Frjáls verslun - 01.01.1974, Blaðsíða 95
•••ORKUSKORTUR***
— Pabbi fékk luktina þína bara að láni til þess að geta
lesið blöðin.
Eiginkonan: Hann Palli í
íbúðinni á móti kyssir konuna
sína alltaf, áður en hann fer í
vinnuna á morgnana. Af
hverju gerir þú þetta ekki
líka?
Maðurinn: Ertu frá þér
manneskja. Ég þekki hana
sama sem ekki neitt.
— Og hvað get ég gert fyrir
yður, maður minn? spurði geð-
læknirinn, þegar lítill og feim-
inn eldri maður gekk inn til
hans.
— Það er út af konunni
minni, svaraði maðurinn.
Eg er áhyggjufullur hennar
vegna. Hún situr og prjónar
allan daginn.
— Er nokkuð athugavert við
það? spurði læknirinn.
— Jú. Það er það nefnilega,
svaraði litli maðurinn. Hún
keypti 10 kíló af stálull og
segist vera að prjóna nýtt járn-
tjald.
— Þetta gengi miklu hraðar, Magga, ef þú tækir af þér
vettlingana áður en þú gefur.
— Loksins hef ég fengið
manninn minn til að hætta að
naga á sér neglurnar.
— Nú hvernig þá?
— Ég lamdi úr honum tenn-
urnar.
Fréttamaðurinn: Og hvernig
gátuð þér nú náð þessum háa
aldri og orðið hundrað ára?
Afmælisbarnið: Ja, það er
nú fyrst og fremst vegna þess
að ég er fædd 1874.
— Af hverju hætti Siggi
þjónn að vinna á barnum?
— Hann var svo ferlega lat-
ur. í hvert skipti sem hann
átti að blanda kokkteil stóð
hann hreyfingarlaus með hrist-
arann á lofti og beið eftir jarð-
skjálfta.
Kalli litli skrifaði á skóla-
töf luna:
„Kalli er ofboðislegur els'k-
hugi.“ Unga kennslukonan
varð að því er virtist mjög ill
yfir þessu.
— Þú verður að sitja eftir,
þegar hinir krakkarnir fara
heim, Karl, sagði hún.
Þegar Kalli litli kom loksins
út úr kennslustofunni biðu hin-
ir strákarnir spenntir og vildu
ólmir heyra, hvaða refsingu
hann hefði hlotið.
— Ég vil sem minnst um
það segja, svaraði Kalli. En
það borgar sig svo sem að aug-
lýsa annað slagið.
FV 1 1974
95