Frjáls verslun - 01.08.1976, Blaðsíða 87
íslenzlt fyrirtæki
Birtir nú viðskiptalegar
upplýsingar á ensku
Bókin seld til verzlunarráfta og upplýsingaskrifstofa erlendis
Bókin „íslensk £yrirtæki“ er
komin út í sjöunda sinn og eru
að þessu sinni mun fleiri félög
og félagasamtök í henni en áð-
ur. í bókinni er sú nýjung, að
birtar eru viðskiptalegar upp-
lýsingar á ensku um ísland í
dag ásamt upplýsingum um ís-
Ienskar útflutningsvörur og út-
flytjendur og innflytjend'ur og
innflutningsvörur.
Þessi nýjung er fram komin
vegna fjölmargra óska um að
fyrrnefndar upplýsingar geti
verið fyrir hendi hjá verslunar-
ráðum og upplýsingaskrifstof-
um erlendis og er bókin seld
úr landi til slíkra aðila, svo og
til þeirra sem viðskipti hafa við
ísland.
VÍÐTÆKAR UPPLÝSINGAR
í „íslensk fyrirtæki" eru
mjög viðtækar upplýsingar um
fyrirtækin, svo sem stofnár
þeirra, nafnnúmer, söluskatts-
númer, telexnúmer, stjórn,
framkvæmdastjórn, starfs-
menn, starfsmannafjölda,
starfssvið, umboð, þjónustu,
framleiðendur, innflytjendur,
smásala, starfssvið ráðuneyta
og embættismenn, sveitar-
stjórnarmenn, stjórnir félaga
og samtaka, sendiráð og ræðis-
menn erlendis ásamt fjölda
annarra upplýsinga.
ENSKUR KAFLI
„íslensk fyrirtæki“ skiptist í
fjóra meginkafla. Viðskiptaleg-
ar upplýsingar á ensku, við-
skipta- og þjónustuskrá, um-
boðaskrá og fyrirtækjaskrá.
„íslensk fyrirtæki“ er sam-
bærileg erlendum upplýsinga-
ritum í viðskiptalöndum okkar,
og er það von útgefenda, að
enski kafli bókarinnar bæti úr
þeirri brýnu þörf, sem var fyr-
ir slíkar upplýsingar erlendis.
Vegna stöðugrar fjölgunar
íslenskra viðskiptafyrirtækja
og fjölbreyttara atvinnulífs úti
á landi gefur viðskipta- og
þjónustukafli bókarinnar upp-
lýsingar um fyrirtæki hvar á
landinu sem er í viðkomandi
grein, en t.d, í símaskránni er
einungis sagt frá slíkum fyrir-
tækjum í Reykjavík.
FERÐAST VÍÐA
Bókin „íslensk fyrirtæki“ er
unnin í samstarfi við stjórn-
endur og forsvarsmenn fyrir-
tækjanna og ferðuðust starfs-
menn Frjáls framtaks hf. um
allt land er verið var að vinna
að öflun upplýsinga í bókina.
Útgefandi hefur átt gott sam-
starf við fyrirtæki á lands-
byggðinni og fengið frá þeim
fjölmargar góðar ábendingar.
Árangur þessara ábendinga
kemur fram í þessari nýju bók,
sem er um 600 blaðsíður að
stærð.
A
«k»
'irjr
Glerborgar
einangrunar-
gleriö’ „skilur
■rESESH??* veturinn
ESK?íf: - •»«»"
iriro’iirirrr!__
pantið tímanlega
3 Daishrauni 5
□ Hafnarfirði. Sími 53333
[D) ruin
Isi L Lrö m Imlai uub
FV 8 1976
83