Frjáls verslun - 01.08.1976, Síða 83
Prentborg, Borgarnesi:
íítgáfa nýs kjördæmis-
blaðs í undirbúningi
Prentsmiðjan annast prentun ýmis konar
eyðublaða og annarra pappíra fyrir
fyrirtæki á Vesturlandi
Þegar ekið er inn í Borgar-
nes blasir við manni á vinstri
hönd áberandi hús, málað skær-
um litum, með ljósaskilti prent-
smiðjunnar Prentborgar. Þarna
var ,upphaflega rekið málning-
arverkstæði, en Prentborg er
þar nú til húsa með starfsemi
sína.
Það er Sveinn Hálfdánarson,
prentari, sem er aðaleigandi
Prentborgar, en hlutafélag var
stofnað um reksturinn árið
1971. í prentsmiðjunni er nú
ein bóka- og blaðapressa og
önnur minni prentvél fyrir
smáverkefni. Eina setjaravél,
tiltölulega nýja, á prentsmiðj-
an emnfremur, en stærri fyrir-
sagnir eru settar með lausum
stöfum. Þegar Sveinn hóf
prentsmiðjurekstur sinn í
Borgarnesi hafði hann einungis
einn aðstoðarmann, en nú eru
fimm starfandi hjá prentsmiðj-
unni, þar af þrír prentarar.
NÆG VERKEFNI
Sveinn sagði, að prentsmiðj-
an hefði næg verkefni að vinna
úr og prentar hún fyrir fyrir-
tæki, félög og einstaklinga í
Borgarfirði, Dölum og Snæfells-
nesi utan Stykkishólms, syst-
urnar í nunnuklaustrinu þar
starfrækja prentsmiðju og
vinna svo til allt prentverk
fyrir Stykkishólmsbúa. Það eru
eyðublaðaform, tímarit og
margs konar smáprent, sem
Prentborg fæst aðallega við.
Stærsti viðskiptavinurinn er
Kaupfélag Borgfirðinga, sem
fær allt prentverk unnið fyrir
sig hjá fyrirtækinu.
NÝTT KJÖRDÆMISBLAÐ?
Að sögn Sveins geta orðið
miklar breytingar á rekstri
prentsmiðjunnar í haust ef af
áformum um útgáfu óháðs
kjördæmisblaðs verður. Það er
ríkjandi áhugi meðal nokkurs
hóps manna á að ráðast í þessa
framkvæmd og eru það sveitar-
stjórnarmenn í byggðarlögum
kjördæmisins, sem hafa hug á
að efna til þessarar útgáfu.
Sagði Sveinn að full þörf væri
á að koma upp betra sambandi
Sveinn í vélasal prentsmiðjunn-
ar.
en orðið er milli einstakra hér-
aða innan kjördæmisins og
væri það ætlunin með þessu
óháða og sjálfstæða kjördæmis-
blaði, sem koma myndi út mán-
aðarlega og fjalla um sveitar-
stjórnarmál og flytja almenn-
ar fréttir úr kjördæminu.
Sn /ii ffttvl
AHar algengar
innlendar og erlendar
vörur.
• SPORTVÖRUR
alls konar.
• GJAFAVÖRUR,
mikið úrval.
• BÚSÁHÖLD.
• LEIKFÖNG.
• SKÓFATNAÐUR.
• NÆRFATNAÐUR.
• SJÓKLÆÐNAÐUR.
• SKJÓLFATNAÐUR.
Allar nauðsynlegar
vörur fyrir ferða-
fólk.
•
Gjörið svo vel að
Iíta inn og
skoðið.
HAFNAR-
BÚÐIN
RIFI
Hellissandi.
Sími
93-6655 -
6645 (heima).
FV 8 1976
81