Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1976, Page 61

Frjáls verslun - 01.08.1976, Page 61
Jóhannes Jóhannsson, kaupmaður, Rifi: Rekstrarfjárskorturinn er aðal- vandi smásöluverzlunar í dreifbyli Þarf að liggja með lager fyrir milljónir og vörur hreyfast oft hægt — Ég var hér mörgum árum áðíur en að hér skapaðist grundvöllur fyrir verzlun. Ég vonaði að uppbyggingin hér yrði örari en raun varð á, en hef þraukað fyrir því. Ég hef verið einn um að veita verzlunarþjónustu hér í 13 ár. Byrjaði í smáskúr niðri við höfnina því mér leist vel á þenn- an stað, þegar ég kom hérna fyrst og hafði trú á því að hér hlyti að koma framtíðarútgerðarbær. Það er Jóhannes Jóhannsson, kaupmaður í Rifi, sem svo mælti, er blaðamaður PV ræddi við hann í hlýlegri verzlun hans, sem hann nefnir Baðstof- una og er „dundur í ellinni“ að hans sögn. — Fyrir 8 árum byggði ég tveggja hæða verzlunarhús, Hafnarbúðir, því það var ann- að hvort að hætta eða stækka því ég réð engan veginn við þá miklu verzlun, sem hjá mér var í þessu litla húsnæði. — Það sem er og hefur verið aðal vandamálið hjá dreifbýlis- verzlunarmanninum er rekstr- arfjárskortur því að enga fyrir- greiðslu er að fá í bönkum. Það þarf að fjárfesta í lager svo skiptir milljónum, en veltan gengur afar hægt og sumar vör- ur hreyfast lítið. Ég gekk til dæmis á milli bankanna fyrir sunnan og reyndi að fá lán þegar ég var að byggja, en fékk hvergi krónu og var orð- inn bæði sár og reiður. Það herti mig hins vegar til að koma byggingunni upp og ná í mitt rekstrarfé af eigin ramm- leik. Það er í sjálfu sér ekki mikill vandi að reka svona smá- verzlun ef dugnaður og hagsýni fylgir því. En það er þrotlaus vinna á bak við svona verzlun. BÉTT INNKAUP AÐALMÁLIÐ — Aðalvandinn er að kaupa rétt inn og mín happahlið hef- Jóhannes í nýju verzluninni, Baðstofunni, sem selur margs konar gjafavörur. A'ð hans sögn er þctta góð tilbreyting frá fyrri verzluninni sem hann rak í Rifi. ur verið sú, að ég hef aldrei þurft að setja vörur á útsölu eða selja með afslætti. Annað mikilvægt atriði er að standa við loforð og gerða samninga. Ég hef reynt að standa alltaf í skilum með allar greiðslur og ef það hefur ekki tekist hef ég haft samband við mína lána- drottna og fengið breytingu á. Þetta hefur orðið til þess að ég hef eiginlega aldrei þurft að fara til Reykjavíkur eftir vör- um. Heildsalarnir hafa alltaf hringt til min og sagt mér af vörum, sem þeir væru að fá og hvort ég vildi fá að sjá sýnis- horn, sem þeir hafa síðan sent mér. INNHEIMTA SÖLU SK ATTSIN S — Það hefur oft fui-ðað mig eins og marga kaupmenn að rikið skuli píska okkur til að innheimta söluskatt endur- gjaldslaust. Mér hefur fundist það furðulegt framtaksleysi af verzlunarmannastéttinni, sem gæti verið sterk stétt, að gera ekkert gegn þessu og ýmsu öðru, sem beinist að því að ganga á rétt verzlunarinnar og hins almenna borgara. Ég vil að verzlunin sé rekin á heiðarleg- an hátt, en ég vil ekki láta píska mig út í vinnu fyrir ekki neitt. Að lokum sagði Jóhannes, að hann væri að draga saman segl- in vegna aldurs, enda mikit vinna, sem lá að baki Hafnar- búða. Hann seldi því verzlun- ina um síðustu áramót. Hann hefur nú sett upp verzlun, sem hann nefnir Baðstofuna, eins og fyrr segir, en þar verzlar hann með gjafavörur og listimuni. Baðstofuna byggði hann eftir hugmynd, sem hann fékk úti í Noregi, og teiknaði hann húsið sjálfur og fékk smið til að hjálpa sér við bygginguna. FV 8 1976 59
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.