Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1955, Page 58

Frjáls verslun - 01.04.1955, Page 58
atvinnuveginn, sakir bæðí hægðar og ábatavonar, beldur cn að gcfa sig við hinni miklu arðminni stritvinnu", scm fylgdi jarðrækt og allri búsýslu. — Það kom fram í umræðunum, að ágreiningur þingmanna um sveitaverzlun'.na átti aðallega rætur sínar að rekja til mismunandi staðhátta á landmu. Afstaða þeirra mótaðist af því, hvernig hagaði til í hverju kjördæmi. Var sveita- verzlunin talin geta konnð að góðum notum við sjávar- síðuna, þar scm hægt væri að koma við flutningi á þunga- vöru. Við afgreiðslu bænarskrár til konungs var samþykkt í einu hljóði, „að útlendum kaupmönnum" yrði gert að skyldu að sigla fyrst til einhverra þeirra verzlunarstaða sem tilfærð- ir voru í bænarskránni frá 1845, með þeirri breytingu þó, að í stað Eskifjarðar kæmi Bcrufjörður, vegna góðra hafnar- skilyrða þar, og Vestmannaeyjum yrði bætt við, þar eð þær lægju „svo hagkvæmlega á veginum fyrir mörgum skipum, er hingað ætla“. — Þingið féll hins vegar frá því að gera nokkra breytingu á fyrri afstöðu til sveitaverzlana. I bænarskránni vom gerðar tillögur um löggildingu nokk- urra nýrra kauptúna. Þá var þess og bciðst, að öllum bú- settum kaupmönnum á landinu yrði leyft að láta flytja og sækja alla nauðsynja- og þungavöru inn á hvcrja vík, er þeir kæmu skipum sínum. — Miðaði þetta tvennt að því að gera landsmönnum auðveldara fyrir um aðdrætti og vöruflutninga. Á þjóðfundinum 1851 S/ðasti liðurinn í keðju þeirra umbrota í Vestur-Evrópu, sem ácur var minnzt á, var hin svonefnda Febrúarbylting í París 1848. Um sania leyti urðu konungaskipti í Danmörku. Sá hinn nýi konungur (Friðrik VII.) þann kost vænst- an að afsala sér einveldinu og heita þegnum sínum stjórnar- bót. Efndi konungur til stjórnlagaþings í Danmörku, þegar á árinu 1848. Kvaddi hann 5 menn til setu á þinginu af Islands hálfu. Vildu íslcndingar ekki una því. Sendu þeir konungi bænarskrár og beiddust þess, að ísland fengi stjórn- arbót, er ákvcðin væri á þingi hér á landi. Hét konungur því í móti, að álits landsmanna skyldi leitað á innlendu þingi, áður en staða landsins í ríkinu yrði ákveðin með lög- um. Var ætlun konungs, að þmg þetta yrði háð í júlímán- uði 1850, en af því varð þó ekki, og drógst þinghaldið fram til ársins 1851. Atburðir þessir höfðu komið af stað sterkri vakningar- öldu hér á landi og glætt vonir í brjóstum manna um nýja frelsisöld. Var hins fyrirheitna þings beðið með óþreyju. Þing þetta, sem nefnt hefir verið þjóðfundur, var sett í Reykjavík 5. dag júlímánaðar 1851. Hið reglulega Al- þingi, sem samkvæmt alþingistilskipuninni átti að halda þetta ár féll niður. Eundinum barst engin greinargerð um það, hvaða með- ferð eða afgreiðslu þau mál hefðu hlotið, sem fjallað hafði verið um á þinginu 1849. Er J. S. lagði þá spurningu fyrir konungsfulltrúa, hverju það sætti, gat hann engin svör veitt. Virðist stjórnin mjög hafa kastað höndunum til alls undir- búnings undir fundinn. Eðlilcgt virðist, að þjóðfundinum hefði eingöngu verið falið að fjalla um stjórnskipunarmál landsins, en honunr var einnig ætlað að taka verzlunarmálið til mcðfcrðar. Fyrir fundinn vom lögð þrjú konungleg lagafrumvörp: Frumv. til laga um stöðu íslands í ríkinu, fmmv. til laga um kosn- ingar til Alþingis og frumv. til laga um siglingar og verzl- un á íslandi. í greinargerð með frumvarpi til verzlunarlaga, er nefnd- ist „Fmmvarp til laga um ákvarðanir nokkrar, áhrærandi siglingar og verzlun á Islandi“, segir m. a. svo um rnegin- stefnu þess: „Að því er snertir efni frumvarpsins, má fyrst gcra adiugasemd þá, að öll hin óeðlilega stefna, sem komið hefur inn í hin íslenzku vcrzlunarlög, er einkum af því sprottin, að menn hafa skoðað verzlunina frá sjónarmiðum fyrir utan landið —. Endurbótin á lögum þeirn, sem nú cru, verður því að byggja á skoðun nrálsins frá sjónarmiði Islands —“. Varðandi ákvæði frumvarpsins um verzlun útlendinga var tckið fram í greinargerðinni, að hliðsjón hafi verið höfð af áliti stiftamtmanns, sem leitað var 1849, og óska „íslenzkra" verzlunarmanna, sem búsettir voru í Kaupmannahöfn. Um álit stiftamtmanns segir svo í inngangsorðum greinargerð- arinnar: „Stiptamtmaður tók það þegar fram að það væri því aðeins æskilegt, að rýmkað væri um rétt útlendra þjóða, til að taka þátt í hinni íslenzku verzlun, að verzlunin væri um leið dregin meir að tilteknum verzlunarstöðum, og að leitazt væri við á hinn bóginn, að koma upp verulcgri ís- lenzkri verzlunarstétt —“. Urn eina grein frumv. (3. gr.) segir: „Ákvörðun þessi fer meðalveg milli þess, er alþingi hefir stungið upp á um rýmkun á verzlun útlendra manna, og þess, sem íslcnzkir verzlunarmenn þeir, sem búsettir eru í Kaupmannahöfn, hafa beðizt í þessu efni. Ef utanríkis-lausakaupmönnum væri að öllu veitt jafnrétti við danska, Jrá mundi það mjög svo losa um hina föstu verzlun, sem hingað til hefir verið á Islandi, og er slíkt ekki veitt útlendum þjóðum í nokkru öðru landi, þar scm verzlun er talin mcðal atvinnuvega — Þegar frumvarpið kom fyrst til umræðu (18. júlí), kvaddi J. S. sér hljóðs og ræddi þá annmarka, er hann taldi á því vera. Gat hann þcss í upphafi máls síns, að stefna stjórnar- innar í verzlunarmálinu væri önnur, samkvæmt frumvarpinu, en hún hefði fylgt að undanförnu, og kvaðst hann cinlæg- lega fagna þeirri stefnubreytingu, „ef því væri drengilega fylgt“. Hann taldi hins vegar, að hinni yfirlýstu mcgin- stefnu, að skoða rnálið „frá sjónarmiði íslands“, væri ekki framfylgt sem skyldi í frumvarpinu, það væri t. d. ekki í 82 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.