Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1974, Side 17

Frjáls verslun - 01.01.1974, Side 17
Verðgildi orkunnar á Islandi hefur lítið breytzt — þrátt fyrir almennan orkuskort í heiminuim Fjarlægð frá helztu iðnaðarsvæðum, langir flutningar og há farmgjöld aðalástæðurnar Ólafur Sig'urðsson, blaðafull- trúi Félags ísl. iðrekenda og einn af eigenduin Plastiðjunn- ar á Eyrarbakka, er nýkominn heim úr stuttri ferð til Banda- ríkjanna, þar sem hann ræddi við forstöðumenn ýmissa stór- fyrirtækja um ástandið í orku- málum og framtíðarþróun al- þjóðaviðskipta. Frjáls verzl'un bað Ólaf að segja nokkuð frá viðræðum sínum við þessa að- ila vestan hafs og fer frásögn hans hér á eftir: — Á snöggri ferð til Banda- ríkjanna ræddi ég við marga menn í viðskiptalífinu. Þar sem erindið var að kanna möguleika á að fá hráefni fyr- ir Plastiðjuna voru margir þeirra i fyrirtækjum og stofn- unum, sem hafa með efnavör- ur að gera. Þá ræddi ég við ýmsa aðra og spurði marga sömu spurninganna um á- standið í Bandaríkiunum. Hér fara á eftir nokkur atriði, dregin úr svörum þessa fólks. Astandtð í hrAefnamálum Farið var að bera á skorti á ýmsum hráefnum, löngu áð- ur en olíuskorturinn kom til sögunnar. Ekki telja menn þó að ástandið sé alvarlegt. Þó er erfitt fyrir nýja viðskipta- vini að komast í sambönd. Einn af sérfræðingum plast- deildar Union Carbide, Mr. Akers, saeði: „Þegar skortur ^r á hráefnum, sinna öll ábyrg fvrirtæki sínum föstu við- skiotavinum. Mennirnir sem líða skort eru þeir, sem stöð- uet elta upni læesta verð með tilboðum. Á sviði olíuhráefna hefur farið saman vaxandi eft- irspurn og minnkandi fjárfest- íng í framleiðslutækjum. Við komum til með að sjá mikið af nýjum lausnum, til að leysa þennan vanda.“ ORKA Rétt eftir að ég kom heim Ólafur Sigurðsson las ég grein í The Economist, sem var mjög á sama veg og þau svör er ég fékk um orku- mál. Einn af helztu samninga- mönnum Union Carbide við íslendinga, Edward Pileher, spáði því að olía mundi lækka í verði og framboðiið aukast. Þá myndi notkun breytast, er hraðað væri framkvæmdum, sem minnka olíunotkun. Hann benti einnig á að Bandaríkin eiga gifurlegt magn af yfir- borðskolum, sem vinna má úr olíu. Sú olía er nokkru dýrari en jarðolía, en Mr. Pilcher sagði að þar kæmi á móti, að hún hefði miklu betri eigin- leika til hráefnisvinnslu. Hann benti einnig á, að verðsveiflur á hráefnum hefðu orðið miklu minni í Bandaríkjunum en í Evrópu, að undanförnu. ORKA A ÍSLANDI Ég spurði alla, sem ég 'hitti og líklegir voru til að hafa nokkurt vit, á því, hvort að orkuskorturinn í heiminum hæklcaði ekki til mikilla muna verðgildi orkunnar á íslandi. Mér til nokkurrar undrunar voru svörin öll á sama veg. Menn töldu hinn almenna orkuskort breyta litlu. Þeir bentu á staðsetningu landsins utan helztu iðnaðarsvæða heims, langa flutninga og há farmgjöld til og frá íslandi. Bersýnilegt er, að sagt hefur verið frá háum farmgjöldúm til íslands í einhverjum ritum, sem lesin eru af mönnum í viðskiptalífinu í Bandaríkjun- um. Þá bentu menn á, að ekki væru boðin nein sérstök kosta- kjör til að fjárfesta á íslandi. Töldu flestir að sérhæfðar verksmiðjur, sem nota mjög mikla orku, kynnu að henta á íslandi. Þá minntust margir á það, sem nú virðist vera al- kunna í Bandaríkjunum, að ís- lendingar væru á móti mikl- um fjölda útlendinga í landinu og vildu ekki leyfa lituðum mönnum landvist. Astandið í evrópu Marga menn heyrði ég segja, að þeir undruðust hversu mörg fyrirtæki í Evrópu hefðu reynt að ná sem mest- um stundargróða út úr þessum aðstæðum. Töldu menn það gagnstætt langtíma hagsmun- um hráefnisframleiðenda að mjög örar og sveiflukenndar hækkanir yrðu á verði. Stöð- ug og árviss þróun væri æski- legasta ástandið. John O’Connor, forstjóri al- þjóðadeildar Borden fyrirtæk- isins sagði, að þeir fyndu þeg- ar aukinn áhuga fyrir inn- kaupum frá fyrirtækjum, sem áður hefðu verzlað við fyrir- tæki í Vestur Evrópu. Sagði hann að þeir fyndu þetta bæði á aðalskrifstofunum í New York og í dótturfyrirtæ'kjum í Evrópu. Fyrirtækið á verk- smiðjur í þrem Evrópulönd- um, Bretlandi, Frakklandi og Noregi, auk verksmiðja víða annarsstaðar. FV 1 1974 17

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.