Frjáls verslun - 01.12.1976, Side 4
AUGLÝSING
Ferðamiðstöðin hf.:
Skipuleggur hópferðir á
kaupstefnur erlendis
Ferðamiðstöðin hf. mun árið
1977 skipuleggja hópferðir á
hinar ýmsu vörusýningar víðs
vegar um heim, útvega hótel
og allar nauðsynlegar upplýs-
ingar. Ennfremur útvegar
Ferðamiðstöðin sýningarbása
þeim fyrirtækjum sem vilja
sýna vörur sínar. Mun Ferða-
miðstöðin hf. vera stærsti aðil-
inn hér á landi í skipulagningu
slíkra hópferða.
Dagana 3.—16. júní 1977
verður DRUPA sýningin í
Diisseldorf haldin og mun hún
að venju verða fjölsótt af ís-
lendingum og má geta þess að
síðast fóru 50—60 íslendingar
ihéðan. Enda er nauðsynlegt
fyrir alla aðila sem starfa í
prentiðnaði að sækja þessa sýn-
ingu, því þar er á boðstólum
nýjasta tæknin sem völ er á að
kynnast fyrir prentiðnaðinn.
Björn Arnar hjá Myndamót-
um var meðal þeirra sem
sóttu síðustu DRUPA sýningu.
Sagðist hann aldrei áður
hafa séð jafn vel skipulagða
sýningu, því þrátt fyrir hálfa
milljón sýningargesta hefði ver-
ið hægt að skoða allar nýjungar
og fá sér matarbita í mjög
snyrtilegu umhverfi án nokk-
urra þrengsla eða langra bið-
raðna.
Það sem vakti sérstaka at-
hygli hans var að sjá á þessari
sýningu tæki og nýjungar alls-
staðar að úr heiminum, jafnt
frá járntjaldslöndunum, Banda-
ríkjunum, Japan og öðrum iðn-
aðarlöndum. Fjöldinn allur af
hinum svokölluðu „litlu sýning-
um“ eru haldnar fyrir prentiðn-
aðarmenn, en engin sýning
getur jafnast á við DRUPA í
Dusseldorf, sagði Björn Arnar,
og taldi hann mjög þýðingar-
mikið fyrir aðila sem vilja
fylgjast með á þessu sviði að
sækja slíka sýningu heim og
sjá með eigin augum það sem
hugvitsmenn hafa fundið upp á
nokkurra ára millibili.
Á næstu DRUPA sýningu,
sem er hin sjöunda í röðinni,
verða eitt þúsund fyrirtæki
með tækninýjungar sínar og
sýningarsvæðið sjálft er 90.000
fermetrar.
Þá er vert að minnast á sýn-
ingar sem eru á döfinni í KOLN
á næstkomandi mánuðum og
má þar fyrst nefna alþjóðlegu
húsgagnasýninguna, dagana 19.
—23. janúar n.k. en við höfum
frétt að uppselt sé á þessa sýn-
ingu, þ.e.a.s. hótelherbergi fást
ekki leigð lengur en Ferða-
miðstöðin hefur skipulagt þessa
ferð langt fram í tímann fyrir
þá íslendinga sem þurfa að
sækja þessa sýningu.
Þá má geta um alþjóðlegu
sælgætissýninguna sem haldin
verður dagana 10.—13. febrúar
n.k. Þessi sýning er nokkurs
konar tengiliður við alþjóðlegu
búsáhaldasýninguna sem hefst
þann 12. febrúar 1977 og sem
hefur fengið mikið lof hvaðan-
æva að úr heiminum.
Síðast en ekki síst er vert að
geta um alþjóðlegu járnvöru-
sýninguna, sem ætti ekki hvað
síst að^ vera áhugaverð fyrir
okkur fslendinga, því á þessari
sýningu er kynnt nýjasta ihag-
ræðing við byggingu húsa,
þ.e.a.s. alls konar bygginga-
verkfæri og einnig áhöld fyrir
aðila sem vilja gera sem flesta
hluti sjálfir, eða ,,do it your-
self“ kerfið,
Þeir sem enn hafa ekki at-
hugað og nýtt sér möguleika að
sækja erlendar kaupstefnur og
sýningar ættu að hafa samband
við Ferðamiðstöðina hf. Aðal-
stræti 9 sem allra fyrst og fá
nánari upplýsingar. Þær verða
fúslega veittar. Góða ferð.
4
FV 12 1976