Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1974, Page 41

Frjáls verslun - 01.01.1974, Page 41
Greinar og wiðlBI Efnahagshorfur — eftir dr. Guðmund IVlagnússon Óvenjumikil óvissa ríkir um horfur í efnahagsmálum í heiminum um þessar mundir. Afturkippur hefur þegar orðið í flestum iðnaðarrikjum. Þetta á ekki einungis við risaveldin, heldur einnig mörg önnur riki. Flestir spa því, að úr hagvexti dragi víðast hvar og að um stöðnun verði að ræða í sum- um ríkjum í bszta tilviki. Sá uppgangur, sem varð víðast hvar 1972 og 1973 varð ekki eins langær og efni stóðu til, vegna þess að flest lönd reyndu að stemma stigu við verðbólg- unni á kostnað lakari nýtingar framleiðsluþátta. Skýrast kem- ur þetta í ljós í Bretlandi um þessar mundir, þar sem ríkis- stjórnin heldur því fram, að kauphækkanir til samræmis við kröfur jafngildi 20% verð- bóigu. OHKUSKORTURINN Fæstir treysta sér til að spá, hve mikil samdráttaráhrif verða af völdum orkuskorts. Þó er greinilegt, að neikvæðu áhrifin verða meiri í Vestur- Evrópu og Japan en í Banda- ríkjunum. Þetta mun sennilega verða til þess, að viðskipta- jöfnuður Vestur-Evrópulanda verður ekki eins hagstæður gagnvart öðrum þjóðum og hann hefur verið. Einnig getur þetta haft sterkari áhrif í þá átt að hækka gengi dollarans miðað við Evrópumyntir (og fleiri myntir). Hve lengi hníg- ur í þessa átt er ekki auðvelt að segja, en almennt er talið, að úr muni rætast, þegar fram líða stundir. AFKOMAN HÉR Á LANDI SÍÐUSTU ÁR Raunverulegur vöxtur þjóð- arframleiðslu nam um 6% 1970, 9,5% 1971, 6% 1972 og sennilega innan við 4% 1973. Viðskiptakjör hafa þróazt í hagstæða átt fyrir okkur, þann- ig að þjóðartekjur hafa vaxið hraðar en þjóðarframleiðsla að jaínaði á þessu tímabili. Þessi vöxtur hefur verið borinn uppi af mikilli aukningu útflutn- ingstekna. 1969 og 1970 varð hvort tveggja í senn aukning aílamagns cg veruleg hækkun útflutningsverðlags sjávaraf- urða. Enda þótt afli hafi minnkað 1971 og 1972 hækk- aði verðlag það mikið, að út- ílutningstekjur sjávarútvegs héldu áfram að vaxa. Einstakt góðæri var í land- búnaði og afkoma hans góð á árinu. Framleiðsluaukning var verulega fyrir ofan meðaltal síðasta áratugs í iðnaði, enda þótt hún hafi verið meiri, þeg- ar bezt gengur. Ágóðinn mun hins vegar ekki verða eins mik- ill. Hvort tveggja í senn hefur gerzt, að iðnaðurinn hefur ekki staðið eins vel að vígi og sjáv- arútvegur að mæta gengis- hækkunum og hann hefur horfst í augu við minnkandi ,,gengisvernd“ á heimamark- aði, þ. e. hann hefur orðið að keppa við innflutning, sem hefur lækkað með gengishækk- un íslenzku krónunnar. Ekki verður ríkissjóður sak- aður um, að hafa ekki gefið út á línunni, því að bæði hafa fjárlagaupphæðir stórhækkað cg erlendar lántökur vaxið. Sú mikla veltuaukning, sem átt hefur sér stað, hlýtur að hafa tryggt góðan hag verzl- unarinnar, enda þótt barizt sé við verðlagsyfirvöld. Hins veg- ar munu mörg ríkisfyrirtæki hafa safnað skuldum vegna ónógrar álagningar, þar sem þau verða að haga álagningu sinni með hliðsjón af vísitöl- unni. VERÐLAG OG KAUP- GJALD Sem kunnugt er var samið til tveggja ára í síðustu launa- samningum, sem gerðu ráð fyr- ir ,,hóflegum“ grunnkaups- hækkunum á s.l. ári. Vísitölu- binding launa hefur hins veg- ar hækkað þau mun meira, þar sem meiri verðbólga hefur ver- ið í landinu en síðan í heims- styrjöldinni síðari. Við virð- umst hafa lag á því að þre- falda verðbólgu, sem ríkir er- lendis, í meðförum innanlands. Vísitala vöru og þjónustu og vísitala byggingarkostnaðar hafa hvor um sig hækkað um yfir 30% á einu ári. Séu reikn- uð ársmeðaltöl. fást nokkru lægri tölur, en ekki fer fjarri lagi, eigi að síður, að verðbólg- an hafi verið yfir 25% hér á landi, en 8-9% að meðaltali í nágrannalöndunum. Stjórn og stjórnarandstaða deila um, hve mikið sé innflutt og hve mikið af innlendum til- efnum. Annars vegar getur stjórnin sagt, að kerfið sé þann veg úr garði gert, að verðbólgan hljóti að vera þrefalt meiri hér en í nágrannalöndunum. Á hinn bóginn er ekki nema von að spurt sé á móti, hvort ekki megi breyta kerfinu. Er þá átt við að standa að fjárlagagerð með meiri skynsemi en verið hefur, þannig að höfð sé hlið- sjón af jafnvægi milli fram- boðs og eftirspurnar í þjóðfé- laginu á hinum ýmsu mörkuð- um. Þar með er ekki sagt, að ríkið þurfi að láta sinn hlut eftir liggja í samneyzlu og fjár- munamyndun, enda þótt sitt sýnist hverjum í þeim efnum. Einnig er átt við markviss- ari stefnu í peningamálum, lánamálum, kaupgjalds- og verðlagsmálum. Ég tel, að ná hefði mátt þeim efnahagslegu framförum, sem orðið hafa á síðustu árum án jafnmikilla verðlagshækkana og orðið hafa og þá jafnframt án þeirra fórna, sem þær hafa FV 1 1974 41

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.