Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1976, Side 9

Frjáls verslun - 01.12.1976, Side 9
Hjá Sambandinu geng- ur sú saga fjöllunum hærra, að breytingar verði á æðstu yfirstjórn fyrirtækisins einhvern tímann á næstunni og muni Erlendur Einarsson, forstjóri þá flytja í Seðla- bankann sem bankastjóri en Valur Arnþórsson, for- stjóri KEA á Akureyri flytjast suður og taki við starfi Erlends. Mikið hefur verið rætt um aðgerðir til að koma í veg fyrir hugsaniega mis- notkun á persónulegum upplýsingum, sem færðar eru inn á tölvur. í tilefni af þeim umræðum hefur verið bent á að víða sé pottur brotinn varðandi meðferð einkamála fólks og persónulegra upplýs- inga um það. Bent er á heilbrigðisþjónustuna í þessu sambandi og þær umræður sem starfsfólk sjúkrahúsa stendur fyrir um líðan sjúklinga. Læknar eru bundnir þagnareiði en svo virðist sem annað starfsfólk spít- ala miðli frjálslega upp- lýsingum um heilsufar sjúklinga út um borg og bý. Fréttamiðlun af þessu tagi veldur stjórnendum sjúkrahúsa vaxandi á- hyggjum. Suðurlandskjördæmi frá því sem var við síðustu þingkosningar. Ingólfur Jónsson mun hafa til- kynnt á fundi með stuðn- ingsmönnum sínum eystra, að hann ætli ekki að gefa kost á sér aftur. Hins vegar er talið ör- uggt, að Guðlaugur Gísla- son fari í framboð að nýju og Steinþór Gestsson lík- lega einnig. f Rangár- vallasýslu eru menn þeg- ar farnir að tilnefna fram- bjóðendur, er koma skuli í stað Ingólfs. Helzt eru nefndir þeir Sigurður Oskarsson, framkv.stj. verkalýðsfélagsins á Hellu, Jón Þorgilsson, fulltrúi og Jón Gauti Jónsson, sveitarstjóri á Hellu. Ljóst er að breytingar verða á skipan framboðs- lista Sjálfstæðismanna í syni, borgarfulltrúa í embættið, en sagt er, að Alfreð sé mjög í vafa sjálfur hvort hann eigi að taka við því. Gunnar Thoroddsen, iðnaðarráðherra, er ekki síður í vanda staddur vegna stöðuveitingar en félagar hans í Framsókn- arflokknum. Margir hæfi- leikamenn sækja um em- bætti ráðuneytisstjóra í iðnaðarráðuneytinu og erfitt að gera upp á milli þeirra. Sennilegast er tal- ið, að Páll Flygenring, verkfræðingur hjá Lands- virkjun verði fyrir val- inu, en hann hefur verið einn helzti ráðunautur ráðherra í orkumálum. Fljótlega kemur að því, að skipa verður forstjóra Sölunefndar varnarliðs- eigna. Það eru Framsókn- arráðherrarnir, sem veita munu þetta embætti og hafa margir fjármála- og at'hafnamenn í flokki þeirra sótzt eftir því. Þar skal fyrstan telja Kristin nokkurn Finnbogason, bankaráðsmann með meiru. Guðmundur G. Þórarinsson verkfræðing- ur hefur verið talinn nokkuð sterkur frambjóð- andi, sérstaklega af því að hann fékk ekki embætti vegamálastjóra. Innan Framsóknarflokksins er hópur manna, sem vinnur að því leynt og ljóst að koma Alfreð Þorsteins- Reynt er eftir megni að hafa stjórn á oninberum útgjöldum og eftirlit með rekstri einstakra stofnana ríkisins hefur verið hert. Nýlega bitnaði þetta á Veeagerðinni, sem hefur haft í hyggju að kaupa sér tölvu vegna verkefna sinna. Svo vildi nefnilega til að Háskólinn var um sama leyti búinn að auka tölvukost sinn m.a. vegna þess, að hann ætlaði að annast tölvuútreikninga fyrir Vegagerðina. FV 12 1976 9

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.