Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1974, Blaðsíða 39

Frjáls verslun - 01.01.1974, Blaðsíða 39
Kvöldverftarboð á Bessastöðum til heifturs Nixon og Pompidou sumarift 1973. hef ætíð gert, en þetta kemur ekki embættinu við, heldur varðar aðeins notkun tóm- stunda, sem forseti á að eiga eins cg aðrir. Nýi forsetinn í ísrael var prófessor og er sagður hafa rannsóknarstofu i fcrsetahöllinni. Ég get sagt það hér, af því að margir spyrja um það, að ég tel mig hafa komið þó nokkrum fræðistörf- um í verk síðan ég kom í Bessastaði. Raunverulegt frí höfum við hjón hins vegar ekki tekið í háa herrans tíð, og liggja til þess ýmsar ástæður. F.V.: — Hve oft eru ríkis- ráðsfundir haldnir og hvernig fara þeir fram? Fcrsetinn: — Forseti og ráð- herrar skipa ríkisráð, og skal þar bera upp lög og mikilvæg- ar stjórnarathafnir. Fundir eru ekki reglulegir, heldur stefnir forseti ríkisráðinu til fundar eftir þörfum og þá yfirleitt eft- ir tillögu forsætisráðherra. Á ríkisráðsfundi bera ráðherrar upp málefni sín fyrir forseta til staðfestingar. Mjög er það algengt hér og hefur alltaf ver- ið, að forseti staðfesti einnig mál utan ríkisráðsfunda, en þá eru þau ætíð borin upp á næsta ríkisráðsfundi til endurstað- festingar. Yfirleitt eru ríkis- ráðsfundir fyrst og fremst formlegs eðlis, en forseti get- ur rætt þar hvaða mál sem hann vill ráðgast um við ríkis- stjórnina. í gerðabók ríkisráðs er bókað það sem gerist á fundunum, og annast ríkisráðs- ritari það. Nokkuð er það mis- jafnt hversu oft fundir eru haldnir, en sé litið á langt tíma- bil munu ríkisráðsfundir vera haldnir um 8-9 sinnum á ári til jafnaðar. Frá upphafi lýð- veldis á íslandi hafa verið haldnir 264 fundir í ríkisráði. F.V.: — Er algengt, aft al- mennir borgarar beri upp er- indi sín við yftur í viðtalstím- um? Forsetinn: — Nokkuð er um það, en ekki væri rétt að segja að það sé mikið. Alltaf er nokkuð um það að fólk komi til að heilsa upp á mig og ræða þá eitt eða annað, sem ekki kemur beinlínis embættinu við. Maður á marga kunningja frá fcrnu fari. F.V.: — Hversu fjölmennt er starfslið forsetaembættisins og hvernig er rekstri Bcssastafta liáttað? Forsetinn: — Á forsetaskrif- stofunni í Stjórnarráðshúsinu í Reykjavík er forsetaritari, en starf hans er aðeins hálft, því að hann er um leið deildar- stjóri i utanríkisráðuneytinu. Forsetaritari er einnig orðurit- ari. Þá er á skrifstofunni ein stúlka, ritari, og hefur þar fullt starf. Á Bessastöðum er ráðs- maður, semer um leið bifreiðar- stjóri forseta. Hann annast all- ar útréttingar fyrir staðinn. Þá er ráðskona og ein stofustúlka. Það nægir daglega og við smærri gestamóttökur, en þeg- ar stórar móttökur eru eða veizlur, sem oft ber við, er fengin aukahjálp. Aðeins ör- sjaldan eru veitingamenn fengnir til að standa fyrir veit- ingum við móttöku gesta. For- seti hefur umráð yfir jörð og húsum á Bessastöðum, en bú- skapur er þar enginn nú, ríkis- búskapurinn var lagður niður vorið 1968. í svip virðist mér ekki líklegt að hann verði tek- inn upp aftur, þótt ég viti vel að mörgum finnst að honum sjónarsviptir. En þar er á margt að líta, sem ókunnugir munu varla átta sig á í fljótu bragði. Satt að segja virðist all- ur búskapur vera að dragast saman á ÁJftanesi. Að lokum skal ég svo geta þess, að mál- efni forsetaembættisins og þar með staðarins á Bessastöðum heyra undir forsætisráðuneyt- ið. F.V.: — Hve margir gestir sækja yður heim að Bessastöð- um árlega? Forsetinn: — Ég hef ekki álitið nauðsynlegt að láta telja í öllum gestabókum til að geta svarað þessari spurningu ná- kvæmlega. Þetta er nokkuð mismunandi frá ári til árs. Síðastliðið ár eru um 2500 gestir skráðir í gestabók Bessa- staða, en alltaf má reikna með að nokkrir fari án þess að skrifa nafn sitt- svo að ég tel að gestir á ári séu um 3000. Vitanlega er mismunandi hve lengi gestir standa við, en yfir- leitt munu fáir koma hingað án þess að dvelja eina klukku- stund eða dálítið á annan tíma. F.V.: — Hvaða þátt teljift þér aft' Bessastaðakirkja eigi í reisn staðarins? Forsetinn: — Ég tel hiklaust, að hann sé alveg ómetanlegur. Kirkjan er ein af elztu og virðulegustu kirkjum landsins. Hún er sóknarkirkja á Álfta- FV 1 1974 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.