Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1974, Blaðsíða 17

Frjáls verslun - 01.01.1974, Blaðsíða 17
Verðgildi orkunnar á Islandi hefur lítið breytzt — þrátt fyrir almennan orkuskort í heiminuim Fjarlægð frá helztu iðnaðarsvæðum, langir flutningar og há farmgjöld aðalástæðurnar Ólafur Sig'urðsson, blaðafull- trúi Félags ísl. iðrekenda og einn af eigenduin Plastiðjunn- ar á Eyrarbakka, er nýkominn heim úr stuttri ferð til Banda- ríkjanna, þar sem hann ræddi við forstöðumenn ýmissa stór- fyrirtækja um ástandið í orku- málum og framtíðarþróun al- þjóðaviðskipta. Frjáls verzl'un bað Ólaf að segja nokkuð frá viðræðum sínum við þessa að- ila vestan hafs og fer frásögn hans hér á eftir: — Á snöggri ferð til Banda- ríkjanna ræddi ég við marga menn í viðskiptalífinu. Þar sem erindið var að kanna möguleika á að fá hráefni fyr- ir Plastiðjuna voru margir þeirra i fyrirtækjum og stofn- unum, sem hafa með efnavör- ur að gera. Þá ræddi ég við ýmsa aðra og spurði marga sömu spurninganna um á- standið í Bandaríkiunum. Hér fara á eftir nokkur atriði, dregin úr svörum þessa fólks. Astandtð í hrAefnamálum Farið var að bera á skorti á ýmsum hráefnum, löngu áð- ur en olíuskorturinn kom til sögunnar. Ekki telja menn þó að ástandið sé alvarlegt. Þó er erfitt fyrir nýja viðskipta- vini að komast í sambönd. Einn af sérfræðingum plast- deildar Union Carbide, Mr. Akers, saeði: „Þegar skortur ^r á hráefnum, sinna öll ábyrg fvrirtæki sínum föstu við- skiotavinum. Mennirnir sem líða skort eru þeir, sem stöð- uet elta upni læesta verð með tilboðum. Á sviði olíuhráefna hefur farið saman vaxandi eft- irspurn og minnkandi fjárfest- íng í framleiðslutækjum. Við komum til með að sjá mikið af nýjum lausnum, til að leysa þennan vanda.“ ORKA Rétt eftir að ég kom heim Ólafur Sigurðsson las ég grein í The Economist, sem var mjög á sama veg og þau svör er ég fékk um orku- mál. Einn af helztu samninga- mönnum Union Carbide við íslendinga, Edward Pileher, spáði því að olía mundi lækka í verði og framboðiið aukast. Þá myndi notkun breytast, er hraðað væri framkvæmdum, sem minnka olíunotkun. Hann benti einnig á að Bandaríkin eiga gifurlegt magn af yfir- borðskolum, sem vinna má úr olíu. Sú olía er nokkru dýrari en jarðolía, en Mr. Pilcher sagði að þar kæmi á móti, að hún hefði miklu betri eigin- leika til hráefnisvinnslu. Hann benti einnig á, að verðsveiflur á hráefnum hefðu orðið miklu minni í Bandaríkjunum en í Evrópu, að undanförnu. ORKA A ÍSLANDI Ég spurði alla, sem ég 'hitti og líklegir voru til að hafa nokkurt vit, á því, hvort að orkuskorturinn í heiminum hæklcaði ekki til mikilla muna verðgildi orkunnar á íslandi. Mér til nokkurrar undrunar voru svörin öll á sama veg. Menn töldu hinn almenna orkuskort breyta litlu. Þeir bentu á staðsetningu landsins utan helztu iðnaðarsvæða heims, langa flutninga og há farmgjöld til og frá íslandi. Bersýnilegt er, að sagt hefur verið frá háum farmgjöldúm til íslands í einhverjum ritum, sem lesin eru af mönnum í viðskiptalífinu í Bandaríkjun- um. Þá bentu menn á, að ekki væru boðin nein sérstök kosta- kjör til að fjárfesta á íslandi. Töldu flestir að sérhæfðar verksmiðjur, sem nota mjög mikla orku, kynnu að henta á íslandi. Þá minntust margir á það, sem nú virðist vera al- kunna í Bandaríkjunum, að ís- lendingar væru á móti mikl- um fjölda útlendinga í landinu og vildu ekki leyfa lituðum mönnum landvist. Astandið í evrópu Marga menn heyrði ég segja, að þeir undruðust hversu mörg fyrirtæki í Evrópu hefðu reynt að ná sem mest- um stundargróða út úr þessum aðstæðum. Töldu menn það gagnstætt langtíma hagsmun- um hráefnisframleiðenda að mjög örar og sveiflukenndar hækkanir yrðu á verði. Stöð- ug og árviss þróun væri æski- legasta ástandið. John O’Connor, forstjóri al- þjóðadeildar Borden fyrirtæk- isins sagði, að þeir fyndu þeg- ar aukinn áhuga fyrir inn- kaupum frá fyrirtækjum, sem áður hefðu verzlað við fyrir- tæki í Vestur Evrópu. Sagði hann að þeir fyndu þetta bæði á aðalskrifstofunum í New York og í dótturfyrirtæ'kjum í Evrópu. Fyrirtækið á verk- smiðjur í þrem Evrópulönd- um, Bretlandi, Frakklandi og Noregi, auk verksmiðja víða annarsstaðar. FV 1 1974 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.