Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1975, Síða 15

Frjáls verslun - 01.01.1975, Síða 15
Jarftstöð fyrir gervihnattasamband Sótt hefur verið um heimild til að hefja aðgerðir Póst- og símamálastjórnin hefur sent til ríkisstjórnarinnar beiðni um heimild til að hefja að- gerðir vegna uppsetningar jarðstöðvar hér á landi fyrir gervihnattasamband, en samkvæmt fyr- irliggjandi á ætlun myndi hún kosta um 400 milljónir króna. Talið er, að útboð stöðvar- innar myndi taka eitt ár og byggingin annað, þannig að eftir tvö ár ættu íslendingar að geta verið í sambandi við urriheiminn í gegnum gervi- hnetti INTELSAT-stofnunar- innar, bæði fyrir almenn sím- töl og eins sjónvarpssendingar í einhverjum mæli, ef fjár- magn til framkvæmdanna fæst. NORRÆN ATHUGUN. Jón Skúlason, póst- og sima- málastjóri, skýrði F.V. frá því, að á vegum hins norræna símamálasambands, Teleunion, hefði verið skipuð sérstök nefnd að beiðni íslenzkra síma- málayfirvalda til þess að reikna út hagkvæmni af upp- byggingu og rekstri stöðvar fyrir gervihnattasamband á íslandi og tóku norrænir sér- fræðingar, sem að þessu unnu með íslenzkum starfsbræðrum sínum, mið af jarðstöð fyrir gervihnetti, sem rekin er í Bo- huslen í Svíþjóð en hún þjón- ar öllum hinum Norðurlöndun- um. Gervihnettir INTELSAT eru allir yfir miðbaug jarðar. fsland myndi geta haft greið- an aðgang að einum slíkum yfir Suður-Atlantshafi en eftir er að ákveða hve mörgum rás- um verður óskað eftir í fyrstu. Póst- og símamálastjóri sagði að eflaust yrði samband þetta notað fyrir sjónvarpssendingar milli fslands og annarra landa að einhverju leyti. Verður þá settur upp sérstakur þúnaður í stöðinni en ekki hefur kom- ið nein formleg ósk frá yfir- mönnum sjónvarps um það efni enn. Að sögn póst- og símamála- stjóra, eru slíkar sendingar mjög dýrar og vart við öðru að búast en að sjónvarpssend- ingar um gervihnött hingað til lands myndu fyrst og fremst takmarkast við stuttar frétta- myndir, fyrst í stað að minnsta kosti. Af ummælum pósts- og síma- málastjóra mátti ráða, að fyr- ihhuguð staðsetning jarð- stöðvar fyrir gervihnetti hér á landi væri trúnaðarmál en þetta verður allmikið mann- virki, m. a. með loftnets- skermi, sem verður 30 m í þvermál, og við stöðina verð- ur reist 800 kílóvatta vara- rafstöð. Starfslið þessarar stöðvar verður ekki mjög fjöl- mennt. FJARSKIPTAMÖGULEIKAR KANNAÐIR. Póst- og símamálastjóri sagði, að áætlun um gerð þess- arar gervihnattastöðvar væri til orðin í framhaldi af könn- un, sem símamálayfirvöld gerðu á þvi, hvaða fjarskipta- kerfi myndi bezt henta fyrir ísland vegna sambands við umheiminn. Sæsiminn milli ís- lands og Færeyja er nú full- nýttur með 29 rásum og er líf- tími hans 10 ár í viðbót sam- kvæmt samningum, sem um hann voru gerðir á sínum tíma. Komið ’hefur til álita, að leggja nýjan sæsíma til Fær- eyja. Hann þykir þó alltof dýr meðal annars vegna þess, að hönnun er miðuð við mikinn rásafjölda, sem ekki er tíma- bær enn fyrir okkur. Þá var svokallað Tropo- Scatter-kerfi líka með í dæm- inu, en varnarliðið hefur slíkt kerfi til fjarskipta austur og vestur um haf. Af tæknileg- um ástæðum þótti það ekki henta. Gervihnattasambandið þótti sem sagt helzt koma til greina að vandlega athuguðu máli. INTELSAT-STOFNUNIN. ísland hefur nú um nokkurt skeið verið aukaaðdli að IN- TELSAT-stofnuninni. Á Al- þingi var á dögunum sam- þykkt þingsályktunartillaga um heimild fyrir ríkisstjórn- ina til að fullgilda samning- inn um alþjóðastofnun fjar- skipta um gervihnetti (INTEL- SAT). f athugasemdum með tillög- unni sagði m. a.: „Á sviði alþjóðasímafjar- skipta hófst haustið 1964 hin lögformlega samvinna um gervihnattasímaleiðir yfir víð- áttur úthafa og meginlanda. Áður hafði um nokkurra ára skeið verið unnið að frumdrög- um og samningaumleitunum, er leiddu til bráðabirgðasam- komulags milli 19 ríkja og símastjórna þeirra, sem að þessu stóðu í upphafi. Varð þetta vísir að stofnun, sem siðar hlaut nafnið INTEL- SAT (International Telecomm- unications Satellite Consorti- um). Siðar hefur aðilum að IN- TELAST fjölgað mjög veru- lega, og þátttakendur eru nú nær 90. Vegna góðra vaxtar- skilyrða hefur einnig risið víð- áttumikið gervihnattakerfi." Og ennfremur: „Þátttaka íslands í umræddu gervi'hnattakerfi gerir okkur nú kleift að taka í notkun gervihnattasambönd strax og slíkt reynist fjárhagslega hag- kvæmt. Þátttaka okkar er fjárhags- lega viðráðanleg og áhættu- laus. Stofnfé, lagt fram sem okkar eignafhlutur, nemur um 120 þús. bandarískum dölum og er arðsemi þess áæt'luð 10- 14% á ári. Má gera ráð fyrir, að þær tekjur muni nema hærri fjárhæð en að jafnaði þurfi að verja til reksturs og frekari fjárfestingar.“ FV 1 1975 15
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.