna var í aðalatriðum það, cr nú skal
greina:
/. Verzlun viÖ útlönd:
1. Að hún yrði gefin frjáls.
a) Við allar þjóðir.
b) Við nokkrar tilgreindar þjóðir.
2. Að gjald það, er á verzlunina var lagt, yrði afnumið
eða lækkað.
3. Að þegnar annarra ríkja yrðu leystir frá þeirri kvöð
að vitja vegabréfa sinna til rentukammersins.
4. Að lausakaupmönnum yrði veitt fullt frjálsræði til
verzlunar hér við land.
II. Verzlun innanlands:
1. Að öllum búandi mönnum yrði leyft að afla sér verzl-
unarleyfis við hóflegu gjaldi.
2. Að vcrzlun yrði leyfð á fleiri stöðum en þá var.
Þingið kaus 5 manna nefnd til að fjalla um bænarskrárn-
ar, og átti J. S. sæti í nefndinni. Hann tók þegar í stað
forystu á þingi í verzlunarmálinu sem mörgum öðrum mál-
um.
Nefndin skilaði ýtarlegri álitsgerð. Var J. S. framsögu-
maðtir nefndarinnar og reifaði tillögur hennar. Allur mál-
flutningur hans, bæði við framsögu og í umræðum, grund-
vallaðist á skoðunum þeim og rökfærslum, er hann þegar
hafði borið fram fyrir alltjóð í áðurnefndri grein í Nýjum
félagsritum.
Nefndarmenn voru að mestu sammála í tillögum sínum.
Höfuðtillaga þeirra var svohljóðandi: „Að alþingi biðji
konung vorn allra þegnsamlegast að láta gjöra og leggja
fyrir alþingi í næsta sinn til ráðuneytis frumvarp til verzl-
unarlaga fynr Island, grundvallað á fullkomnu verzlunar-
frelsi, og einkum á þessum atriðum". Tilfærði ncfndin 7
atriði um skipan verzlunarinnar, er fóru mjög í sömu átt
og framangreindar tillögur í bænarskránum.
Greindi nefndina þar á um tvennt, verzlun útlendinga
(þ. e. þegna annarra ríkja en Danaveldis) og sveitaverzl-
un. Meirihlutinn (þ. á. m. J. S.) vildi leyfa útlendingum
að verzla á öllum löggiltum verzlunarstöðum, en minni-
hlutinn á aðeins 5 höfnum (Reykjavík, Stykkishólmi, Isa-
firði, Akureyri og Eskifirði), „því við ætlum þessa staði
líklegasta til að geta tekið nióti verzlun við útlendar þjóð-
ir, svo að það valdi ntinnstri óreglu". Meirihluti nefndar-
innar taldi ekki ráðlegt fyrst um sinn að leyfa verzlun í
sveitum vegna ótta við, ,,að það myndi koma mikilli óreglu
af stað á niargan hátt“. Álit minnihlutans (var J. S. þeim
mcgin) var hins vegar, að allri rót yrði „kippt undan ávöxt-
um þeim, sem verzlunarfrelsið getur borið, landi þessu til
heilla og blessunar, ef innanlandsverzlunin yrði ekki frjáls,
—- og það er hún ekki án sveitarverzlunar“.
Miklar umræður spunnust út af nefndarálitinu á þing-
inu, og voru þingmenn almennt sammála nefndinni og
fylgdu tillögum hennar, eins og greinilega kom fram við
atkvæðagreiðslu um bænarskrá þingsins til konungs. Þá
grcindi þó nokkuð á um einstök atriði, einkum þau tvö,
sem ollu ágrciningi innan nefndarinnar. Var sá ágreiningur
jafnan ríkjandi í öllum umræðum um málið á sfðari þing-
um.
Konungsfulltrúi tók til máls næstur á eftir framsögu-
ntanni. Kvað nokkuð við annan tón hjá honum. Hann
kvaðst hafa vonað, „að störf bingmanna mundu stuðla að
því, að máli þessu yrði skipað á þann hátt, er Islandi væri
hagkvæmast, að hin íslenzka verzlun yrði bætt ennþá meir
en komið er. Nú er von þessi ekki að sönnu horfin, en
veikari er hún orðin af ncfndarskjali því, er nú var lesið“.
Kvaðst konungsfulltrúi hafa vitað, að menn hér á landi
bcfðu lengi gert sér „rangar hugmyndir urn verzlunarefni“
landsins, en sig hefði þó ekki grunað, ,,að þær mundu vera
orðnar svo rótgrónar hvervetna, að þær kæmu í ljós hjá þeim
mönnum, sem alþingi hefir ætlað hyggnasta og færasta til
að rannsaka þetta mál“. Hann kvaðst sannfærður um, að
forsendurnar fyrir nefndarálitinu væru „rangar frá rótum“,
og að þær myndu mjög spilla fyrir framgangi málsins, cf
þær yrðu tcknar upp í bænarskrá til konungs.
Stefnan mörkuð
Bænarskrá þingsins til konungs var sniðin eftir tillögum
nefndarinnar. Skal hún tilfærð hér (orðrétt), þar eð með
henni markaði þingið þá meginstefnu í verzlunarmálinu,
sem það hvikaði ekki frá upp frá því:
FR.TÁLS VERZLUN
79