Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1974, Blaðsíða 98

Frjáls verslun - 01.01.1974, Blaðsíða 98
HFrá ritsijórn Blaðið 35 ára Frjáls verzlun hefur nú komiö út í 35 ár og er þaö næsta langur tími miöað viö feril margra annarra tímarita, sem byrjaö hafa göngu sína hérlendis. Öneitanlega hafa misjafnir tímar blasaö viö ritstjórum og útgáfustjórum blaðsins og kostur þeirra oft verið þröngur. En með árunum hefur sannazt, aö blað á borö við Frjálsa verzlun hefur hlutverki að gegna í þjóðfélaginu þrátt fyrir öll þau ógrynni önnur, sem á prent eru sett og aðra tækni fjölmiðlunar. Allra síðustu árin hafa gerbreytingar oröið á útgáfunni og blaðiö ætlað sér erindi til miklu víðari lesendahóps en áður var, þegar Frjáls verzlun var félagsblað verzlunarmanna. Viðtökurnar er blaðið hefur hlotið reynast mjög uppörvandi í starfi allra aðstandenda þess og á þetta ekki hvað sízt við um ágætar undirtektir íbúanna í dreifbýlinu við efni blaðsins. Frjáls verzlun hefur það enn að mark- miði að vera boðberi hugsjónanna um frjáls viðskipti. Blaðið leggur höfuðáherzlu á að kynna ýmsa þætti viðskipta- og at- hafnalífsins. Það vill leggja sitt af mörk- um til þess að hið frjálsa framtak í land- inu megi eflast. Um leið og það tekur til meðferðar víðara svið þjóðmálanna mun blaðið hafa að leiðarljósi grundvallarhug- sjónir frelsis og lýðræðis. Frjáls verzlun á íslandi var einn happadrýgsti áfanginn í endurheimt frelsis þjóðarinnar. í því ljósi skal líta nafn þessa blaðs. Það telur sér skylt að fjalla um meginviöburði líðandi stundar eftir lýðræðislegum leikreglum í þeirri von að það geti lagt sitt af mörk- um til að þeim reglum verði ekki varpað fyrir róða á öðrum vettvangi. „Verkalýðsrekendur" Einu sinni sem oftar horfir svo að samningar vinnuveitenda og launþega ná- ist ekki, en gripið verði til örþrifaráöa eins og vinnustöðvunar. Verkfallsvopniö hefur víða reynzt áhrifaríkt til að knýja fram kjarabætur en sé því beitt í óhófi má gera ráð fyrir aö viðbrögð þeirra, sem eiga að verða fyrir barðinu á því sljóvgist og að lokum verði það afar tvíeggjað. Vegur íslenzkrar verkalýðshreyfingar hefur vaxið á mjög áberandi hátt síðustu áratugi. Reynslan hefur sýnt, að hún er það afl í þjóðmálunum, sem getur að veru- legu leyti ráðið ferðinni hverju sinni og ríkisstjórnir verða ekki langlífar nema þær geti keypt sér friö viö hana. Ábyrgð verka- lýðsforingja er því mikil. Hjá þeim liggur geysilegt vald og óvíða er jafnmikið fjár- magn samankomið nú í sjóðum en í líf- eyrissjóðum launþegasamtakanna. Það eykur enn áhrifamátt launþeganna og forystusveitar þeirra. Orðhagur maður hefur gefiö atvinnu- mönnunum í verkalýðsforystunni nafnið „verkalýðsrekendur“. Það má vissulega til sanns vegar færa. Hlutverk þessarar nýju stéttar og áhrifamáttur hennar verður almenningi ljósastur, þegar blöðin birta myndir af fámennu félagsfundunum, sem eru að samþykkja verkfallsheimildir. Formsatriðunum er enn fullnægt þó að sjálfdæmi foringjanna sé ótvírætt, þegar á hólminn er komið og samningatilraunir nálgast lokastig. Verkföll á íslandi hafa verið umdeild sem annars staöar. Samanborið við að- gerðir launþega í kjarabaráttunni erlend- is skal játað aö verkalýðsforystan hér- lendis hefur oft sýnt meiri gætni og á- byrgð og tekið mið af þjóöarhagsmunum við samningagerð. Kom þetta gleggst fram, þegar ríkisstarfsmenn sömdu um kaup og kjör nú fyrir skemmstu og drógu verulega úr kröfum sínum vegna fyrirsjá- anlegra erfiðleika þjóðarbúsins út af olíu- kreppunni. Vandræðin, sem af henni hljótast, verða þó mun tilfinnanlegri í rekstri fyrirtækjanna og koma miklu verr við fjárhag þeirra hlutfallslega en ríkis- kassann. Þær einföldu staöreyndir verða vonandi til þess að aðrar launþegastéttir fari að dæmi ríkisstarfsmannanna og haldi lokakröfum sínum innan mjög hóflegra marka vegna sérstakra aðstæðna er nú ríkja. 98 FV 1 1974
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.