Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1974, Blaðsíða 74

Frjáls verslun - 01.01.1974, Blaðsíða 74
Loftleiðir h.f. LOFTLEIÐIR H.F., Reyk j avíkurf lugvelli, sími 20200. Flugafgreiðsla farþega Hótel Loftleiðum, Reykjavíkur- og Keflavíkurflugvelli. Framkvæmdastjóri: Alfreð Elíasson. Stjórnarformaður: Kristján Guðlaugsson. Loftleiðir halda nú uppi föst- um áætlunarferðum til ýmissa Evrópulanda og Ameríku. Tíðni áætlunarferða á viku yf- ir vetrarmánuðina er þessi: New York 9, Chicago 2, Lux- emborg 10, Glasgow 4, London 2, Osló 3, Stokkhólmur 2, Kaupmannahöfn 7, Færeyjar 1. Vetraráætlun Loftleiða er í gildi fyrstu fjóra mánuði árs- ins. Samkvæmt henni voru farn- ar átta ferðir vikulega árið 1972 fram og til baka milli Luxemborgar og New York. Milli Norðurlanda og fslands voru farnar fimm ferðir í viku og ein milli Bretlands og ís- lands. Af þeim sex ferðum, sem farnar voru frá Norðurlöndum og Bretlandi 1972 héldu tvær áfram til New York, en fjögur flug voru sameinuð Luxem- borgarferðum milli íslands og Bandaríkjanna. Sumaráætlun félagsins tek- ur gildi 1. maí og er í gildi til októberloka. Á þessu tímabili ’72 voru farnar frá 19 og allt upp í 25 vikulegar ferðir milli Evrópulanda og Bandaríkj- anna. Vetraráætlun tekur svo aft- ur gildi frá 1. nóvember og er hún með svipuðu sniði og vetr- aráætlunin fyrstu fjóra mánuði ársins. Flugkostur: Sumarið 1973 voru Loftleiðir með fimm þot- ur í notkun á flugleiðum fé- lagsins, allar af gerðinni DC-8. Þar af var ein Super 63 og tvær Super 61 með rými fyrir 249 farþega hver, ein DC-8-55 með 173 farþegarými og ein Super 61, sem útbúin var með þrjá vörupalla og að auki sæti fyrir 204 farþega. Yfir vetrar- mánuðina er flugflotinn minni í samræmi við minni flutninga. Farþega-, fragt- og póstflutn- ingar: Fyrstu 5 mánuði síðasta árs voru fluttir 99,059 farþeg- ar, en á sama tíma árið á und- an 91,996. Nemur aukningin því 7.7%. Tekjur jan.-maí 1973 voru kr. 1,045,580,000, en á sama tíma 1972 776,533,000. Fé- lagið flutti á árinu 1972 324,453 farþega, þar af 322 í leiguflugi. Frá upphafi hafa Loftleiðir flutt um 2,5 milljón- ir farþega. Félagið hefur undanfarið verið í níunda sæti þeirra, sem halda uppi áætlunarferðum yf- ir Norður-Atlantshaf, og flutt 2,4% þeirra, sem ferðast með áætlunarflugferðum á þeirri flugleið. Sætanýting hefur ver- ið tiltölulega góð, t. d. var hún 74,1% árið 1972, en vegna lágra fargjalda er hún ekki einhlít til viðmiðunar um af- komu. Flutningar á fragt og arð- bærum aukafarangri nam 2,732 tonnum árið 1972. Póstflutn- ingar jukust um 6,4% það ár frá því árið á undan. Flutt voru 494 tonn. Starfsmenn: Hjá Loftleiðum starfa um 1300 manns, þar af starfa um 700 manns innan- lands, en 600 erlendis. Fluglið er talið með starfsmönnum innanlands. Eigin skrifstofur og aðal- umboð: Aðalskrifstofur Loft- leiða hafa alltaf verið í Reykja- vík og frá því í maí mánuði 1964 í eigin skrifstofubyggingu á Reykjavíkurflugvelli. Félagið hefur söluskrifstofu í eigin húsnæði að Vesturgötu 2, en vörugeymslur og afgreiðslu með Flugfélagi íslands við Sölvhólsgötu. Félagið sér um flugrekstur á Keflavíkurflug- velli, alla farþegaþjónustu og ennfremur hafa Loftleiðir ann- ast fyrirgreiðslu alls annars flugs til og frá Keflavíkurflug- velli, annars en þess, sem hald- ið er uppi af hernaðaryfirvöld- um. Fyrsta skrifstofa Loftleiða erlendis var opnuð í Kaup- mannahöfn. Nú hafa Loftleiðir skrifstofur víða um heim svo sem i Osló, Stokkhólmi, Lon- don, Glasgow, Hamborg, Frank- furt og Dusseldorf. Sölustarf- semi Loftleiða í Austurríki og A.-Þýzkalandi er stjórnað frá skrifstofunni í Hamborg. Skrif- stofa Loftleiða í Vínarborg hef- ur verið starfrækt frá því árið 1966. Loftleiðir hafa ennfremur skrifstofur í Luxemborg, Frakklandi, Belgíu, Sviss, Ítalíu, Líbanon og á nokkrum stöðum í Bandaríkjunum. Þá er opin skrifstofa Loftleiða í Mexíkóborg, og einnig hafa Loftleiðir aðalumboðsskrifstof- ur víða í Mið- og Suður- Ameríku. Ein af þotum Loftleiða lendir á Keflavíkurflugvelli. 74 FV 1 1974
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.