Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1973, Page 57

Frjáls verslun - 01.10.1973, Page 57
gerðar voru á skattalögunum í lok stjórnar- hafa verið rýrðir verulega. Allir vita, að fjármagnið er það tæki, sem atvinnureksturinn styðst við, og þess vegna hlýtur að vera lífsnauðsynlegt fyrir framleiðslu- hæfni þjóðarinnar að vel sé um hnútana búið í fjármögnun atvinnurekstursins. Eðli málsins samkvæmt verður að gera þá kröfu til vald- hafa í landinu á hverjum tíma, að blómlegt at- vinnulíf fái að þrífast og það getur aðeins gerzt með því að fyrirtækin fái að halda sem mestu af fé sínu til rekstrar. Við síðustu breytingu á skattalögunum gerð- ist það meðal annars, að afskriftir voru lækk- aðar miðað við það, sem áður var. Þá voru felld niður ýmis nýmæli skattalaga, sem sam- þykkt voru 1971, t. d. flýttri fyrningu, sem gat komið sér mjög vel fyrir fyrirtæki, sérstaklega þau, sem stóðu í miklum fjárfestingum og gátu ráðið því, hvenær afskriftir fóru fram. Það þýddi ekki, að endanlegir skattar væru minni, heldur var um tilfærslu á afskriftum að ræða. í fyrri lögunum kom svo fram hugmyndin um svokallaðan arðjöfnunarsjóð, sem menn voru nokkurn tíma að átta sig á, en atvinnu- rekendur töldu eftir nánari athugun að væri mjög til bóta. Gert var ráð fyrir tvenns konar flokkun fyrirtækja. Þau gátu valið á milli þess að halda óbreyttu varasjóðsfyrirkomulagi eða myndað svokallaðan arðjöfnunarsjóð. Þetta ákvæði var fellt niður í seinna skattalagafrum- varpinu. Eitt atriði í þessu sambandi var mjög rang- túlkað, en það var ákvæðið um skattfrelsi arðs. Málið var mjög afflutt í fjölmiðlum, og túlkað þannig, að verið væri að hygla stórtekjumönn- um og eignamönnum. Skattfrelsið var nú ekki meira en af 30 þús. kr. arði. Þegar litið er til skattfrelsis sparifjár og skuldabréfa ríkissjóðs tel ég slæmt. að þetta skuli hafa verið fellt niður. Það óverulega skattfrelsi af arði, sem lögin leyfðu, var hugsað sem hvatning til auk- innar þátttöku almennings í fjármögnun at- vinnulífsins. Brynjólfur: Ég vil taka undir þá skoðun, að það hlýtur að vera nauðsynleg forsenda fyrir skattlagningunni að fyrirtækin séu arðbær, — þó svo, að orðið gróði virðist vera bannorð um þessar mundir. Samt hlýtur allt kerfið að krefj- ast nauðsynlegrar heildarendurskoðunar og dæmi Hjartar um skattfrelsi skuldabréfa ríkis- sjóðs er vísbending um það ósamræmi, sem á sér stað. Erfitt er að gera sér grein fyrir skattlagningu fyrirtækja, nema ef einvörðungu er hugsað um tekjuskattinn, því að álögurnar á fyrirtækjun- um, sem þau greiða og ipnheimta, eru svo marg- ar aðrar. Jón: Ég held, að ekki sé hægt að kvarta und- an því. að skattar á fyrirtækjunum, sem á ann- að boxð skila einhverjum arði, séu of háir. Ástandið í þjóðlífinu er þannig almennt, að arðgjöf í atvinnurekstri er mjög lítil í saman- burði við nágrannalöndin. Hins vegar má finna þarna nokkra galla á. Við nefndum áðan, hvað skattkerfið væri flók- ið, hve gjöldin væru mörg. Þetta á ekki síður við um atvinnureksturinn. Hann þarf að greiða jnjög mörg og mismunandi gjöld og mörg hver afar smá, þó að þau safnist saman. Þær fyrn- Jón: Virðisaukaskatturinn er í eðli sínu miklu ákjósanlegri skattur en söluskatturinn. Hann losar skattakerfið við ákveðna vankanta, sem eru þeim mim meir áberandi eftir því sem sölu- skattsprósentan verður hærri. ingarreglur, sem nú gilda, eru mjög flóknar og erfiðar í framkvæmd, og þar gæti eflaust margt staðið til bóta. Þessu til viðbótar vil ég nefna aðstöðugjaldið, sem atlaga var gerð að hér á árunum, þó að ekki tækist að skerða það nema um þi'iðjung. Eðli þess er þó slíkt, að það verð- ur að teljast afleit skattlagning með hliðsjón af því. hvernig það er byggt upp og hver áhrif það getur haft á skipulag atvinnurekstrar. Guðmundur: Ef við sjáum heildartölurnar um það, sem innheimtist af fyrirtækjunum, má ljóst vera, að það er tiltölulega lítill hluti mið- að við framleiðsluna. Fyrirtækin geta flutt tap og ágóða milli ára. Ef þjóðfélagið lánar til tækj- anna eins og í útgerð og fyrirtækin fá síðan að afskrifa þau og selja á hækkandi verðlagi, er kerfið orðið mjög vafasamt. Jón: Það er stórlega vafasamt, hvort nokkur raunveruleg tekjuskattlagning er af stórum hluta atvinnurekstrarins. Guðmundur: Það er stór hluti atvinnurekstr- arins, sem sleppur, þannig að byrðin lendir á tiltölulega litlum hluta hans. Er það ekki vanda- mál líka? Brynjólfur: Þegar við hugleiðum, hvað fyrir- tækin greiði mikinn hluta af heildarsköttum, er jafnframt í’étt að gera sér ljóst. hvað fyrir- taekin hafa skilað miklum hagnaði. Höfðu þau möguleika á að skila einhverjum arði? Verð- myndunarkerfið hlýtur að segja okkur nokkuð um það, hversu mikið hægt er að innheimta með þessum fyrirtækjasköttum til þess að ná meiri tekjum fyrir ríkissjóð. Jón: Fjái’hæðin, sem innheimtist til ríkisins með tekjusköttum, er ríflega helmingur af nettó- tekjum til skatts af þeim fyrirtækjum, sem á annað borð borguðu skatta. Nú er mjög stór flokkur fyrirtækja, nánast heilar atvinnugrein- ar, sem vegna mjög rýmra fyrningarreglna og eðli atvinnurekstrarins, þ. e. að fyrirtækin nota fyrnanlegar eignir og tilfærsluheimildir, borga nánast enga eða mjög óverulega tekjuskatta. Ríkið lánar t. d. fjármagn til kaupa á skipi. FV 10 1978 57

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.