Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1976, Síða 57

Frjáls verslun - 01.08.1976, Síða 57
Landsbankinn, Ólafsvík Afgreiðsla útgerðar- lána óðum að fiytjast til bankaútibúa Rúnar Marvinsson, hótelstjóri. — Þetta er fyrsta sumari'ð sem hér er starfrækt hótel. Það eru útgerðarmenn og fiskverlt- endur sem eiga húsið og hefur það verið starfrækt sem verbúð tvo síðustu vetur, sagði Rúnar Marvinsson, hótelstjóri Sjóbúða í Ólafsvík, er blaðamaður FV ræddi við hann. — Miðað við að þetta er fyrsta árið hefur reksturinn á hótelinu gengið sæmilega. Fólk hér er ekki almennilega búið að átta sig á því hvaða þjón- ustu það getur fengið hér á staðnum, eins og smurt brauð og kalt borð til veisluhalda. Það hefur þurft að fá slíkt sent frá Borgarnesi og Reykjavík. — Það virðist vera samdrátt- ur í ferðamálum hér á Nesinu, alla vega í sumar, enda veðrið afleitt. Við erum búnir að kosta miklu í að auglýsa staðinn svo að ég er bjartsýnn á að næsta sumar verði gott, — Reynsla okkar af vertíðar- fólki hefur verið góð og höfum við alveg sloppið við allar skemmdir. Við höfum verið heppnir með menn, en það má alltaf búast við að eitthvað fari fyrir 70 sjómönnum og hefur okkur verið legið á hálsi fyrir að vera strangir. Það er hins vegar stjórn hússins sem setur okkur ákveðnar reglur, sem við verðum að fara eftir. Annars var vertíðin í vetur léleg og fátt um aðkomufólk. Það helst allt í hendur, lítill fiskur, fátt fólk. I apríllok var opnað útihú Landsbankans í Ólafsvík og á Hellissandi. Af því tilefni liitti blaðamaður FV Örn Arnljóts- son, en hann veitir báðum úti- búunum forstöðu. — Viðskiptasvæði þessara útibúa er Snæfellsnes, sagði Örn, og verður að segja að snæ- fellingar séu orðnir vel settir hvað bankaþjónustu við kem- ur, þar sem fleiri bankar eru annars staðar á Nesinu. Hér í Ólafsvík er og gamall og gró- inn sparisjóður, en við yfirtók- um sparisjóðinn á Hellissandi með öllum. eignum og skuldum. Sá sparisjóður stóð mjög vel, en þeir á Hellissandi kusu að fá banka. Þótt sparisjóðir séu góðir og gildir þá hafa þeir ekki eins víðtæka þjónustu og bankar, svo sem rekstrarlán til atvinnuveganna, erlend gjald- eyrisviðskipti og innheimtui svo að dæmi séu nefnd. Við erum hér til að veita þjónustu, ekki síst atvinnu- rekstri. Með tilveru okkar hér gerum við útgerð og þeim at- vinnuvegum, sem snúast í kringum hana, auðveldara fyr- ir frá því sem áður var þvi öll útgerðarlán varð að sækja suður til Reykjavíkur, en af- greiðsla þeirra er nú óðum að flytjast hingað. Þannig verður allt fljótvirkara fyrir menn því öllum veðsetningum, og því sem slíkum lánum fylgir, verður hægt að ganga frá hér í fram- tíðinni. Annars er ekki hægt "?ð segja mikið um þetta ennþá þar sem við erum svo nýbyrjuð og ég hef ekki viðmiðun í gegnum árin. Viðskiptin hafa gengið mjög vel og fara vaxandi. Það er mikil lánaeftirspurn, sem er eðlilegt, þegar vertíðin bregst eins og skeði í vetur og allir eru háðir sjávarútveginum. Ég kann mjög vel við mig hér og er bjartsýnn á framtíðina því Ólafsvík og Hellissandur eru uppgangsstaðir. Starfsfólk Landsbankans í Ólafsvík. Örn útibússtjóri er annar frá hægri. FV 8 1976 55
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.