Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1974, Page 74

Frjáls verslun - 01.01.1974, Page 74
Loftleiðir h.f. LOFTLEIÐIR H.F., Reyk j avíkurf lugvelli, sími 20200. Flugafgreiðsla farþega Hótel Loftleiðum, Reykjavíkur- og Keflavíkurflugvelli. Framkvæmdastjóri: Alfreð Elíasson. Stjórnarformaður: Kristján Guðlaugsson. Loftleiðir halda nú uppi föst- um áætlunarferðum til ýmissa Evrópulanda og Ameríku. Tíðni áætlunarferða á viku yf- ir vetrarmánuðina er þessi: New York 9, Chicago 2, Lux- emborg 10, Glasgow 4, London 2, Osló 3, Stokkhólmur 2, Kaupmannahöfn 7, Færeyjar 1. Vetraráætlun Loftleiða er í gildi fyrstu fjóra mánuði árs- ins. Samkvæmt henni voru farn- ar átta ferðir vikulega árið 1972 fram og til baka milli Luxemborgar og New York. Milli Norðurlanda og fslands voru farnar fimm ferðir í viku og ein milli Bretlands og ís- lands. Af þeim sex ferðum, sem farnar voru frá Norðurlöndum og Bretlandi 1972 héldu tvær áfram til New York, en fjögur flug voru sameinuð Luxem- borgarferðum milli íslands og Bandaríkjanna. Sumaráætlun félagsins tek- ur gildi 1. maí og er í gildi til októberloka. Á þessu tímabili ’72 voru farnar frá 19 og allt upp í 25 vikulegar ferðir milli Evrópulanda og Bandaríkj- anna. Vetraráætlun tekur svo aft- ur gildi frá 1. nóvember og er hún með svipuðu sniði og vetr- aráætlunin fyrstu fjóra mánuði ársins. Flugkostur: Sumarið 1973 voru Loftleiðir með fimm þot- ur í notkun á flugleiðum fé- lagsins, allar af gerðinni DC-8. Þar af var ein Super 63 og tvær Super 61 með rými fyrir 249 farþega hver, ein DC-8-55 með 173 farþegarými og ein Super 61, sem útbúin var með þrjá vörupalla og að auki sæti fyrir 204 farþega. Yfir vetrar- mánuðina er flugflotinn minni í samræmi við minni flutninga. Farþega-, fragt- og póstflutn- ingar: Fyrstu 5 mánuði síðasta árs voru fluttir 99,059 farþeg- ar, en á sama tíma árið á und- an 91,996. Nemur aukningin því 7.7%. Tekjur jan.-maí 1973 voru kr. 1,045,580,000, en á sama tíma 1972 776,533,000. Fé- lagið flutti á árinu 1972 324,453 farþega, þar af 322 í leiguflugi. Frá upphafi hafa Loftleiðir flutt um 2,5 milljón- ir farþega. Félagið hefur undanfarið verið í níunda sæti þeirra, sem halda uppi áætlunarferðum yf- ir Norður-Atlantshaf, og flutt 2,4% þeirra, sem ferðast með áætlunarflugferðum á þeirri flugleið. Sætanýting hefur ver- ið tiltölulega góð, t. d. var hún 74,1% árið 1972, en vegna lágra fargjalda er hún ekki einhlít til viðmiðunar um af- komu. Flutningar á fragt og arð- bærum aukafarangri nam 2,732 tonnum árið 1972. Póstflutn- ingar jukust um 6,4% það ár frá því árið á undan. Flutt voru 494 tonn. Starfsmenn: Hjá Loftleiðum starfa um 1300 manns, þar af starfa um 700 manns innan- lands, en 600 erlendis. Fluglið er talið með starfsmönnum innanlands. Eigin skrifstofur og aðal- umboð: Aðalskrifstofur Loft- leiða hafa alltaf verið í Reykja- vík og frá því í maí mánuði 1964 í eigin skrifstofubyggingu á Reykjavíkurflugvelli. Félagið hefur söluskrifstofu í eigin húsnæði að Vesturgötu 2, en vörugeymslur og afgreiðslu með Flugfélagi íslands við Sölvhólsgötu. Félagið sér um flugrekstur á Keflavíkurflug- velli, alla farþegaþjónustu og ennfremur hafa Loftleiðir ann- ast fyrirgreiðslu alls annars flugs til og frá Keflavíkurflug- velli, annars en þess, sem hald- ið er uppi af hernaðaryfirvöld- um. Fyrsta skrifstofa Loftleiða erlendis var opnuð í Kaup- mannahöfn. Nú hafa Loftleiðir skrifstofur víða um heim svo sem i Osló, Stokkhólmi, Lon- don, Glasgow, Hamborg, Frank- furt og Dusseldorf. Sölustarf- semi Loftleiða í Austurríki og A.-Þýzkalandi er stjórnað frá skrifstofunni í Hamborg. Skrif- stofa Loftleiða í Vínarborg hef- ur verið starfrækt frá því árið 1966. Loftleiðir hafa ennfremur skrifstofur í Luxemborg, Frakklandi, Belgíu, Sviss, Ítalíu, Líbanon og á nokkrum stöðum í Bandaríkjunum. Þá er opin skrifstofa Loftleiða í Mexíkóborg, og einnig hafa Loftleiðir aðalumboðsskrifstof- ur víða í Mið- og Suður- Ameríku. Ein af þotum Loftleiða lendir á Keflavíkurflugvelli. 74 FV 1 1974

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.