Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1974, Blaðsíða 41

Frjáls verslun - 01.01.1974, Blaðsíða 41
Greinar og wiðlBI Efnahagshorfur — eftir dr. Guðmund IVlagnússon Óvenjumikil óvissa ríkir um horfur í efnahagsmálum í heiminum um þessar mundir. Afturkippur hefur þegar orðið í flestum iðnaðarrikjum. Þetta á ekki einungis við risaveldin, heldur einnig mörg önnur riki. Flestir spa því, að úr hagvexti dragi víðast hvar og að um stöðnun verði að ræða í sum- um ríkjum í bszta tilviki. Sá uppgangur, sem varð víðast hvar 1972 og 1973 varð ekki eins langær og efni stóðu til, vegna þess að flest lönd reyndu að stemma stigu við verðbólg- unni á kostnað lakari nýtingar framleiðsluþátta. Skýrast kem- ur þetta í ljós í Bretlandi um þessar mundir, þar sem ríkis- stjórnin heldur því fram, að kauphækkanir til samræmis við kröfur jafngildi 20% verð- bóigu. OHKUSKORTURINN Fæstir treysta sér til að spá, hve mikil samdráttaráhrif verða af völdum orkuskorts. Þó er greinilegt, að neikvæðu áhrifin verða meiri í Vestur- Evrópu og Japan en í Banda- ríkjunum. Þetta mun sennilega verða til þess, að viðskipta- jöfnuður Vestur-Evrópulanda verður ekki eins hagstæður gagnvart öðrum þjóðum og hann hefur verið. Einnig getur þetta haft sterkari áhrif í þá átt að hækka gengi dollarans miðað við Evrópumyntir (og fleiri myntir). Hve lengi hníg- ur í þessa átt er ekki auðvelt að segja, en almennt er talið, að úr muni rætast, þegar fram líða stundir. AFKOMAN HÉR Á LANDI SÍÐUSTU ÁR Raunverulegur vöxtur þjóð- arframleiðslu nam um 6% 1970, 9,5% 1971, 6% 1972 og sennilega innan við 4% 1973. Viðskiptakjör hafa þróazt í hagstæða átt fyrir okkur, þann- ig að þjóðartekjur hafa vaxið hraðar en þjóðarframleiðsla að jaínaði á þessu tímabili. Þessi vöxtur hefur verið borinn uppi af mikilli aukningu útflutn- ingstekna. 1969 og 1970 varð hvort tveggja í senn aukning aílamagns cg veruleg hækkun útflutningsverðlags sjávaraf- urða. Enda þótt afli hafi minnkað 1971 og 1972 hækk- aði verðlag það mikið, að út- ílutningstekjur sjávarútvegs héldu áfram að vaxa. Einstakt góðæri var í land- búnaði og afkoma hans góð á árinu. Framleiðsluaukning var verulega fyrir ofan meðaltal síðasta áratugs í iðnaði, enda þótt hún hafi verið meiri, þeg- ar bezt gengur. Ágóðinn mun hins vegar ekki verða eins mik- ill. Hvort tveggja í senn hefur gerzt, að iðnaðurinn hefur ekki staðið eins vel að vígi og sjáv- arútvegur að mæta gengis- hækkunum og hann hefur horfst í augu við minnkandi ,,gengisvernd“ á heimamark- aði, þ. e. hann hefur orðið að keppa við innflutning, sem hefur lækkað með gengishækk- un íslenzku krónunnar. Ekki verður ríkissjóður sak- aður um, að hafa ekki gefið út á línunni, því að bæði hafa fjárlagaupphæðir stórhækkað cg erlendar lántökur vaxið. Sú mikla veltuaukning, sem átt hefur sér stað, hlýtur að hafa tryggt góðan hag verzl- unarinnar, enda þótt barizt sé við verðlagsyfirvöld. Hins veg- ar munu mörg ríkisfyrirtæki hafa safnað skuldum vegna ónógrar álagningar, þar sem þau verða að haga álagningu sinni með hliðsjón af vísitöl- unni. VERÐLAG OG KAUP- GJALD Sem kunnugt er var samið til tveggja ára í síðustu launa- samningum, sem gerðu ráð fyr- ir ,,hóflegum“ grunnkaups- hækkunum á s.l. ári. Vísitölu- binding launa hefur hins veg- ar hækkað þau mun meira, þar sem meiri verðbólga hefur ver- ið í landinu en síðan í heims- styrjöldinni síðari. Við virð- umst hafa lag á því að þre- falda verðbólgu, sem ríkir er- lendis, í meðförum innanlands. Vísitala vöru og þjónustu og vísitala byggingarkostnaðar hafa hvor um sig hækkað um yfir 30% á einu ári. Séu reikn- uð ársmeðaltöl. fást nokkru lægri tölur, en ekki fer fjarri lagi, eigi að síður, að verðbólg- an hafi verið yfir 25% hér á landi, en 8-9% að meðaltali í nágrannalöndunum. Stjórn og stjórnarandstaða deila um, hve mikið sé innflutt og hve mikið af innlendum til- efnum. Annars vegar getur stjórnin sagt, að kerfið sé þann veg úr garði gert, að verðbólgan hljóti að vera þrefalt meiri hér en í nágrannalöndunum. Á hinn bóginn er ekki nema von að spurt sé á móti, hvort ekki megi breyta kerfinu. Er þá átt við að standa að fjárlagagerð með meiri skynsemi en verið hefur, þannig að höfð sé hlið- sjón af jafnvægi milli fram- boðs og eftirspurnar í þjóðfé- laginu á hinum ýmsu mörkuð- um. Þar með er ekki sagt, að ríkið þurfi að láta sinn hlut eftir liggja í samneyzlu og fjár- munamyndun, enda þótt sitt sýnist hverjum í þeim efnum. Einnig er átt við markviss- ari stefnu í peningamálum, lánamálum, kaupgjalds- og verðlagsmálum. Ég tel, að ná hefði mátt þeim efnahagslegu framförum, sem orðið hafa á síðustu árum án jafnmikilla verðlagshækkana og orðið hafa og þá jafnframt án þeirra fórna, sem þær hafa FV 1 1974 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.