Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1976, Page 52

Frjáls verslun - 01.08.1976, Page 52
Soffanías Cecilsson Byrjaði með síldarverkun en stundar nú saltfiskverkun og rækjuvinnslu „Tími til rækjuveiða alltaf að styttast vegna þröngsýni stjórnvalda" — Ég keypti þetta upphaflega 1965 af hlutafélagi, sem lenti í greiðsluerfiðleikum. Ég byrjaði á síldarverkun með hálfum hug, því þá sögðu forráðamenn Síldarútvegsnefndar að oft liefði verið erfitt að salta síld, en aldrei eins og þá. Útkoman út úr söltuninni var þannig að ég fór að trúa því að hægt væri að gera fleiri ómögulega hluti í fiskverkun, sagði Soffanías Cecilsson fiskverkandi í Grundarfirði. Soffanías Cecilsson t.h. í fiskverkunarhúsinu ásamt Guðbjarti bróður sínum, sem með honutn starfar. Síðan hefur Soffanías verið að stækka hjá sér fyrirtækíð smám saman og síðastliðin þrjú ár hefur hann byggt frystiklefa, stækkað fiskverkunarhúsnæðið og rýmkað alla aðstöðu fvrir starfsfólkið. — Höfuðgreinin hefur verið saltfiskurinn, en rækjuvinnslan leiddi til frystihúsreksturs. Það sem háð hefur rækjuveiðunum er að tíminn er alltaf að stytt- ast vegna þröngsýni stjórnvalda sem hafa elt hleypidóma manna er ekki þekkja veiðarnar. Tíma- bilið í ár er algjörlega óraun- hæft til samanburðar, þar sem við fengum ekki leyfið fyrr en 27. maí. Þá eru tveir bestu mán- uðirnir liðnir, og þar af leið- andi færri bátar. MINNI TOGHRAÐI ÞÁTTUR í FRIÐUNARAÐGERÐUM? — f endaðan júlí var rækju- veiðin orðin 120 tonn og sá afli að mestu kominn af tveim bátum. Áður voru allt upp i 6 bátar og þá var aflinn þegar best var um 400 tonn, sem ég tók á móti. Aðalveiðisvæðið er í klukkutíma siglingu frá Grundarfirði, en í vor fundust gjöful mið 10-20 sjómílur út af Jöklinum á 160-180 faðma dýpi og veiðin verið mest þar í sum- ar. Þrátt fyrir þetta kom leyfið svona seint, því að óeðlilega mikið magn af smáýsu gekk á nærliggjandi svæði við gömlu miðin og þeir voru hræddir um að við færum á þau. Það sem helst hefur verið fundið rækju- trollinu til foráttu er hversu smáriðið það er. En staðreynd- in er sú að í rækjutrollið kem- ur aðeins stór fiskur og við höfum sannanir fyrir því að það liggur í toghraðanum. Rækjutroll er dregið mjög hægt þannig að smáfiskurinn forðar sér en sá stóri er það latur að hreyfa sig að hann lendir í. A fiskitrolli hins vegar er tog- hraðinn það miklu meiri að smáfiskurinn nær ekki að forða sér. Það er því spurning í sam- bandi við friðunaraðgerðir hvort ekki eigi að minnka tog- hraðann hjá bátunum. VERTÍÐIN VAR BETRI EN BÚIST VAR VIÐ — Vertíðin í vetur var betri en við áttum von á. Við vorum viðbúnir því að mæta minm afla í ört minnkandi aflabrögð- um. Frá áramótum og fram til 31. júlí er búið að taka á móti 2100 tonnum af slægðu og óslægðu og einnig er rækjan talin með. Við söltum allt árið og eru nú komin um 600 tonn af stöðnum fiski, en lítið af skreið. f haust er ég að hugsa um að hefja skelvinnslu, því að dauft er yfir öðrum veiðum hér á þeim tíma og atvinnumálin þannig að skelin er vænlegust. Að lokum sagði Soffanías að hann hefði byrjaðmjög snemma í úgerð en aldrei kynnst hug- takinu taprekstur á útgerð. Það er svo einkennilegt hér í Grundarfirði, sagði hann, að héi þrífast ekki hlutafélög eða samvinnurekstur eins og svo víða annars staðar. Það virðist. vera að einstaklingsframtakið sé það sem gildir hér. 50 FV 8 1976
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.