Frjáls verslun - 01.08.1976, Síða 7
i stuttn máli
# Sambandsflotinn
Nú eru í Sambandsflotanum 8 flutn-
ingaskip. Þar af eru fjögur almenn
vöruflutningaskip, Helgafell, Mælifell,
Hvassafell og Dísarfell, tvö sem eru
sameign Sambandsins og Olíufélags-
ins hf., Stapafell og Litlafell. Á s.l. ári
höfðu Sambandsskipin 1279 vi'ö'komur
í innlendum höfnum og 201 í erlend-
um höfnum. Þau fluttu nær 372 þús-
und lestir af vörum og sigldu nær 6
þúsund sjómílur.
# Flutningar Cargolux
Vöruflutningar Cargolux námu sam-
tals 17,25 milljón kg. fyrstu sex mán-
uöi ársins sem er 34% aukning mið-
aö viö sama tíma í fvrra og flognir
tonn/km. samtals 148,8 milljón og
er það 22% hærri tala en 1975.
Tekjur af flugstarfseminni jukust um
25% miöaö við tímabilið frá janúar til
loka júní 1975 og námu nú samtals
750 milljón Lúxemborgarfrönkum,
sem er jafnviröi 3,487,500,000 ísl. kr.
miðaö við núverandi gengi.
Þrjár DC-8 þotur eru nú í flutning-
um hjá Careolux op' flugtímar þeirra
fyrstu sex mánuöi 1976 samtals 4,743,
en flugtímar briggia CL-44 skrúfu-
þota félagsins voru samtals 2,896 klst.
# IMýting gistirýmis Hótels
Loftleiða
Gistinætur að Hótel Loftleiöum
fyrstu sex mánuöi þessa árs voru
32.995, sem er 5.67% aukning miöað
við sama tíma í fyrra. Herbergjanýt-
ing á þessu tímabili var aö meöaltali
61,3% og er þa'ö 7.7 prósentueiningum
hærra en fyrstu sex mánuði ársins
1975. Lægst var nýtingin í janúar,
29,5%, en hæst í júní, er hún var
92.2%. Gistiherbergi aö Hótel LoftleiÖ-
um eru nú 215 og eru þau öll tveggja
manna.
# Ráðstöfunarfé lífeyrissjóða
Á grunni ársfjóröungsúrtaks hefur
veriö áætlaö ráöstöfunarfé lífeyrissjóö-
anna fyrstu 3 mánuöi þessa árs. Sam-
kvæmt upplýsingum úr Hagtölum
mánaðarins er áætla'ö ráöstöfunarfé
lífeyrissjóðanna á 1. ársfjórðungi þessa
árs 1.585 millj. kr., en var á sama tíma
í fyrra 1.060 millj. kr.
Athygli vekur, að á 1. ársfjóröungi
1975 námu útlán og skuldabréfakaup
lífeyrissjóöanna til fjárfestingalána-
sjóöa 157 millj. kr. eða um 15% af ráð-
stöfunarfénu. Á 1. ársfjórðungi 1976
námu hins vegar útlán og skulda-
bréfakaup lífeyrissjóöanna til fjárfest-
ingalánasjóöa 539 millj kr. eða um
34% af ráöstöfunarfénu.
# Telex-handbækur
Ýmis fyrirtæki hérlendis eins og fyr-
irtæki erlendis hafa átt í útistööum
vegna vafasamra viðskiptaaðferöa er-
lendra útgáfufyrirtækja á Telex-skrám
og ýmsum handbókum. Er hér aöal-
lega um aö ræða:
— Sendur er reikningur fyrir ókeypis
nafnbirtingu.
— Rukkað er fyrir óumbeönar aug-
lýsingar.
— Jafnvel er rukka'ö fyrir nafnbirt-
ingu eöa auglýsingu í handbókum,
sem aldrei hafa komið út.
í þessu sambandi hefur Verzlunar-
ráðiö hvatt fyrirtæki að greiða ein-
ungis fyrir veitta og umbeðna þjón-
ustu.
# Birgðir mjólkurvara eðlilegar
Samkvæmt upplýsingum Óskars H.
Gunnarssonar frkvstj. Osta- og smjör-
sölunnar sf. voru birgöir í landinu af
smjöri 480 lestir hinn 1. ágúst, en af
osti 730 lestir. Salan hjá fyrirtækinu
hefur undanfarið verið mjög þokka-
leg á öllum söluvörum þess. Fyrstu sjö
mánuöi þessa árs varö þannig 14%
söluaukning á smjöri frá sama tíma-
bili s.l. ár og einnig hefur ostasalan
aukizt nokkuö þaö sem af er árinu.
Að sögn Óskars, eru menn nú mjög
uggandi um þróun mjólkurframleiðsl-
unnar í haust. Þegar kæmi fram í
október og nóvember mætti þannig
búast við, að byrja yröi að flytja mjólk
hingað suður frá Norðurlandi og að
þeir flutningar yröu ekki minni en var
í fyrravetur. Þá voru fluttar suður um
250 lestir af rjóma og 115 þúsund lítr-
ar af nýmjólk, mest frá mjólkurbúun-
um á Blönduósi, Sauöárkróki og Akur-
eyri.
FV 8 1976
7