Frjáls verslun - 01.01.1974, Blaðsíða 15
brugðið upp svipmyndum af
borginni, fólkinu í starfi og
leik — og þeirri umgjörð, sem
stórbrotin náttúran er höfuð-
staðnum — í skini og skúrum
skammdegis sem miðsumars.
Þeir fjölmörgu, sem séð hafa
myndir Gunnars á síðustu ár-
um — og nú í vetur á sýning-
unni Ljós 73 — hafa hrifizt af
skerpu, tærleika og myndrænni
skynjun hans.
Þetta er þriðja bókin í flokki
Iceland Review Library. Áður
voru út komnar „ICELAND
— The Unspoiled Land“ og
„VOLCANO — Ordeal by Fire
in Iceland’s Westmann Is-
lands“. Þessi nýja bók er af
sömu stærð og hinar fyrri, þar
birtast nær 90 ljósmyndir, sem
í heild gefa glögga mynd aí
höfuðstaðnum og umhverfi.
Uppsetningu og frágang önn-
uðust Gísli B. Björnsson og
Fanney Valgarðsdóttir, en þýð-
ing texta var í höndum May
og Hallbergs Hallmundssonar.
GUNNAR HANNESSON
er borinn og barnfæddur Reyk-
víkingur. Hann er áhugamaður
um ljósmyndun og hefur sinnt
henni í sívaxandi mæli um tíu
ára skeið. Hafa myndir hans
birzt víða, en þó hvergi jafn-
oft og í Iceland Review, og
hafa þær vakið mikla athygli,
bæði hérlendis og erlendis. Ný-
lega byrjaði hin heimsþekkta
japanska ljósmyndaverksmiðja,
NIKON, að nota myndir hans
í kynningarbæklingum, sem
dreift er af söluumboðum
NIKON um allan heim, en
Gunnar notar einmitt þá teg-
und liósmyndavéla.
„REYKJAVIK — A Pano-
rama in Four Seasons“ er
fyrsta bók Gunnars, en nú er
verið að undirbúa gerð annar-
ar bókar með myndum hans af
Vatnajökli, og skrifar dr. Sig-
urður Þórarinsson texta bókar-
innar.
Gunnar var heiðursgestur
ljósmyndasýningarinnar LJÓS
73, sem haldin var í sýningar-
húsinu á Miklatúni í vetur, og
vöktu mvndir hans þar mikla
athygli. Hér fara á eftir úr-
drættir úr nokkrum blaðaum-
mælum:
Vísir segir:
„Litmyndir Gunnars Hann-
essonar eru landsmönnum að
góðu kunnar. Framlag hans til
sýningarinnar að Kjarvalsstöð-
um mun þó ábyggilega koma
flestum á óvart . . . Hér tekst
Gunnari að draga fram hrika-
leea náttúru landsins, sem er
öll líkari því sem við þekkjum,
og við tökum fúslega undir þau
orð snillingsins að „þetta sé ís-
!and“.
Bragi Ásgeirsson í Morgunblað-
inu segir:
„Þáttur Gunnars Hannesson-
ar á sýningunni er drjúgur . . .
Margar af þessum litmyndum
Gunnars eru einstaklega vel
teknar og sumar í algjörum
sérflokki, enda virðist maður-
inn óþreytandi við að leita uppi
sérkennileg viðfangsefni og
hafa skilning á því, sem máli
skiptir, og hafa næmt auga.
Margt myndanna heyra miklu
frekar undir formfræði en ljós-
myndun í almennum skilningi,
og þá er iðjan orðin sjónlist í
víðri merkingu þess orðs, og
ljósmyndarinn kominn í ríki
þess að uppgötva og upplifa,
þannig að hið ómerkasta atriði
í náttúrunni getur orðið að
þýðingar- og hrifmiklu formi.“
Þórsteinn Þórsteinsson í Tím-
anum segir:
„Afstaða Gunnars virðist
mér vera ákaflega heilbrigð og
látlaus, og áhugi hans og til-
finning fyrir efninu vara ósvik-
inn. Aðdáun hans á mikilfeng-
leik og litadýrð íslenzkrar nátt-
úru vitnar fyrst og fremst um
falslaust sjónarmið. Náttúru-
fegurðin og ljósmyndin eru
honum samskeytalaus veru-
leiki.
Ég hafði aldrei heyrt ljós-
myndara setja fram viðhorf sín
í heilan stundarfjórðung og
komast yfir jafn margaóskylda
hluti innan sama ramma.
4 B,13,1415,
22,25,
32,40,
SO, wött
f lúrpípur í mörgum stoerðum
og litum. HEILX3SÖLUBIRC3DIR
m
PHILIPS
heimilistæki sf
Sætún 8 sími 24000
FV 1 1974
15