Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1976, Page 90

Frjáls verslun - 01.07.1976, Page 90
AUGLYSING G.S ■ varahlutir NAUÐSYNLEGIR VARAHLUTIR Á HAGSTÆÐU VERÐI Verslunin G. S. varahlutir, Ármúla 24, Reykjavík hefur ávallt fyrirliggjandi flestalla nauðsynlega varahluti í ev- rópskar bifreiðar, en hins vegar minna í japanskar og amerískar bifreiðar. Varahlutirnir eru fá- anlegir í fólksbíla, stationbíla, jeppa og svokallaða pick-up bíla. Verslunin G. S. varahlutir var stofnað fyrir tæpum fimm árum síðan, og sagði fram- kvæmdastjórinn Guðmundur M. Sigurðsson, að eftirspurnin væri bundin við árstíma. Á sumrin er t. d. mikið spurt um hluti fyrir stýrisbúnað, demp- ara og pústkerfi. Á haustin er aftur á móti meira spurst fyrir um hluti fyrir rafkerfið og einnig mikið selt af rafgeymum, vatnslásum og vatnsdælum. Þessa árstíma þarf sérstak- lega að undirbúa, til þess að hafa ávallt varahluti fyrirliggj- andi. G. S. varahlutir 'hafa umboð fyrir erlend fyrirtæki, sem hafa sérhæft sig í framleiðslu bíla- og varahluta, og má þar fyrst nefna Sila, sem framleiðir bremsuklossa og kostar sett af þeim frá kr. 1250, og kúplings- diska og kosta þeir frá kr. 2480. Fyrirtækið Facet framleiðir kveikjuhluti í allar gerðir bif- reiða og eru bæði fyrirtækin itölsk. Einnig selja G. S. varahlutir stýrisbúnað frá v-þýska fyrir- tækinu Ehrenreich. í stýrisút- búniaði eru innifaldir stýris- endar, stýrisstangir og spindil- kúlur. Verð á þessum hlutum er kr. 27.000, en í flestum til- fellum þarf aðeins að skipta um hluta af stýrisútbúnaði, ef um bilun er að ræða. Þá eru G. S. varahlutir um- boðsaðili fyrir v-þýska fyrir- tækið Leistitz, sem framleiðir hljóðkúta í flestalla ev- rópska bíla og kostar hljóðkút- ur með tilheyrandi útbúnaði allt frá kr. 6.500. Einnig hefur verslunin nýverið hafið inn- flutning á Gabriel höggdeyfum frá U.S.A. og verð á þeim er frá kr. 2.400. G. S. varahlutir geta ávallt sinnt sivaxandi eftirspurn á varahlutum í allar gerðir ev- rópskra bifreiða. 90 FV 7 1976

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.