Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1974, Blaðsíða 15

Frjáls verslun - 01.01.1974, Blaðsíða 15
brugðið upp svipmyndum af borginni, fólkinu í starfi og leik — og þeirri umgjörð, sem stórbrotin náttúran er höfuð- staðnum — í skini og skúrum skammdegis sem miðsumars. Þeir fjölmörgu, sem séð hafa myndir Gunnars á síðustu ár- um — og nú í vetur á sýning- unni Ljós 73 — hafa hrifizt af skerpu, tærleika og myndrænni skynjun hans. Þetta er þriðja bókin í flokki Iceland Review Library. Áður voru út komnar „ICELAND — The Unspoiled Land“ og „VOLCANO — Ordeal by Fire in Iceland’s Westmann Is- lands“. Þessi nýja bók er af sömu stærð og hinar fyrri, þar birtast nær 90 ljósmyndir, sem í heild gefa glögga mynd aí höfuðstaðnum og umhverfi. Uppsetningu og frágang önn- uðust Gísli B. Björnsson og Fanney Valgarðsdóttir, en þýð- ing texta var í höndum May og Hallbergs Hallmundssonar. GUNNAR HANNESSON er borinn og barnfæddur Reyk- víkingur. Hann er áhugamaður um ljósmyndun og hefur sinnt henni í sívaxandi mæli um tíu ára skeið. Hafa myndir hans birzt víða, en þó hvergi jafn- oft og í Iceland Review, og hafa þær vakið mikla athygli, bæði hérlendis og erlendis. Ný- lega byrjaði hin heimsþekkta japanska ljósmyndaverksmiðja, NIKON, að nota myndir hans í kynningarbæklingum, sem dreift er af söluumboðum NIKON um allan heim, en Gunnar notar einmitt þá teg- und liósmyndavéla. „REYKJAVIK — A Pano- rama in Four Seasons“ er fyrsta bók Gunnars, en nú er verið að undirbúa gerð annar- ar bókar með myndum hans af Vatnajökli, og skrifar dr. Sig- urður Þórarinsson texta bókar- innar. Gunnar var heiðursgestur ljósmyndasýningarinnar LJÓS 73, sem haldin var í sýningar- húsinu á Miklatúni í vetur, og vöktu mvndir hans þar mikla athygli. Hér fara á eftir úr- drættir úr nokkrum blaðaum- mælum: Vísir segir: „Litmyndir Gunnars Hann- essonar eru landsmönnum að góðu kunnar. Framlag hans til sýningarinnar að Kjarvalsstöð- um mun þó ábyggilega koma flestum á óvart . . . Hér tekst Gunnari að draga fram hrika- leea náttúru landsins, sem er öll líkari því sem við þekkjum, og við tökum fúslega undir þau orð snillingsins að „þetta sé ís- !and“. Bragi Ásgeirsson í Morgunblað- inu segir: „Þáttur Gunnars Hannesson- ar á sýningunni er drjúgur . . . Margar af þessum litmyndum Gunnars eru einstaklega vel teknar og sumar í algjörum sérflokki, enda virðist maður- inn óþreytandi við að leita uppi sérkennileg viðfangsefni og hafa skilning á því, sem máli skiptir, og hafa næmt auga. Margt myndanna heyra miklu frekar undir formfræði en ljós- myndun í almennum skilningi, og þá er iðjan orðin sjónlist í víðri merkingu þess orðs, og ljósmyndarinn kominn í ríki þess að uppgötva og upplifa, þannig að hið ómerkasta atriði í náttúrunni getur orðið að þýðingar- og hrifmiklu formi.“ Þórsteinn Þórsteinsson í Tím- anum segir: „Afstaða Gunnars virðist mér vera ákaflega heilbrigð og látlaus, og áhugi hans og til- finning fyrir efninu vara ósvik- inn. Aðdáun hans á mikilfeng- leik og litadýrð íslenzkrar nátt- úru vitnar fyrst og fremst um falslaust sjónarmið. Náttúru- fegurðin og ljósmyndin eru honum samskeytalaus veru- leiki. Ég hafði aldrei heyrt ljós- myndara setja fram viðhorf sín í heilan stundarfjórðung og komast yfir jafn margaóskylda hluti innan sama ramma. 4 B,13,1415, 22,25, 32,40, SO, wött f lúrpípur í mörgum stoerðum og litum. HEILX3SÖLUBIRC3DIR m PHILIPS heimilistæki sf Sætún 8 sími 24000 FV 1 1974 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.