Frjáls verslun - 01.08.1976, Blaðsíða 100
Um heima og geima
— Skírninni cr nú lokið. Litli snáðinn mœtti fara að hætta þcssu
svamli í fontinum.
— Ég er að bíða eftir einka-
ritaranum. Hún skrapp á klóið.
Læknirinn hafði gefið gamla
manninum lyfseðil íyrir yng-
ingarmeðali. Eftir tvær vikur
kom karl aftur til læknisins og
vildi fá meira.
— Feiknagott meðal. Ég er
eins og tvítugur.
— Og hvað segir konan þín
um þetta?, spurði læknirinn.
— Hef ekki hugmynd um
það. Ég hef alls ekkert komið
heim síðan ég var hér síðast.
— Ég verð alltaf svo voða-
lega taugaóstyrk, þegar þú ert
á ferðalögum fyrir fyrirtækið,
Kalli minn, sagði konan.
— Blessuð, slappaðu af, svar-
aði Kalli. Ég er kominn heim
aftur, áður en þú veizt af.
— Það er nú einmitt það,
sem ég er svo hrædd um.
— • —
— Jæja, elskan. Svo fæ ég
mink í afmælisgjöf frá þér,
ekki satt?
— Allt í lagi. Eins og þú vilt.
— Meinarðu þetta virkilega?
— Já. En þú verður sjálf að
gefa honum að éta.
— Lögga, lögga. Komdu og
hjálpaðu mér. Pabbi cr uppi á
lofti í slagsmálum.
— Og hver er pabbi þinn?
— Þeir eru nú einmitt að
slást um það.
Presturinn: —■ Hjúskapar-
brot. Hórdómur. Þetta eru
dauðasyndir. Jafnviðurstyggi-
legar og morð. Ekki satt, frú
Ásta?
— Ég er nú ekki manneskja
til að dæma um það. Ég hef
aldrei framið morð.
— • —
Lengi hafa mcnn rætt 'um
nauðsyn aukinnar fræðslu um
atvinnurekstur og stjórnun í
skólakerfinu. Það á að gera
nemenduma hæfari til að taka
að sér hin ýmsu ábyrgðarstörf
hjá atvinnuvegunum.
— Jæja þá. Nú skuluð þið
skrifa stuttan stíl um efnið:
„Ef ég væri forstjóri“, segir
kennarinn við bekkinn.
Það er mikið skrifað á öllum
borðum nema hjá Pétri, sem
situr með lappir uppi á borði
og hendur um lmakkann.
— Pétur, ætlarðu ekki að
byrja?
— Þegar ég raka mig finnst
mér ég vera þrjátíu árum
yngri, sagði fimmtugi eigin-
maðurinn.
— Blessaður rakaðu þig í
kvöld, sagði frúin stutt í spuna.
— • —
Læknirinn við manninn með
krónísku hóstaköstm:
— Reykirðu?
— Nei.
— Hver skrambinn. Annars
hefðirðu haft gott af að hætta
því.
— • —
— Jæja, Dóra mín. Nú þekjum
við veggina með gömlu meist-
urunum, — Rúbens og þeim
hinum.
96
FV 8 1976
J