Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1974, Blaðsíða 40

Frjáls verslun - 01.01.1974, Blaðsíða 40
 Dr. Kristján Eldjám hefur eftir megni haldið áfram rannsóknum sínum á sviði fornleifafræði og ritstörfum þar að lútandi. nesi og um leið staðarkirkja. Séra Garðar Þorsteinsson, pró- fastur í Hafnarfirði, hefur ver- ið þar sóknarprestur síðan rík- isstjóri settist að á Bessastöð- um og raunar lengur. Þama eru haldnar venjulegar guðs- þjónustur eins og á öðrum kirkjustöðum og hátíðamessur á öllum stórhátíðum. Auk þessa kemur svo í kirkjúna geysileg- ur fjöldi ferðamanna, hún virð- ist blátt áfram vera einn af helztu viðkomustöðum hér í nágrenni Reykjavíkur á sumr- in. Alloft, en hvergi nærri allt- af, förum við með gesti okkar í kirkjuna. Það er stundum ágætt að byrja eða enda gesta- móttöku með viðkomu í þess- ari sögulegu byggingu. Hún er í stíl við húsið, Bessastaða- stofu, sem er þó talsvert eldri, frá 1767. Það er óhætt að segja að kirkjan á verulegan þátt í að bregða stórum svip yfir staðinn, enda veitir ekki af, því að húsakynni á Bessastöð- um mega ekki minni vera í sniðum, þótt vel megi við bjargast. F.V.: — Er náið samband milli forsetaembættisins og fulltrúa erlendra ríkisstjórna hér á landi? Forsetinn: — Já, ég tel að svo sé, og það mætti segja mér að það væri nánara en víðast hvar annars staðar, þótt ég sé því líklega varla nógu kunnug- ur. Það er gamall siður að taka á móti öllum sendiherrum, sem koma til að afhenda skilríki sín, á Bessastöðum, og kalla til nokkra gesti til að heilsa upp á þá. Þetta á bæði við þá sendi- herra, sem búsettir eru hér á landi, og þeir eru tiltölulega fáir, og hina mörgu, sem ekki hafa aðsetur hér á landi. Það mun vera heldur óvenjulegt að hafa þó þetta við, þegar nýir sendiherrar koma í fyrsta sinn, og okkur virðist það mæl- ast mjög vel fyrir hjá þeim. Við þá sendiherra, sem hér búa, hefur forsetaembættið talsvert mikil samskipti. Þeim eru haldin kvöldverðarboð á Bessastöðum einu sinni á ári, einnig bjóða þeir oftast forseta heim árlega, og oft eiga sér stað samtöl og samskipti í til- efni af ýmsu sérstöku, sem að höndum ber. Mér finnst þetta vera með æskilegum hætti. F.V.: — Oft er rætt um til- gan g þjóðhöfðingjaheimsókna og stundum verður vart efa- semda um nytsemi þeirra. Hvað finnst yður um gildi þeirra? Forsetinn: — Gagnkvæmar heimsóknir landa í milli eru ákaflega mikill þáttur í alþjóð- legu samstarfi. Menn úr öllum stéttum og stöðum fara í slikar heimsóknir, stjórnmála- menn, listamenn, atvinnurek- endur, verkamenn, bændur og mætti lengi áfram halda, oft stórar sendinefndir. Þjóðhöfð- ingjaheimsóknir eru aðeins eitt af mörgu, en það ber á þeim á sérstakan hátt, af því að þær fara fram fyrir opnum tjöld- um, minna meira á sýningu en aðrar gestkomur. Áhrif þessara heimsókna er erfitt að meta, eða gagnsemi þeirra, slíkt verð- ur ekki mælt eða vegið. En þær vekja vissulega mikla at- hygli á landinu, sem gesturinn kemur frá. Þær eru þá land- kynning, hvernig sem menn vilja svo meta hana. Sjálfur held ég að ýmislegt gott spretti upp af þessu öllu saman. En af því að það er nokkuð svo óáþreifanlegt er engin furða þótt mönnum finnist það um- deilanlegt. Ég held þó að allur þcrri manna sé meðmæltur þeim samskiptum við aðrar þjóðir, sem þjóðhöfðingjaheim- sóknir eru. Það er ómögulegt að sjá annað en að almenning- ur fylgist með þeim af lifandi áhuga. Og naumast kemur til mála fyrir okkur að skerast hér úr leik, því að þetta er fullkomlega alþjóðlegt fyrir- brigði. Ekkert gott mundi leiða af slíkum útúrboruskap. Hitt er svo annað mál og jafnsjálf- sagt að ofgera ekki í þessu efni, enda hefur það aldrei ver- ið gert. Þjóðhöfðingjaheim- sóknum á báða bóga hefur ætíð verið i hóf stillt hér á landi. 40 FV 1 1974
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.