Frjáls verslun - 01.01.1974, Blaðsíða 77
5. Lokaútfærzla handrits fer síðan fram
á teiknistofu. Taka þarf ákvörðun um let-
urgerð, myndskreytingar, leikmuni, bún-
inga, leikara, þuli og annað.
Sérteiknun og myndskreytingar: Erik C.
Watson og Hilmar á teiknistofunni.
6. Oftast þarf að leita til sérþekkingar
ljósmyndarans við ljósmyndun og ljós-
myndavinnu í sambandi við kvikmynda-
gerðina. Þá kemur samvinnan við ljós-
myndastofu KM sér vel.
Ljósmyndun, eftirtökur o. fl.: Kristján
Magnússon.
7. Hugmyndin fest á filmu. Innitökur eru
flestar teknar í eigin stúdíósal. Hvert atriði
er marg tekið til þess að hægt sé að nýta
alla möguleika handritsins til hins ýtrasta,
þegar myndin er klippt síðar.
Kviömyndataka: Jón Þór Hannesson.
8. Vélavinna. Aökeypt vinna frá sérhæfu
starfsfólki sjónvarpsins felst í framköllun
filmunnar, klippingu í klippiborði, tónupp-
töku og yfirfærzlu á sérstakt tónband, og
samhæfingu tónbands og filmu (blöndun
tónefnis og tónsetning):
Umsjón vélavinnu hafa Jón Þór Hannes-
son og Ólafur Stephensen.
9. Nú fyrst fær auglýsandinn að skoöa
auglýsingu sína fullgerða. En þá er ekki
öllu lokið. Gerð er auglýsingaáætlun um
birtingartíma, og kostnað. Pantaðir eru
tímar í sjónvarpinu, og þeir staðfestir
skriflega. Síðan hefur Argus eftirlit með
birtingunum og endurskoðar reikninga
fyrir þær.
Auglýsingadreifing: Valgeröur Siguröar-
dóttir, Ingibjörg Valdimarsdóttir.
Auglýsingastofan Argus h.f. vinnur að að-
hliða auglýsingaþjónustu, en hefur frá
upphafi starfs síns, 1967, lagt áherzlu á
eigin kvikmyndagerð, — með tækjakosti
og stúdíósal. Argus hefur gert flestar aug-
lýsingakvikmyndir hérlendis. „Við höfum
staðið að bæði þeim góðu og þeim slæmu,“
segja starfsmenn Argusar. „Megin áherzla
okkar í kvikmyndagerðinni er að gera
auglýsingar, sem selja vöruna, sem er aug-
lýst. Það er verkefni annarra að sjá sjón-
varpsáhorfendum fyrir skemmtiefni.“
FV 1 1974
77