Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1975, Side 15

Frjáls verslun - 01.01.1975, Side 15
Jarftstöð fyrir gervihnattasamband Sótt hefur verið um heimild til að hefja aðgerðir Póst- og símamálastjórnin hefur sent til ríkisstjórnarinnar beiðni um heimild til að hefja að- gerðir vegna uppsetningar jarðstöðvar hér á landi fyrir gervihnattasamband, en samkvæmt fyr- irliggjandi á ætlun myndi hún kosta um 400 milljónir króna. Talið er, að útboð stöðvar- innar myndi taka eitt ár og byggingin annað, þannig að eftir tvö ár ættu íslendingar að geta verið í sambandi við urriheiminn í gegnum gervi- hnetti INTELSAT-stofnunar- innar, bæði fyrir almenn sím- töl og eins sjónvarpssendingar í einhverjum mæli, ef fjár- magn til framkvæmdanna fæst. NORRÆN ATHUGUN. Jón Skúlason, póst- og sima- málastjóri, skýrði F.V. frá því, að á vegum hins norræna símamálasambands, Teleunion, hefði verið skipuð sérstök nefnd að beiðni íslenzkra síma- málayfirvalda til þess að reikna út hagkvæmni af upp- byggingu og rekstri stöðvar fyrir gervihnattasamband á íslandi og tóku norrænir sér- fræðingar, sem að þessu unnu með íslenzkum starfsbræðrum sínum, mið af jarðstöð fyrir gervihnetti, sem rekin er í Bo- huslen í Svíþjóð en hún þjón- ar öllum hinum Norðurlöndun- um. Gervihnettir INTELSAT eru allir yfir miðbaug jarðar. fsland myndi geta haft greið- an aðgang að einum slíkum yfir Suður-Atlantshafi en eftir er að ákveða hve mörgum rás- um verður óskað eftir í fyrstu. Póst- og símamálastjóri sagði að eflaust yrði samband þetta notað fyrir sjónvarpssendingar milli fslands og annarra landa að einhverju leyti. Verður þá settur upp sérstakur þúnaður í stöðinni en ekki hefur kom- ið nein formleg ósk frá yfir- mönnum sjónvarps um það efni enn. Að sögn póst- og símamála- stjóra, eru slíkar sendingar mjög dýrar og vart við öðru að búast en að sjónvarpssend- ingar um gervihnött hingað til lands myndu fyrst og fremst takmarkast við stuttar frétta- myndir, fyrst í stað að minnsta kosti. Af ummælum pósts- og síma- málastjóra mátti ráða, að fyr- ihhuguð staðsetning jarð- stöðvar fyrir gervihnetti hér á landi væri trúnaðarmál en þetta verður allmikið mann- virki, m. a. með loftnets- skermi, sem verður 30 m í þvermál, og við stöðina verð- ur reist 800 kílóvatta vara- rafstöð. Starfslið þessarar stöðvar verður ekki mjög fjöl- mennt. FJARSKIPTAMÖGULEIKAR KANNAÐIR. Póst- og símamálastjóri sagði, að áætlun um gerð þess- arar gervihnattastöðvar væri til orðin í framhaldi af könn- un, sem símamálayfirvöld gerðu á þvi, hvaða fjarskipta- kerfi myndi bezt henta fyrir ísland vegna sambands við umheiminn. Sæsiminn milli ís- lands og Færeyja er nú full- nýttur með 29 rásum og er líf- tími hans 10 ár í viðbót sam- kvæmt samningum, sem um hann voru gerðir á sínum tíma. Komið ’hefur til álita, að leggja nýjan sæsíma til Fær- eyja. Hann þykir þó alltof dýr meðal annars vegna þess, að hönnun er miðuð við mikinn rásafjölda, sem ekki er tíma- bær enn fyrir okkur. Þá var svokallað Tropo- Scatter-kerfi líka með í dæm- inu, en varnarliðið hefur slíkt kerfi til fjarskipta austur og vestur um haf. Af tæknileg- um ástæðum þótti það ekki henta. Gervihnattasambandið þótti sem sagt helzt koma til greina að vandlega athuguðu máli. INTELSAT-STOFNUNIN. ísland hefur nú um nokkurt skeið verið aukaaðdli að IN- TELSAT-stofnuninni. Á Al- þingi var á dögunum sam- þykkt þingsályktunartillaga um heimild fyrir ríkisstjórn- ina til að fullgilda samning- inn um alþjóðastofnun fjar- skipta um gervihnetti (INTEL- SAT). f athugasemdum með tillög- unni sagði m. a.: „Á sviði alþjóðasímafjar- skipta hófst haustið 1964 hin lögformlega samvinna um gervihnattasímaleiðir yfir víð- áttur úthafa og meginlanda. Áður hafði um nokkurra ára skeið verið unnið að frumdrög- um og samningaumleitunum, er leiddu til bráðabirgðasam- komulags milli 19 ríkja og símastjórna þeirra, sem að þessu stóðu í upphafi. Varð þetta vísir að stofnun, sem siðar hlaut nafnið INTEL- SAT (International Telecomm- unications Satellite Consorti- um). Siðar hefur aðilum að IN- TELAST fjölgað mjög veru- lega, og þátttakendur eru nú nær 90. Vegna góðra vaxtar- skilyrða hefur einnig risið víð- áttumikið gervihnattakerfi." Og ennfremur: „Þátttaka íslands í umræddu gervi'hnattakerfi gerir okkur nú kleift að taka í notkun gervihnattasambönd strax og slíkt reynist fjárhagslega hag- kvæmt. Þátttaka okkar er fjárhags- lega viðráðanleg og áhættu- laus. Stofnfé, lagt fram sem okkar eignafhlutur, nemur um 120 þús. bandarískum dölum og er arðsemi þess áæt'luð 10- 14% á ári. Má gera ráð fyrir, að þær tekjur muni nema hærri fjárhæð en að jafnaði þurfi að verja til reksturs og frekari fjárfestingar.“ FV 1 1975 15

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.