Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1976, Síða 21

Frjáls verslun - 01.08.1976, Síða 21
Á sumum sviðum hafa samskipti Sovétmanna og Vesturlandabúa aukizt. Myndin sýnir sovézka landbúnaðarsérfræðinga í heimsókn á bandarískum búgarði. # Flutningar að austan Sagt hefur verið frá fjöl- skyldum, sem sameinazt hafa eftir að Helsinki-samkomulagið var gert. Pólska stjórnin sté stærstu skrefin i mannúðar- málum með því að heimila 125 þús. manns af þýzkum ættum að flytja til Vestur-Þýzkalands gegn því að fá einn milljarð dollara að láni frá Vestur-Þjóð- verjum. En þessi skipti á fólki og penimgum voru til umræðu löngu áður en niðurstöður Hei- sinki-ráðstefnunnar lágu fyrir. Hins vegar hafa Þjóðverjar árangurslaust reynt að fá stjórnina í Rúmeníu til að heimila brottflutning 400 þús. þýzk ættaðra manna og tékk- neska stjórnin hefur neitað 80 þús. Þjóðverjum um leyfi til að fara til Vestur-Þýzkalands. Á fyrra árshelmingi í ár voru gefnar út í Moskvu vegabréfs- áritanir til 1300 Sovétborgara, sem vildu flytjast til Banda- ríkjanna. Þetta er rúmlega tvö- falt meira en vegabréfsáritanir frá sama tíma 1975. Eitt merki um jákvæða þróun í anda Hel- sinki-samkomulagsins. Bandarísk yfirvöld hafa þó í fórum sínum skrá yfir 125 fjöl- skyldur og 350 einstaklinga, sem fá ekki að fara úr landi í Sovétríkjunum þrátt fyrir þátt- töku þeirra í yfirlýsimgu um sameiningu fjölskyldna, sem er hluti af Helsinki-samkomulag- inu. í þessum hópi eru rúss- neskar konur giftar Banda- ríkjamönnum og börn fædd í Bandaríkjunum, sem fluttust með rússneskum foreldrum sín- um til Sovétríkjanna. Sam- kvæmt bandarískum lögum eru þau bandarískir ríkisþegnar. • Verzlað með fólk í Austur-Þýzkalandi eru í haldi að minnsta kosti 6 þús. pólitískir fangar, sem flestir voru viðriðnir tilraunir til flótta vestur yfir járntjald, oft- ast til Vestur-Þýzkalands. Viðskipti með fólk hafa verið gagnrýnd í þessu sambandi en Austur-Þýzkaland hefur gengið lengst í því efni. Stjórnvöld þar halda áfram að leysa úr haldi fanga í staðinm fyrir lán frá Bonn. Gangverðið núna er 16 þús. dollarar fyrir hvern Þjóð- verja, sem sleppt er úr haldi. Þessu hefur þó verið haldið á- fram síðan 1950 og samkomu- lagið, sem undirritað var í Hel- sinki hefur hvorki tafið né flýtt fyrir þessari þróun. Af lítilli sögu má ráða hvað fólk í Austur-Evrópu hugsar um Helsinki-samkomulagið. Kona í Khaskovo í Búlgaríu sótti um heimild til að fara til Vesturlanda og rökstuddi beiðni sína með vísan til þess, sem gert var í Helsinki. „Vinkona“, svaraði skriffinn- inn búlgars'ki. „Þetta er ekki Helsinki. Þetta er Khaskovo.“ Vestræn blöð eru mjög af skornum skammti í Austur- Evrópuríkjum. Frá Ungverjalandi er 200 þús. til 300 þús. manns leyft að heimsækja Vesturlönd árlega. í öðrum Austur-Evrópulöndum eru þess konar heimsóknir þó hrein forréttindi, sem trygg- ustu flokksmenn og dyggir þjónar stjómvalda einir njóta. Vel skipulagðar hópferðir und- ir nákvæmri leiðsögn eru stundum farnar til Vesturlanda. 9 Fjölskyldur ■ gíslingu Hin almenna regla í Austur- Evrópu er sú, að einstaklingur fær að fara eina ferð til Vestur- landa á þriggja ára fresti. í mörgum löndum er öðrum fjölskyldumeðlimum haldið í einskonar gíslingu. Þegar einn úr fjölskyldunni fer til útlanda verða hinir að halda kyrru fyr- ir, sem trygging fyrir því að ferðamaðurinn komi heim aft- ur. Skortur á erlendum gjaldeyri er líka hindrun í vegi. Örlæti pólsku stjórnarinnar er við- brugðið, af því að hún afgreið- ir 130 dollara í erlendum gjald- miðli til þeirra, sem fara utan. En eins og verðlagi er nú hátt- að í Vestur-Evrópu komast Pól- verjar ekki langt á þeirri upp- hæð. Nema því aðeins að ferða- maðurinn eigi vini eða ættingja á Vesturlöndum, sem aðstoða hann í peningamálum, verður hann að leita þess sem á skort- FV 8 1976 19
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.