Frjáls verslun - 01.01.1974, Blaðsíða 55
Skipadeild SIS
Sambandshúsinu, Sölvhólsgötu 4, sími 17080. Forstjóri: Hjörtur Hjartar
Kaupskip Sambands ísl. sam-
vinnufélaga eru 8 að tölu og
eru það: M.s. Jökulfell, Skafta-
fell, Helgafell, Mælifell,
Hvassafell, Dísarfell, Litlafeil
og Stapafell.
M.s. Jökulfell er byggt árið
1951 og er skráningarhöfn þess
Reyðarfjörður. Skipið er 379
nettótonn, 972 brúttótonn og
burðargeta er 1045 tonn. Kall-
merki er TFBW, Ferðir skipsins
árið 1972 voru 20. Viðkomur
þess á höfnum innanlands það
ár voru 122 og 21 utanlands. Alls
sigldi skipið til 7 landa. Flutn-
ingar í tonnum voru 18.947.
M.s. Skaftafell fór 16 ferðir
árið 1972. Hafði skipið 114 við-
komur á höfnum innanlands og
31 utanlands. Alls sigldi skipið
til 14 landa. Skaftafell er skrá-
sett á Hornafirði og er það smíð-
að árið 1971. Það er 396 nettó-
tonn, sem opið en 884 sem lokað.
Sem opið er það 718 brúttótonn,
en 1416 lokað. Burðargeta
Skaftafells er nettó 1160 og
brúttó 1740. Flutti skipið alls
16.287 tonn af vörum árið 1972.
Kallmerki Skaftafells er TFHB.
M.s. Helgafell flutti alls 30,-
564 tonn af vörum árið 1972.
Skipið er smíðað árið 1954 og er
skráningarhöfn þess Reykjavík.
Helgafellið er 554 nettótonfi op-
ið og 1156 nettótonn lokað.
Brúttótonnatalan er: Opið 1243
og lokað 1975. Burðargeta
skipsins er 2340 nettótonn og
3250 brúttótonn. Kallmerki
er TFZB.
Helgafell fór 16 ferðir 1972
og hafði viðkomur á 67 höfnum
hérlendis og 31 erlendis. Sigldi
skipið til 11 landa á árinu.
M.s. Mælifell er skrásett á
Sauðárkróki. Fór skipið 15 ferð-
ir 1972 og hafði viðkomur á 44
erlendum höfnum, en 42 inn-
lendum. Alls sigldi skipið til 13
landa. Vöruflutningar í tonnum
það ár voru samtals 34.889.
Mælifellið er byggt árið 1964.
Það er 980 nettótonn og 1879
brúttótonn. Getur skipið lestað
mest 2740 tonn. Kallmerki er
TFBO.
M.s. Hvassafell er 718 brúttó-
tonn sem opið og 1416 sem lok-
að. Burðarlestartalan er nettó
1222 og brúttó 2572. Kallmerki
er TFUB. Skipið er smíðað árið
1971 og skrásett á Akureyri.
Árið 1972 fór Hvassafellið 17
ferðir. Hafði skipið 83 viðkom-
ur á höinum innanlands en 32
á höfnum utaniands. Alls sigidi
það txl 11 landa. Flutti siupið
það ár 24.752 tonn af vörum.
Disarfeil fór 13 feröir árið
1972 Viökomur á höfnum innan-
iands voru 66, en á hofnum er-
lendis 25. Alls var siglt til 6
landa. Dísarfell, skrásett í Þor-
lákshöfn, er byggt ánð 1967.
Það er 363 neaótonn sem op-
ið, en 817 nettotonn sem lokað.
Brúttótonnatalan er 499 sem
opið, en 1183 sem lokað. Alls
getur skipið lestað 1225 nettó-
tonn, en 2200 bruttótonn. Kall-
merki er TFXB. Fiutmngur í
tonnum 1972 var samtals 7.810.
M.s. Litlafell er skrásett á Isa-
firði og byggt árið 1964. Skipið
er oliuskip 47 0 nettótonn og 892
brúttotonn. Burðargeta þess er
1230 tonn. Kallmerki er TFMJ.
Litlafellið fór 116 ferðir árið
1972. Viðkomur í höfnum innan-
lands voru 340 og utanlands 13.
Sigidi skipið samtals til 4 landa.
Flutningar i tonnum á Litiafelli
voru ánð 1972 120.331.
Oliuskipið M.s. Stapafell fór
128 ferðir árið 1972. Var við-
koma höfð í 385 höfnum innan-
lands og 9 höfnum utanlands.
Var siglt til 4ra landa það ár.
Flutningar í tonnum voru 126.-
753. Stapafellið er smíðað árið
1962 og er skrásett í Keflavík.
Það er 411 nettótonn og 895
brúttótonn. Alls getur skipið
lestað 1126 tonn. Kallmerki er
TFNB.
Voru ferðir þessara skipa sam-
tals 123. Viðkomur á höfnum
innanlands voru 580 og 217 ut-
anlands. Siglt var til 22 landa.
Flutningur í tonnum var sam-
tals 146.693 og sigldar sjómílur
voru 313.247. Á þetta við árið
1972. Ársskýrsla fyrir árið 1973
er ekki komin út, en ekki hefur
orðið nein teljandi breyting á
viðkomufjölda árið 1973.
Föst leiguskip eru ekki í þjón-
ustu Sambandsins, en eru þau
tekin til einstakra ferða, eftir
því sem verkefni gera nauðsyn-
legt hverju sinni. Voru slíkar
ferðir 21 á árinu 1972. Flest
þessara skipa eru milli 600—
1200 tonn að stærð.
Leiguskip félagsins fóru 21
ferð árið 1972 og höfðu 88 við-
komur á höfnum innanlands, en
21 utanlands. Fluttu leiguskipin
samtals 15.410 tonn af vörum
það ár.
Að meginhluta er siglingum
skipa Sambands íslenzkra Sam-
vinnufélaga ráðstafað eftir því,
hvaða verkefni þarf að leysa
hverju sinni. Þau eru því ekki í
föstum áætlunarferðum í þess
orðs almennu merkingu. Fastar
siglingar eru þó á liðlega 3ja
vikna fresti til Svendborgar,
Rotterdam og Hull og frystiskip
er í stöðugum siglingum til Am-
eríku. Að öðru leyti má segja,
að meginhluti siglinganna sé til
Finnlands, Rússlands og Pól-
lands svo og hafa skipin jafnað-
arlega farið til Miðjarðarhafs
nokkrar ferðir á ári og einnig
með fisk til Portúgal.
í ársskýrslu Sambands ís-
lenzkra samvinnufélaga 1972
segir m. a.:
Árið 1972 voru samtals flutt-
ar með eigin skipum og leigu-
skipum 409.187 smálestir. Þetta
er 23.208 þús smálesta meira
vörumagn en árið 1971. Inn-
flutningur jókst um liðlega 13,-
400 tonn, en útflutningur jókst
um 7.316 lestir. Strandflutning-
ar voru 19.206 tonnum hærri en
árið áður, en hins vegar voru
flutningar milli hafna erlendis
16.728 tonnum minni en árið
1971. Leiguskip fóru alls 21 ferð
og fluttu þau samtals 15.410
tonn frá og til landsins. Olíu-
skipin fluttu nú alls 247.084
tonn, þar af 3.578 tonn milli
hafna erlendis. Olíuflutningar
hafa því aukizt um 17.949 tonn.
Eigin skip fluttu nú 146.693 lest-
ir móti 135.138 árið 1971.
Samtals fóru eigin skip, sam-
eignarskipin og leiguskip Skipa-
deildar 388 ferðir á árinu. Þau
sigldu til 55 innlendra hafna og
viðkomurnar voru 1297. Erlend-
is voru viðkomurnar 239 í 22
löndum. Samvinnuskipin sigldu
alls 406.055 sjómílur á móti 332,-
203 árið 1971.
Farmgjaldatekjur eigin skipa
voru 296.2 milljónir og sameign-
arskipanna 70.4 milljónir. Um-
setningin hefur því hækkað um
liðlega 86 milljónir. Ekki stafar
þetta af því að farmgjöld hafi
almennt hækkað á árinu, heldur
gætir hér áhrifa frá „Skafta-
felli“ og „Hvassafelli“, sem
bættust í flotann í september
og desember 1971, Hins vegar
var „Dísarfell“ selt í ágúst.
FV 1 1974
55